Vikan


Vikan - 04.01.2000, Side 6

Vikan - 04.01.2000, Side 6
Texti: Fríða Björnsdóttir Ljósmyndir: Bragi Þór Jósefsson í fallegu fjölbýlíshúsa- huerfi í Hattersheím skammt utan uið Frank- furt búa hau Linda Hængsdóttir og Gunnar IVIár Sigurfinnsson sölu- stjóri Flugleiða í Þýska- landi. Þau komu til í augum Þjoðuerja Linda og (iunnar M;ii nicd biirnin sín tvö, Siljn og Andra Stein. Þýskalands í maí árið 1997 með soninn Andra Stein en nýlega eignuð- ust hau litla dóttur, Sílju. Þau eru sammála um að Þjóðuerjar hugsi meira eða að minnsta kosti töluuert öðru uísi um börnin sín en uið ís- lendingar gerum suona almennt. Þar koma börnin framar í goggun- arröðinní, kannski uegna hess að börn eru dýrmætur auður í aug- um bióðar har sem fólki fækkar. Fólksfækkunin á uið um Þjóðuerja sjálfa en ekki innflytjendurna. unnar Már hafði verið sölu- og markaðsstjóri í innanlandsfluginu hér heima á íslandi frá því hann útskrifaðist úr viðskiptafræði í Háskólanum árið 1994. Linda vann hins vegar hjá Ferðamið- stöð Austurlands, sá um að skipuleggja ferðir fyrir þýska ferðamenn og taka á móti far- þegum frá LTU, samkeppnisað- ila Flugleiða. „Yfirmaður sölu- svæðisins í Pýskalandi sagðist hafa ráðið mig í þetta starf, ekki vegna míns ágætis heldur til þess að ná Lindu frá Ferða- miðstöðinni!" segir Gunnar Már og skellihlær. Merkilegur dagur Rúmum fjórum mánuðum áður en Linda og Gunnar Már héldu til Þýskalands fæddist sonurinn Andri Steinn. Fæðing- ardagurinn var viðburðaríkur því svo skemmtilega vildi til að einmitt þá var tekin endanleg ákvörðun um flutninginn til Þýskalands. Gunnar Már tók strax til starfa eftir komuna til Þýskalands en Linda hefur ver- ið heimavinnandi síðan hún kom þangað. Hún var í barns- burðarleyfi í byrjun en stað- reyndin er sú að þýskar reglur gera konurn mjög erfitt fyrir við að fara út á vinnumarkaðinn séu þær með börn undir 3 ára aldri. „Hér er engin dagheimil- ispláss að fá og tekjuskattar háir ef báðir foreldrar fara út að vinna frá litlum börnum. Þjóðverjum fer fækkandi og þar af leiðandi er gert vel við þá sem eignast börn og eru heima hjá þeim. Barnabætur eru háar. miklu hærri en á Islandi, og skattakerfið virkar hvetjandi alla vega ef annað foreldrið er heima og skiptir ekki máli hvort það er pabbinn eða mamrnan." -Segðu okkur svolítið frá starfum Gitnnar Már. „Ég er sölustjóri Flugleiða í Þýskalandi og meginstarf mitt er að skipuleggja sölu á ferðum til íslands, Bandaríkjanna og Kanada. Undanfarin tvö ár höf- um við verið að byggja upp áætlun frá Frankfurt, en það var orðið erfitt fyrir okkur að halda áfram að fljúga frá Lúx- emborgar. Markaðurinn fyrir ferðir til Ameríku er mjög erf- iður og samkeppnin hörð, enda margir sem fljúga þangað frá Þýskalandi. Framboðið er svo mikið að fólk sá ekki lengur ástæðu til þess að fara alla leið til Lúxemborgar til að komast í 6

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.