Vikan


Vikan - 04.01.2000, Qupperneq 38

Vikan - 04.01.2000, Qupperneq 38
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Sérstæðir mannvinlr frá líðinni iHd Pétur Pétursson, fyrruerandi bulur Ríklsútvarpsins, helur skemmt okkur með frásögnum af mannlífi fyrri tíma í greinum í Morgunblaðinu. Pétur er hafsjór af fréðleik og hekkti persónulega marga af merkustu íslendingum ald- arinnar. Því er ekki úr vegi að spyrja hann hvort einhver ein perséna sé honum minnisstæðari en önnur. 55 Mér kemur í hug Þór- bergur Þórðarson, sá mikilvirki rithöfundur sem sagt var um að ætti eftir að lifa hvað lengst af verk- um sínum í huga þjóðarinn- ar. Ég umgekkst Þórberg talsvert á efri árum hans. Ég hlutaðist til um að Fálkinn gæfi út hljómplötu með upp- lestri Þórbergs og plöturnar urðu reyndar tvær. I huga Margrétar konu Þórbergs var samkeppni milli manns hennar og Halldórs Laxness. Skömmu áður hafði Fálkinn gefið út plötu með upplestri Halldórs á annarri hliðinni en Davíðs Stefánssonar hin- um megin. Margrét sagði að hún fylgdist vel með hvernig plötusalan gengi og hún sagðist hafa spurt af- greiðslustúlkuna hvernig plöturnar seldust. „Hún þekkir mig ekki," sagði Margrét „en hún sagði mér að plötur Þórbergs rynnu út eins og heitar lummur en plata Halldórs hreyfðist varla og það sem seldist væri bara fyrir Davíð." Við ókum Þórbergi oft í Cítroen bíl sem kunningi minn Guðmundur Guð- mundsson, ljóðasjóður, átti og eitt sinni sóttum við hann og Margréti út á flugvöll. Þórbergur vildi vera sjálfra sinna og átti ákaflega erfitt með að sætta sig við að þiggja aðstoð frá öðrum. Hann átti erfitt með gang og við þurftum að koma hon- um vestur á Hringbraut þar sem þau bjuggu á fjórðu hæð. Þegar þangað kom settist Þórbergur í neðstu tröppuna í stiganum og ætl- aði að mjaka sér þannig upp tröppu af tröppu. Frakkinn hans var slitinn og þvældist fyrir honum svo ég fór og sótti teppi og í því bárum við hann á milli okkar upp. Þórbergur undi þessu illa og hafði heljartak á handriðinu í mótmælaskyni en upp fór hann að lokum. Ég ætlaði að hvolfa honum á rúmið í hjónaherberginu en þá var ekki við það komandi að hann lægi Margrétar megin svo ég mátti færa hann yfir í rúm hans gluggamegin. Þeg- ar heim kom var ég svo þreyttur að ég margsagði konu minni að Þórbergur hefði haldið sér fast í hand- ritið en átti þá auðvitað við handriðið. Þegar blysför var farin heim til Þórbergs á af- mæli hans flutti ég ávarp af svölum „umskiftingastof- unnar" á Hringbraut 45. Ég vakti eitt sinn máls á því að reisa ætti Þórbergi styttu á „Astralplani" svokölluðu, grasflöt fyrir sunnan heimili hans. Albert Guðmundsson studdi þá hug- mynd. Svo féll hann frá og ekkert varð úr framkvæmdum. Vin- ir Þórbergs ættu að samein- ast og sjá um verkið." Drenglundaður íhaldsmaður Fyrst ég minnist á Þórberg þá dettur mér í hug Jón Ólafsson. Hann kallaði Þór- berg „drengskökul" og réði hann skítkokk á kútter Haf- stein, skip sem hann átti. Seinna stofnaði Jón fisk- veiðihlutafélagið Alliance og enn síðar varð hann einn af þremur bankastjórum Ut- vegsbanka íslands. Ég hafði fengið loforð Jóns Baldvins- sonar bankastjóra fyrir sendilsstarfi. Það var fyrir klíkuskap. Jón Axel bróðir minn var í stjórn Alþýðu- sambands íslands ásamt Jóni Baldvinssyni. Ég kaus hins vegar að leita til Jóns Ólafssonar þótt hann væri íhaldsmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins þegar ég þurfti fyrirgreiðslu. Að sögn Þórbergs var Jón fúllyndur og grófyrtur á sjó, sjókaldur. En í landi virtist hann vera allt annar og besti karl undir niðri. Ég tek heilshugar undir þessa lýsingu Þór- bergs. Ég varð snemma jafnaðar- maður enda voru bræður mínir pólitískir ogég Hún sagði mér að plötur Þórbergs rynnu út eins og heitar iummur en plata Halldors hreyfðist uarla og hað sem seldist væri bara fyrir Ðauíð. drakk í mig pólitískar um- ræður við matborðið heima. Þannig var að ég hafði sam- mælst um það við vin minn að hjóla austur á Síðu, aust- ur að Kirkjubæjarklaustri og Fossi á Síðu. Vandinn var sá að ég hafði eytt sumarfríinu mínu í vinnu fyrir Alþýðu- flokkinn í kosningum um sumarið og vantaði nokkra aukadaga til að geta farið í ferðina. Ég fór til Jóns Ólafssonar og bað hann um frí og sagði honum eins og var um hvernig ég hafði eytt fríinu mínu. „Varstu að vinna fyrir kommúnista?" spurði Jón. „Nei, Alþýðu- flokkinn," svaraði ég. „O, það er sama rassgatið undir öllu þessu rauða dóti," sagði Jón þá. „Þetta eru bolsar allt saman." En hann dró fram kort og fór að reikna út dagleiðir með mér. Hann bað mig svo að muna sig um að koma við að Keldum á Rangárvöllum og skoða gamlan skála frá miðöldum sem þar er og kemur við sögu í Njálu. „Þó það sé krókur verður þú að koma þar við," sagði Jón. „Ég skal tala við skrifstofu- stjórann og fá frí. Far þú bara." Jón vissi að ég hafði unnið gegn honum í kosningunum, fór m.a. í kjördæmi hans til þess. En hann var það mikill drengskaparmaður og gerði 38 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.