Vikan


Vikan - 04.01.2000, Qupperneq 39

Vikan - 04.01.2000, Qupperneq 39
þetta fyrir strák sem hafði spanderað sumarfríinu sínu í að vinna fyrir andstæðing- inn." En var ekki miklu meiri hiti í pólitíkinni hér áður en nú er? „Jú, en þótt menn séu pólitískir samherjar eru þeir ekki alltaf bestu vinir. Rammir andstæðingar geta reynst betur. Ég varð svo sem eins var við hitt að ég fengi að gjalda skoðana minna. Þannig var ég bók- staflega lagður í einelti um tíma í starfi mínu fyrir Út- varpið. Þá áttu pólitískir andstæðingar það til að leggja út af því í löngu máli í greinum í Morgunblaðinu hvernig ég hefði sýnt and- stöðu við álver í Straumsvík með því að leika lagið Frjálst er í fjallasal í útvarp- inu." Kaupsýslukona og listunnandi Pétri er einnig minnisstæð Anna Friðriksson, kaup- kona í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Hún hafði um- boð fyrir hljómplötur frá mörgum erlendum útgáfu- fyrirtækjum og seldi mikið af erlendum dægurlögum. Henni var svo annt um ís- lenskt mál að hún fékk Freystein Gunnarsson, skólastjóra Kennaraskólans, til að þýða textana og lét þá fylgja með hverri plötu á einblöðungi. „Anna var mikil kaup- sýslu- og auglýsingakona. Hún var frumherji í því að varpa út á götuna danslög- um af þeim plötum sem hún hafði til sölu. Þetta var með- an Reykjavíkurrúnturinn var og hét, sem meðal ann- ars Þórbergur skrifaði um. Fólk gekk ákveðinn hring um bæinn og sumir voru í makaleit. Hljóðfærahúsið var þá í Austur- stræti 1 og af- greiðslustúlkur spiluðu lögin og fylgdust með mannlífinu á strætinu. Seinna flutti verslunin í kjallara þar sem nú er áfengisútsala og lét Anna þá mála gula ör á göt- una er benti á dyrnar. Ein afgreiðslustúlkna hennar sagði mér að eftir flutning- ana hefði verið allt annað að fylgjast með fólkinu sem gekk rúntinn því áður sáu þær „spásseristana" í fullri stærð en úr kjallaranum sáust vegfarendur aðeins upp að hné. Anna var mikill listunn- andi og hún flutti einnig inn marga tónlistamenn til tón- leikahalds hér. Systir hennar rak kjólabúð sem hún kall- aði Ninon eftir heiti á vinsælu dæg- urlagi. Hún stofnaði lista- klúbb og hélt skemmtanir í Rosenberg- kjallaranum, Hótel Skjald- breið og Iðnó. Þannig lifðu og hrærðust þessar systur í heimi listarinnar. Olga Hejrnes og Anna Friðriks- son eiga skilið að þeirra sé minnst." Pétur kann ótal fleiri sög- ur af skemmtilegum íslend- ingum en þessar verða að nægja lesendum í bili en all- ar endurspegla þær á ein- hvern hátt ríkt einstak- lingseðli og sjálfstæði þeirra sem frá er sagt. Vonandi verður einhver sagnaþulur til þess rifja upp og segja frá jafnmörgum litríkum ein- staklingum um næstu alda- hvörf. Vikan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.