Vikan - 04.01.2000, Blaðsíða 55
margt um manninn og vinkon-
ur mínar vildu endilega fara á
annan bar en þá rak ég augun
í mjög myndarlegan mann,
svo ekki sé fastar að orði
kveðið, og það sem meira var,
hann passaði alveg við lýsing-
una á Nonna sem lét hafði
ekki látið sjá sig. Þessi hugsun
flaug í gegnum huga mér en
svo hristi ég hausinn og hló að
vitleysunni í sjálfri mér. Ég
hugsaði með mér að ég hefði
hitt enn og aftur á einhvern
mömmustrák sem gæti ekki
hugsað sér neitt annað en
einnar nætur gaman. Ég ætl-
aði bara að gleyma Nonna.
Myndarlegi maðurinn
Stuttu seinna var bankað létt
á öxlina á mér og þar stóð
þessi myndarlegi maður og
vildi bara spjalla við mig. Við
tókum tal saman og það gerð-
ist eitthvað óútskýranlegt. Við
gátum hreinlega ekki slitið
okkur hvort frá öðru. Ég hafði
alltaf hneykslast á vinkonum
mínum þegar þær fóru heim
með karlmönnum sem þær
voru að hitta í fyrsta skipti en
þessa nótt tók ég upp sið vin-
kvenna minna og bauð þess-
um geðþekka manni heim
með mér. Ég hafði aldrei fyrr
kynnst öðrum eins manni, mér
fannst ég hafa fundið sálufé-
lagann sem ég hafði leitað að í
mörg ár. Mér fannst ég gjör-
þekkja manninn þrátt fyrir að
við værum að hittast í fyrsta
skipti. Allt í einu fór ég að
voru liðnir tveir klukkutímar
frá því að við ætluðum að hitt-
ast. Hann hafði ekkert hugsað
út í það að hringja á staðinn
og láta mig vita að honum
seinkaði. Hann vissi hvaða
Ég hef aldrei á æuínni uerið jafn stressuð og fyrsta kuöldið
sem uið ætluðum að hittast. Ég mátaði huerja einustu flík í
fataskápnum að minnsta kosti hrisuar sinnum, mér fannst
hárið á mér ómögulegt og mér uar skapi næst að hætta uið.
hugsa um hugboðið sem ég
hafði fengið fyrr um kvöldið
þegar ég sá hann fyrst, að
maðurinn líktist Nonna. Ég
fór að spyrja hann ýmissa
spurninga tengdar tölvum og
hvort hann notaði netið. Hann
varð vandræðalegur en hrein-
skilinn og sagði mér að hann
notaði spjallrásirnar mikið.
Hann hefði átt stefnumót við
konu sem hann kynntist í
gegnum netið en bíllinn hans
bilaði á leiðinni og því varð
hann allt of seinn. Þegar hann
kom á umræddan stað var
konan hvergi sjáanleg og því
hefði hann ákveðið að rölta
aðeins um í bænum. Ég fann
hjartað slá örar og ákvað að
segja honum mína sögu.
Skyndilega gerðum við okkur
grein fyrir sannleikanum. Við
vorum loksins búin að hitta
hvort annað eftir margra
vikna kynni í gegnum tölvu og
uppgötvuðum það uppi í
rúmi!
Þetta var ógleymanleg stund.
Ég vildi meina að hann hefði
skort kjark til að koma á veit-
ingastaðinn en hann vildi alls
ekki viðurkenna það. Bíllinn
hans bilaði á miðri Sæbraut-
inni og það tók óralangan
tíma að koma honum á viðeig-
andi stað. Þegar það var búið
þurfti hann að fara aftur heim
til að skipta um föt því úti var
úrhellisrigning og hann orðinn
gegnblautur. Loksins þegar
hann var kominn niður í bæ
staðir voru mínir uppáhalds-
skemmtistaðir og því ákvað
hann að kíkja inn á þá í von
um að finna mig. Hann sagði
að um leið og hann hefði séð
mig hefði honum fundist eins
og ég væri sú sem hann ætlaði
að hitta en þorði samt ekki að
spyrja á því stigi málsins.
Við erum búin að hlæja mikið
að okkar fyrstu kynnum fyrir
utan tölvuna. Líf mitt hefur
tekið miklum breytingum. Við
höfum verið óaðskiljanleg æ
síðan og ástin blómstrar dag
frá degi. I mínum huga er
þessi maður allt það sem ég
get óskað mér af lífsföru-
nautnum. Við giftum okkur
ári eftir að við hittumst og í
dag eigum við von á okkar
fyrsta barni. Ég hefði aldrei
trúað því að ég leyfði sjálfri
mér að láta hlutina ganga
svona hratt fyrir sig en ég veit
að þetta er hin eina sanna ást
og ég ætla að leyfa mér að
njóta hverrar einustu mínútu.
Lesandi segir
Margréti V.
Helgadóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breytt lífi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu
nafnleyndar.
I iciuiilisf'aiigiO cr: Vikun
- „Lírsrevnslusaga", Seljavegur 2.
101 Rcykjavík.
Ncll'ang: vikan@l'ro(li.is