Vikan


Vikan - 04.01.2000, Síða 46

Vikan - 04.01.2000, Síða 46
klæðnað hinna gestanna. Ég lít hræðilega út. Hertogaynjan brosti. Fal- legur klæðnaður gæti aldrei komið í staðinn fyrir fallega andlitið þitt. Það var langt síðan ein- hver hafði talað svo hlýlega til Yseyultu. Tárin streymdu niður kinnar hennar. Ég veit ekki hvernig ég get þakkað þér, sagði hún grátklökkri röddu. Þú þarft ekki að þakka mér, sagði hertogaynjan. Við skulum hefjast handa. Nú fer ég niður og tala við ráðskonuna og svo kemur í ljós hvað við getum gert. Hún flýtti sér fram og mætti þjóni sem var á leið- inni upp með farangur Yseultu. Þjónustustúlka fylgdi í kjölfar hans til þess að taka upp úr töskunni. Á leið til herbergja sinna mætti hertogaynjan syni sín- um. Þarna ertu mamma, sagði hann. Ég var einmitt á leið- inni til þín til þess að segja þér að það er búið að bera fram hressingu í Robert The Bruce-salnum. Ég kem, sagði hertogaynj- an. En fyrst verð ég að tala við frú Ross. Frú Ross var ráðskonan. Hertoginn ætlaði að fara að segja að ráðskonan gæti beðið en móðir hans sagði: Ég verð að finna einhver föt á aumingja barnið. Getur þú hugsað þér nokkuð grimmi- legra en að neita henni um ný föt í tvö ár? Hún á engin föt sem passa á hana. Ég gæti vel hugsað mér að segja markgreifanum skoð- un mína á því, sagði hertog- inn reiðilega. Það gæti ég líka, sagði hertogaynjan. Aftur á móti sögðum við honum álit okk- ar með því að senda ekki Yseultu til baka eins og hann vænti. Hertogaynjan beið ekki svars en flýtti sér til her- bergja sinna. Ráðskonan beið hennar í svefnherberginu. Hún hafði verið í þjónustu hertogaynj- unnar í mörg ár. Hvernig hefur þú það, frú Ross, sagði hertogaynjan og rétti henni höndina. Það gleður mig að sjá yður, svaraði ráðskonan og hneigði sig. Ég vil gjarnan að þú reyn- ir að finna föt handa ungfrú Yseultu Corde, sagði her- togaynjan. Hún á engin föt sem passa henni og ég er viss um að hægt er að breyta einhverjum kjólanna minna. Ráðskonan leit undrandi á hana en hertogaynjan hélt áfram: Hún er mjög grann- vaxin svo það verður líklega að þrengja þá. Það er mjög mikilvægt að við finnum fal- legan ballkjól handa henni. Henni fannst miður að kjólarnir hennar voru flestir í dökkum litum. Ung kona, eins og Yseulta, ætti ein- göngu að klæðast hvítu. Láttu mig um þetta, náð- uga frú, sagði frú Ross. Ég geymdi nokkra fallega kjóla sem þér eruð hættar að nota og ýmislegt fleira sem ég vissi að gæti einhvern tímann komið að góðum notum. Hertogaynjan hló. Eins og venjulega hefur þú ráð undir rifi hverju, frú Ross! Þú vær- ir kannski svo góð að fara ræða við ungfrú Corde. Son- ur minn bíður eftir því að ég skenki gesturn okkar te. Hún hikaði aðeins en sagði svo: Hentu svörtu kjólunum hennar í ruslatunnuna. Þar eiga þeir best heima! Hún sagði þetta afsakandi og hertogaynjan fann hvað hún átti bágt með að tala um þetta. Hertogaynjan lokaði dyr- unum og sagði: Hlustaðu nú, Yseulta. Sonur minn sýndi mér bréfið frá frænda þínum og ég er hissa og miður mín yfir því að nokkur maður, svo ég tali ekki um náinn ættingi, geti komið svo hræðilega fram við þig. Auðvitað kemur þú á dans- leikinn. Þótt það sé ekki langur tími til stefnu er ég viss um að okkur tekst að finna handa þér fallegan kjól. Hún sá hvernig birti yfir Yesueltu og hélt áfram: Ég skal líka finna föt sem þú getur notað í dag þegar þið farið til þess að fylgjast með herramönnunum reyna að krækja í lax í ánni. Yseulta stóð með tárin í augunum. Meinar þú þetta virkilega? Ég vil ekki valda óþægindum. En ég geri mér grein fyrir því að klæðnaður minn stingur í stúf við 46 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.