Vikan


Vikan - 14.12.1999, Page 20

Vikan - 14.12.1999, Page 20
í síðasta tölublaði Vikunnar var viðtal við Öldu Björk, söngkonu, sem sagði frá lífi sínu á þessu ári og vitnaði í völvuspá Vikunnar sem hafði ræst ótrúlega vel. í framhaldi af því flettum við spánni til að skoða hversu sannspá Völvan hefði verið. Hér stiklum við á stóru til gamans: Nýir atuinnu- uegir í upp- sigiingu. „ mest verður þó þróunin í lyfjaiðnaði og þar eiga íslendingar eftir að verða framarlega í flokki. Islending- ar munu eiga þátt í gerð tvenns konar lyfja sem eiga eftir að hafa gífurleg áhrif á mannkynið." Þessi spádómur hefur þeg- ar ræst og íslenskir vísinda- menn hafa á árinu sýnt og sannað að þeir eru meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Verslun „Einingar í rekstri munu halda áfram að stækka. KEA Nettó mun efl- ast á suðvestur- horninu og spjara sig á þeim markaði. Það verður mikil verslun í landinu á þessu ári." Einingar hafa svo sannar- lega haldið áfram að stækka og verslun er enn að færast á færri hendur. KEA Nettó opnaði verslun í Mjóddinni í Reykjavík og stendur sig vel og bílaverslun, svo eitthvað sé nefnt, hefur aldrei verið meiri hér á landi en núna. Náttúrufar „...við verðum ekki laus við stóra jarðskjálfta á þessu ári. Það verða líka bæði snjó- og aurflóð þótt ekki valdi þau manntjóni. Veður- far verður undarlegt á árinu og fólk á eftir að sjá háar hitatölur." Það þarf vart að minna íbúa suður- og suðvestur- lands á þá stóru skjálfta sem urðu á árinu. Snjóflóð urðu nokkur og aurskriður urðu m.a. vegna mikilla vatnavaxta í vor. Hiti fór upp í 33 gráður á Akureyri í sumar og í nóvember fór hiti eitt sinn í 17 gráður í Reykjavík. Hneyksli, spilling og morð „Fíkniefni munu mjög setja svip á árið og mörg stór fíkniefnamál verða upplýst. Geirfinns- inu er ekki lokið, ný gögn koma fram og mál- ið mun verða í fréttum þótt það leysist hvorki nú né síð- ar. Morð tengt fíkniefnum verður framið á árinu." Því verður ekki mótmælt að mörg fíkniefnamál og stór (sbr. Stóra fíkniefna- málið) hafa verið upplýst á þessu ári og enn eru ekki öll kurl komin til grafar þegar þetta er skrifað. Morðið tengt fíkniefnum var framið og Geirfinnsmálið var mikið í fréttum. „... prestur verður fyrir al- varlegum ásökunum og biskup íslands mun þurfa að bera vopn á klæði víða á þessu ári." Það þarf ekki að orðlengja ásakanir forsætisráðherra á hendur presti vegna smá- sögu sem birt var í Morg- unblaðinu á árinu og víst er að biskup hefur þurft að bera klæði á vopn víða innan kirkj- unnar vegna deilna m.a. um jafnréttis- mál. ípróttir „Islenskir íþróttamenn verða sýnilegri í útlöndum en til þessa. Knatt- spyrna verður í tísku og miklir peningar í kringum hana." Þetta stendur allt heima og knattspyrnumenn hafa farið fremstir í flokki ís- lenskra íþróttamanna. Þess er skemmst að minnast að Þórður Guðjónsson var keyptur fyrir háa fjárhæð í vor og að hópur íslendinga keypti hlutabréf í Stoke City fyrir skömmu. Hlutabréf og fjölmiðlafár „Hlutabréfamarkaðurinn verður fjörugur á árinu og upp kemur mikið hneysklismál og fjöl- miðlafár í kringum það." Er einhver búinn að gleyma FBA, Kaup- þingi, Davíð og Jóni Ólafssyni? up 1 Og svona rétt að lokum; œtlar einhver að missa af völvu Vikunn- ar 4. janúar 2000? 20 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.