Vikan


Vikan - 04.01.2000, Page 2

Vikan - 04.01.2000, Page 2
Háraðgerðarstofan Trít opnaði með pomp og prakt 4. desem- ber síðastliðinn en hún er til húsa í Miðbæjarmarkaðnum í Aðalstræti. Það vakti athyglí Uikunnar hve ungir eigendur stotunnar eru og pví fúr blaða- maður á stúfana tíl að kynna sér hverjar hinar framtakssömu konur væru, enda er óneitan- lega spennandi að fylgjast með hegar ungt fólk ríður á vaðið og fer gallvaskt út í atvinnurekst- ur. Eigendur Trít eru hær Dóra Hrund, sem er 22 ára, og fluður Sif, 21 árs. Auður Sif og Dóra Hrund eru cigcndur háraðgcrðarstofunnar Trít Að láta drauminn rætast (Q </> fO c '3 O) .0 5 g ■8 ® </> « .* oc II ■o 3 C 31 :« 8* * S. Samheldinn hópur í hjarta miðbæjarins Þegar Vikuna bar að garði var í nógu að snúast hjá Dóru og Auði; síminn hringdi lát- laust og stofan var þéttsetin viðskiptavinum. Þær gáfu sér þó tíma til að setjast aðeins niður og ræða um nýju stof- una sína sem þær eru mjög stoltar af. En hvernig skyldi hugmyndin að eigin stofu hafa þróast hjá þeim? „Við höfðum reyndar aldrei gengið með þá grillu að opna okkar eigin stofu, enda báðar ungar og ekki búnar að vera mjög lengi í faginu," segja þær stöllur hlæjandi. Dóra segir að Auður hafi upphaflega átt hugmyndina, viðrað hana við sig og spurt, meira í gríni en alvöru, hvers vegna þær opn- uðu bara ekki eigin hár- greiðslustofu. Þar með fæddist hugmyndin og varð að veru- leika mun fyrr en þær hafði dreymt um. „ Við þróuðum hugmyndina í sameiningu og áður en við vissum af vorum við búnar að fá draumahúsnæðið og hóf- umst þegar handa við allan nauðsynlegan undirbúning," segja stelpurnar. „Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig og við fengum meira að segja alla iðnaðarmenn sem þurfti til að koma húsnæðinu í stand en það kom okkur skemmtilega á óvart því verkefnalausir iðn- aðarmenn eru ekki á hverju strái, eins og flestir vita. Allt gekk sem sagt eins og í sögu með framkvæmdina og áður en við vissum af vorum við búnar að opna okkar eigin stofu. Við vinnurn að sjálf- sögðu báðar á stofunni, ásamt Asgeiri Hjartarsyni. Það var mjög mikill fengur í honum Asgeir, Auður, Dóra Hrund og Biggi við formlega opnun stofunnar þar sem hann er nýkominn frá Ítalíu en hann starfaði á einni þekktustu og flippuðustu hár- greiðslustofunni í Mílanó í eitt ár. Biggi hárgreiðslumaður gekk einnig til liðs við okkur og mun það auka enn frekar á hróður stofunnar. Við erum mjög samheldinn hópur og eigum það öll sameiginlegt að hafa mjög gaman bæði af fag- inu sem slíku og ekki hvað síst samskiptunum við fólkið sem kemur til okkar. Það er mjög breiður hópur fólks sem kem- ur hingað og við höfum nóg að gera. Það er líka mjög gam- an að vinna í miðbænum því hér er svo lifandi umhverfi." Espresso og cappuccino á boðslólum Hvaðan er nafnið Trít kom- ið? „Við tókum okkur það bessaleyfi að nota enska orðið „treat" sem þýðir dekur, en stafsetja það samkvæmt ís- lenskum framburði. Kristján Þorsteinsson, vinur okkar, átti hugmyndina að nafninu og það féll vel í kramið hjá okkur þar sem eitt höfuðmarkmið okkar hér á stofunni er að dekra við viðskiptavinina. Við bjóðum þeim t.d. upp á mjög gott espresso og cappuccino kaffi, auk venjulegs kaffis og seinni part vikunnar erum við með óvæntan glaðning með kaffinu. Auk þess erum við með sódavatn á boðstólum, þannig að allir ættu að geta fengið hressingu við sitt hæfi. Þessi þjónusta hefur vakið ánægju þeirra sem koma í klippingu, strípur eða aðrar háraðgerðir hjá okkur." „Hvers konar stfll er ráð- andi í hártískunni um þessar mundir, að ykkar mati? „Það er eiginlega allt í gangi þessa dagana en ef við eigum að nefna eitthvað sem er ein- kennandi fyrir hártískuna í dag, þá er það einna helst ákveðinn einfaldleiki, eða svo- kallaður „minimalismi". Við segjum gjarnan að minna sé meira. Hárlínur eru mjúkar og eðlilegar og sömu sögu er að segja um litun. Áherslan er ekki lengur á röndótt hár heldur annaðhvort fallega og mjúka heillitun eða léttar strípur." Vikan óskar Dóru Hrund og Auði Sif til hamingju með nýju, glæsilegu háraðgerðar- stofuna.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.