Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 7
flug til Bandaríkjanna og það
sem verra var, það hætti jafnvel
við að fara til íslands og fór
eitthvað annað í frí. Því var tek-
in sú ákvörðun að fljúga frá
Frankfurt og París í stað Lúx-
emborgar. Við höfum fengið
ákaflega jákvæð viðbrögð
hérna vegna þessa enda er
Frankfurt miðpunktur Þýska-
lands hvað varðar tenginu við
útlönd. Hingað liggja allar leið-
ir og það gildir einu hvort fólk
kemur akandi eftir hraðbraut-
unum, kemur með lest eða vill
nýta sér tengiflug við smærri
flugvelli landsins."
Þjóðverjar „verðmætir"
ferðamenn
„ísland er samt aðalsöluvar-
an, því þar eru mikilvægustu
farþegarnir sem skipta fyrirtæk-
ið og auðvitað íslendinga mestu
máli. Þjóðverjar eru verðmætir
ferðamenn ef hægt er að orða
það svo, dvelja almennt lengur
en aðrir ferðamenn á íslandi og
skilja þar með meiri verðmæti
eftir sig í landinu. Fjölgun
þeirra er því ekki einungis hag-
ur Flugleiða, heldur hagur allra
landsmanna og á það leggjum
við megin áherslur. Þar fyrir
utan er auðvitað fátt skemmti-
legra en að selja fólki ferðir til
íslands."
-Hvað hefur Frankfurt upp á
að bjóða fyrir íslendinga?
„Frankfurt er mjög áhuga-
verð borg. Héðan er stutt í allar
áttir, og ætli fólk að taka til
dæmis flug og bíll um Evrópu
er hvergi betra að leggja upp en
einmitt héðan. Stutt er til
Frakklands, Sviss og Austurrík-
is, suður í Alpana á skíði á vet-
urna og í fjallaferðir á sumrin.
Steinsnar er bæði í Rínardalinn
og Móseldalinn og ekki nema
klukkutíma akstur í Svartaskóg.
Við erum hér nánast í hjarta
Evrópu."
-Er ekkert því til fyrírstöðu
lengur að aka í bílaleigubíl til
Þorbjörg, amman frá Vestmannaeyjum, hefur gam-
an af að heiinsækja fjölskvlduna í Þýskalandi.
Austur-Evrópulandanna?
„Til skamms tíma var ekki
hægt að fara þangað í bílaleigu-
bflum en með batnandi efnahag
fólks í löndum hér fyrir austan
hefur þetta breyst. Bílaleigurn-
ar leyfa fólki reyndar ekki að
fara á BMW, Audi eða Bens
bílum vegna hættunnar á þjófn-
aði en ekkert er auðveldara en
bregða sér til Prag eða Búda-
pest í bílaleigubíl frá Frankfurt
og þetta eru svo sannarlega
skemmtilegir ferðastaðir."
Menningarlíf er mikið í
Frankfurt, tvær óperur og stutt
að fara í óperuferð til Wies-
baden sem er mjög skemmtileg
borg. Hún er auk þess ein af
fáum borgum í Þýskalandi sem
slapp algjörlega við eyðilegg-
inguna í stríðinu. Annað sem
heillar íslendinginn er að hag-
stætt er að versla í Frankfurt,
sérstaklega í janúar þegar útsöl-
urnar eru upp á sitt besta. Þá er
verðið alveg ótrúlegt að sögn
Gunnars Más. „Þú færð mikið
fyrir peningana og Þjóðverjar
eru með vandaðar vörur. Það
sakar heldur ekki að þýska
markið hefur verið veikt gagn-
vart íslensku krónunni að und-
anförnu og allt vöruverð því
mun hagstæðara en ella."
Gott að búa í smábæ
Fjölskyldan á heima í litlu
þorpi, Hattersheim, sem er að-
eins 25 km frá miðborg Frank-
furt. Samgöngur eru þægilegar
og Gunnar Már fer í vinnuna
með lest á morgnana og flytur
hún hann beint í kjallara bygg-
ingarinnar þar sem hann vinn-
ur. Þægilegra getur það ekki
verið.
„Það er gott að búa í svona
litlum bæ og gjörólfkt því að
búa inni í stórborg. Hér er gott
umhverfi fyrir börnin. Mæðurn-
ar í þorpinu eru í barnaklúbbi
og Linda fór strax að taka þátt í
klúbbstarfinu eftir að við kom-
um til Þýskalands. Þar hittir
hún konur sem eru með börn á
sama aldri og Andri Steinn. Um
miðjan október eignuðumst við
svo stelpu sem heitir Silja."
„Bærinn leggur mömmu-
klúbbnum til húsnæði," segir
Linda. „Við getum farið inn og
fengið okkur kaffi og rabbað
saman á meðan krakkarnir eru
úti að leika sér." Mæðurnar eru
bæði yngri og eldri en Linda,
sem er 33 ára gömul, og með
þeim yngri í hópnum. „Við hitt-
umst auk þess reglulega á
kvöldin og hlustum á fræðandi
fyrirlestra og síðan eru málin
rædd. Mikill samgangur er milli
Vikan 7
Hciniiliö í Þýskalundi cr fal
lcgt cn ýmislcgt hcfur |>urft
aft kaupa þar scm fjölskyld-
an kom úr 50 fcrnictra íbiíð
cn hýr nií á 110 fcrmctrum.