Vikan - 04.01.2000, Síða 63
Þaö er fátt notalegra svona um
hávetur en að vera lengi í heitu
baöi og vefja sig síðan inn í
hlýjan náttslopp. Það er al-
veg sérlega góð tilfinning.
Um þessar mundir eru
margar verslanir með
mikið úrval af þessum
þarfaþingum og aldrei
að vita nema að
mögulegt sé að fá
góðan náttslopp á
niðursettu verði, nú
rétt eftir hátíðarnar.
Spá Vikunnar
r-ÆtÍJ
Hrúturinn
21.mars-20.apríl
Árið fór vel af stað og nú ertu
tilbúin/n að leggja kapalinn fyrir
farmtíð þína sem þú hefur verið að undir-
búa og safna spilum í. Það er svo spurn-
ing hvernig þú vinnur úr þeirri óvenjulegu
röð sem upp kemur en hitt er Ijóst að þú
hefur bæði hæfileika og getu til að gera
það vel.
Hautið
21. april - 21. mai
Það lítur út fyrir að þú hafir hitt
naglann á höfuðið þegar þú
strengdir þitt heit um áramótin. Vikan verð-
ur stöðug áminning um að standa við heit
sitt og láta ekki undan duttlungum og hvöt-
um sem æpa á þig að svíkja loforðið.
Tvíburinn
22. maí-21.júní
Það er ekki einleikið hvað nýja
öldin lofar góðu fyrir þig og öll
teikn lofa þér upgangi á öllum sviðum. Þú
mátt því huga að öðrum og sérstaklega
þeim börnum sem sitja föst í feni fátæktar
en þurfa bara smá stuðning til bjartrar
framtíðar.
Krabbinn
22. júní - 23. júlí
Þú hefur alltaf haft sterkar
taugar til fjölskyldulífsins og
oftar en ekki dreymt um hina einu sönnu
stórfjölskyldu þar sem allir ættliðir tengjast
og miðla hver öðrum af reynslu sinni og
speki. Nú hillir undir að þessi draumur
þinn verði að veruleika og nýtt skeið taki
við.
Ljónið
24. júlí - 23. ágúst
Á þrettándanum kemur nýtt
tungl, svokallað aukatungl og
ýfir á þér makkann. Þú iðar öll/allur af
krafti og ferð því á álfabrennu. Þar syngur
þú hástöfum jólin út, skýtur upp síðustu
bombunum, skálar í botn fyrir fegurð
landsins og kveður jólasveinana.
Meyjan
24. ágúst - 23. september
Þar sem þú slepptir fram af þér
beislinu við aldaskiptin ertu
nokkuð dösuð/dasaður og ekkert sértstak-
lega æst/ur að æða út og suður. Best væri
bara að hita sér gott „toddý", opna Mozart-
kúlu kassann, kúra undirteppi og lesa
nokkrar jólabækur.
n
24. september - 23. október
Það er ólga í lofti og breytingar
yfirvofandi. Þú grípur rétta
augnablikið og skiptir um gír, tekur nýja
stefnu og brunar inn í annað lífsmunstur. Á
þrettándanum tekur þú af skarið og sendir
gamla jólasveininn í þér með hinum á fjöll
og glottir kumpánlega framan í heiminn.
Sporðdrekinn
24. október - 22. nóvember
Mikið svakalega varstu smart í
aldamótateitinu. Þú bókstaflega
geislaðir af fegurð og allt lagðist á eitt um
að gera þig ómótstæðilega, dressið og
persónutöfrarnir. Enda stóðu augu margra
á stilkum.
Bogamaðurinn
23. nóvember - 21. desember
Framtíðin er eins og ókannað
landsvæði en þú ert nú þegar
byrjaður að undirbúa könnunarleiðangur.
Þar er náttúrulega góður tölvutengdur
klæðnaður nauðsynlegur, bakpoki frá Dell
og augnskyggnuskanni frá Sony. Þá getur
komið sér vel að hafa nýju Tarot spiiin að
spá í á kvöldvökunni.
Steingeítin
22. desember-20.janúar
Nú ertu líklega búin/n að lesa
allar fínu bækurnar sem þú
fékkst í jólagjöf nema kannski þessa þykku
með svörtu spjöldunum? En eftir skrallið á
miðvikudaginn tekst þér að finna lausan
tíma og þú sekkur í þessa merkilegu og
skemmtilegu bók. Skyldan kallar svo um
helgina.
Vatnsberinn
21.janúar- 19.febrúar
Þú ert ekki enn búin/n að átta
þig á að gamlárskvöld er liðið
og nýja öldin þín byrjuð. Kvíddu samt engu
því það er leyfilegt að skála fram að helgi
og kveðja allt gamalt og gott, en þá hefst
nýtt skeið í lífi þínu sem ekki sér fyrir end-
ann á.
Fiskarnir
20. febrúar - 20. mars
Ákveðin ró kom yfir þig þegar
klukkurnar hringdu öldina út og
nýja öld inn og þér fannst hálfpartinn eins
og þú kveddir gamlan vin þegar sú gamla
hvarf. Það var ekki laust við að þú klökkn-
aðir þegar síðustu ómarnir hurfu í myrkrið
og „Nú öldin er liðin..." kvað við úr öllum
áttum.
Amtsbókasafnið á Akureyri
03 591 256