Vikan


Vikan - 18.01.2000, Page 2

Vikan - 18.01.2000, Page 2
í jólablaði Uikunnar var viðtal við tröllkonuna Grýlu og birtust með viðtalinu nýjar og áður óbekktar myndir af henni sem vöktu mikla athygli. Myndirnar eru úr barna- bók sem leyndist í jólabókaflóðinu og heitir Grýlusaga. Gunnar Karls- son myndlistarmaður er höfundur bókarinnar. Myndirnar eru teikn- aðar í tölvu en Gunnar er einn frumkvöðla í gerð tölvuteikni- mynda hér á landi og eru þær hreint frábærlega lifandi og fyndn- ar. Textinn er kvæði sem Gunnar samdi sjálfur og segja sumir að það gefi Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum lítið eftir. Myndskreyttar kuæðabækur fyrir börn voru hluti af uppeldi flestra sem nú eru við að komast á miðjan aldur og muna flestir eftir En hvað það var skrýtið eftir Pál Árdal og kvæðum Jóhannesar úr Kötlum. Þórarinn Eldjárn og Sigrún systir hans gerðu tilraun til að endurvekja þessa hefð fyrir nokkrum árum og nú hefur Gunnar gert hið sama með góðum árangri því Grýlubókin hefur verið útnefnd til Barnabóka- verðlauna Reykjavíkurborgar. Grýlusagan er ekki eina höf- undarverk Gunnars því hann er afkastamikill höfundur sjónvarpsauglýsinga sem vakið hafa mikla athygli og sumar af aug- lýsingum Gunnars hafa hlotið al- þjóðleg verðlaun. Hann skapaði meðal annars mjólkurdropann Dreitil, Svala fyrir Sól ehf, Magna fyrir mjólkursamsöluna, Gotta fyrir Osta og smjörsöluna og auk þess ímyndargrafík fyrir Bíórásina og fl. Nú er hann að vinna að 30 mínútna teiknimynd um Litlu Ijótu lirfuna eftir sögu Friðriks Erlingssonar. '0 ■o V) u <u c </> Vi 3 ■O <D ö) C '5 4* </> X fí Gunnar skapaði einnig hina ófor- betranlegu SS-stubba sem fljúga í flugvél yfir Austurvelli við undirleik og söng barnakórs í sjónvarpsaug- lýsingum. Gunnar átti hugmyndina að þeirri auglýsingu. Grýlukvæði hans er í hefðbundnum bragarhætti og á léttu góðu máli en er hann hagmæltur? „Nei, alls ekki," segir Gunnar hógvær. „Ég hef ekkert ort nema þetta. Ég barði þetta saman mest mértil gamans. Er ekki annar hver maður á (slandi skáld? Ég bjó úti í New York fyrir fimm árum og hafði ekkert betra að gera svo ég dund- aði við þetta. Reyndar er það tengdamóður minni að þakka að ég gafstekki upp." Gunnar segir að útigangskonur New York borgar séu ekki ólíkar Grýlu í útliti og hugsanlega hafi þær á einhvern hátt orðið kveikja að sögunni. „Ég var einnig ósáttur við að búið væri að draga allar vígtennur úr Grýlu og hún orðin að meinlausri kerlingu. Hins vegar hef ég heyrt að margir hiki við að kaupa bókina handa börnum sínum einmitt af þessari ástæðu og vilji ekki eiga á hættu að hræða börn sín." Það kemur manni spánskt fyrir sjónir ef rétt er hjá Gunnari að nú- tímamaðurinn óttist að kynna börn- um sínum óvætt úr íslenskri þjóðtrú þegar flest þeirra eru alin upp við verstu skrímsli á skjánum. Köngu- lóarmaðurinn berst við ógurleg og afskræmd skrímsli annarra vídda á sjónvarpsskjánum og í kvikmynda- u r 111 v húsunum éta risaeðlur fólk í Júra- garðinum. Gunnar hefur áður myndskreytt fjölda barnabóka og má meðal þeirra nefna Litlu greyin, Sollu bollu, Sollu bollu og Támínu og Litla skóg- arbjörninn. Gunnar er mjög óvenju- legur listamaður, hann á að baki ákaflega hefðbundið og strangt myndlistarnám frá sænsku listaaka- demíunni. Málverk hans eru á mörkum súrrealisma og raunveru- leika. Oft er þar blandað saman kyrralífsuppstillingum sem minna um margt á hollensku endurreisnar- málaranna og hefðbundnum and- litsmyndum. í einni mynd Gunnars birtist til að mynda tvö andlit sem 2 Vikan horfa strangt og ákveðið í framtíðina en í bilið á milli þeirra fyllt upp með ávaxtauppstillingu. Einhyrningar og aðrar ævintýraverur birtast einnig í málverkum Gunnars. Hann notar einnig tölvutæknina í myndlistinni. Á síðustu sýningu sinni (Kringlu Kristur) sýndi hann myndir sem hann vann alfarið í tölvu og lét prenta á fjóra fimm metra langa pappírsrenninga. Gunnar gefur sjálf- ur út Grýlusögu svo hann er nú kominn í hlutverk útgefanda líka. Hann er tregur til að játa eða neita að von sé á fleiri bókum en það má alltaf vona. En hér á eftir gefur að líta nokkrar vísur úr Grýlukvæði þessa hógværa hagyrðings. Ekki voru fjarri fjöllin ferleg bjuggu þar öll tröllin. skelfilegust ein var skessa skundar inn í sögu þessa. Jafnan greyið kölluð Grýla, gömul, afskræmd, vegna kýla, haltraði með höndu stóra, heppilega til að klóra. Ýmsar upplýsingar og sýnishorn af verkum Gunnars er að finna á vefnum hans http://www.skripo.is og þar geta börn (og fullorðnir) skrifað Grýlu og mun hún svara eft- ir bestu samvisku.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.