Vikan - 04.01.2000, Side 4
lesandi..
Aðeins einwi
'örð
Gleðilegt ár! Og ekki bara það, gleðiiega
öld og gleðilegt árþúsund, kœru lesendur!
Á tímamótum sem þessum berast almœtt-
inu margar óskir til handa mannkyninu.
En hvers á að óska þegar enginn veit hvað
framtíðin ber í skauti sér?
Á öldinni sem var að líða breyttist heim-
urinn svo hratt að ein kynslóð manna
varð vitni að meiri breytingum en höfðu
orðið allt árþús-
undið þar á undan.
Hvaða breytingar
skyldi ungbarn sem
fœddist nú um ára-
mótin eiga eftir að
sjá á lífsleiðinni?
Að líkindum höf-
um við ekki eintt
sinni hugmynda-
flug til að ímynda
okkur það, því
tœkninni fleygir
svo hratt fram að
við getum engan
veginn gert okkur
grein fyrir því
hvernig hlutirnir
muni þróast.
Það er samt enginn vandi að vita hvers á
að óska. Maðurinn hefur nefnilega breyst
lítið sjálfur, grunnþarfir hans eru enn þœr
sömu og þær hafa alltaf verið. Við þurfum
fœði, klœði og húsaskjól og til þess að
okkur tíði vel þörfnumst við andlegs og
líkamlegs heilbrigðis. Til að öðlast allt
þetta þurfum við aðeins að biðja um eitt
- að mannkyninu veitist sú gœfa að varð-
veita þessa einu jörð sem við eigum.
Það er nefnilega alveg sama hvernig tækn-
inni fleygirfram oghvaða uppfinningar
skjóta upp kollinum; jörðin er heimili
okkar allra og efvið eyðileggjum Itana er
úti um okkttr. Það er jörðin sem gefur
okkurfœði, klœði og húsnœði og lieil-
brigði okkar veltur á heilbrigði hennar.
Hamingja okkar og lífsgœði velta öll á því
hvernig við umgöngumst jörðina og lífið
sem á henni er. Við verðum að vernda
náttúruna, það er ekki lengur spurning
um „sveitarómantík", heldur hvort mað-
urinn lifi eða deyi. Hœttulegustu andstœð-
ingar mannsins og lífsins á jörðinni eru
þeir sem vilja nýta landgœði hennar mis-
kunnarlaust og stunda rányrkju án þess
að sjást fyrir um það hvaða áhrifþað
nmni hafa á lífið á jörðinni og framtíð
mannsins. Það eru þeir sem setja sig á
háan hest og gera lítið úr kröfum þeirra
sem vilja ábyrga afstöðu í umhverfismál-
um, þeir sem gera lítið úr náunga sínum
með því tala yfirlœtislega um „frístunda-
ferðamenn" og „öfgasinna" og vaða síðan
áfram í blindni, rétt eins og afnógu sé að
taka.
Hœttum hér og hugsum! í upphafi nýrrar
aldar skiptir ekkert eins miklu máli og
jörðin og náttúran. EKKERT, þvíhún er
grunnurinn að öllu lífi. Við Islendingar
erum að verða eftirbátar annarra og
skirrumst ekki við að rœna og skaða nátt-
úruna eins og okkur sýnist. Við verðum
að gera okkur grein fyrir að við höfum
engan rétt til að spilla náttúrunni fyrir
börnunum okkar og öðrum sambýlingum
okkar á jörðinni. Við eigum ekki þetta
land, við höfum það aðeins í láni og okk-
ur ber skylda til að skila því í sama horfi
og við tókum við því.
Það þótti ekki bera vott um fyrirhyggju í
gamla daga að slátra mjókurkúnni þar
sem marga munna var að metta. Sama
reglan gildir enn í dag, jörðin erfóstra
okkar, það er hún sem fœðir okkur og
klœðir, það er hún sem veitir okkur skjól
og andleg sem líkamleg heilsa okkar velt-
ur algerlega á heilbrigði jarðarinnar.
í þessari Viku birtist aldamótaspá völvu
Vikunnar sem beðið hefur verið eftir.
Völva Vikunnar er ófeimin við að spá op-
inskátt og nefna nöfn, öfugt við það sem
flestar völvur gera. Hér er spáin hrein og
klár, völvan okkar talar ekki undir rós,
hún reynir ekki að fela sig bak við þoku-
kennda spá sem hœgt er að lesa Itvað sem
er út úr að ári liðnu. Völva Vikunnar þor-
ir! Spáin er stundum ekki öll falleg, en á
henni getum við lœrt að það skiptir máli
hvernig við tökum á okkar eigin málum.
Framtíðin byggist á því hvernig við um-
göngumst hvert annað og jörðina okkar.
Njóttu Vikunnar!
Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri
Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund
Hauksdóttir vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði
Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599
Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson.
Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson. Sími: 515
5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir
Sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður
Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglýsingastjórar: Anna B. Þorsteinsdóttir og
Ingunn B. Sigurjónsdóttir. Vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar
Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð í
áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr
eintak. Ef greitt er með gíróseðli 389 kr pr.
eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði. Unnið
í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin
varðandi efni og myndir.
Áskriftarsími:
515 5555