Vikan


Vikan - 18.01.2000, Qupperneq 7

Vikan - 18.01.2000, Qupperneq 7
Ágústa í t'aúmi fjölskyldunnar. stað. Þetta fyrirkomu- lag gekk ágætlega, kfló- in fóru að fjúka af hon- um og þegar upp var staðið, eftir tvö og hálft ár, hafði hann misst 40 kfló. Eg vildi svo ekki sjálf hætta að æfa svo að bóndinn myndi ekki slá slöku við. Auk þess hafði ég gaman af lík- amsræktinni. Maðurinn minn vann mjög mikið og við sáum lítið af hvort öðru þannig að sá tími sem við eyddum saman við æfingarnar reyndist vera okkur dýrmætur og kjörin leið til þess að fá bæði holla og skemmtilega hreyf- ingu. Það gerði okkur líka kleift að njóta sam- vista við hvort annað fjarri tímafrekri vinnu hans og anna- sömum heimilisstörfum mínum. Þegar þetta gerðist voru yngstu börnin okkar þriggja ára tvíbur- ar en okkur tókst með aðstoð góðra vina og fjölskyldu að fá pössun svo við gætum sinnt ræktinni. Ég fann fljótlega að lóðalyft- ingar undir handleiðslu einka- þjálfara áttu mjög vel við mig og innan skamms var ég farin að sjá árangur. Ég varð þess sterklega vör að ég hresstist öll en áður en ég byrjaði að æfa var ég oft mjög þreytt og var farin að halda að ég þjáðist af síþreytu. Eftir að ég hóf reglu- bundna þjálfun hvarf þessi syfja sem leitaði stundum mjög sterkt á mig og ég held að mér sé alveg óhætt að segja að lík- ami minn hafi yngst um mörg ár. Eins og fram hefur komið þá var ég um 74 kfló þegar ég byrj- aði að æfa en held mér núna í 63-64 kflóum. Mesti munurinn var ekki fólginn í því að léttast heldur í hraustari líkama og betri líðan. Ég fann mjög mik- inn mun að þvf leyti og það er virkilega góð tilfinning." Það vakti mikla athygli þegar þú tókst þátt í Vaxtarræktarkeppni íslands árið 1998 eftir einungis árs þjálfun. Varstu ekkert smeyk við að taka þátt? „Nei, í rauninni ekki. Mér hafði gengið vel að þjálfa lík- amann og náð ágætis árangri á frekar stuttum tíma. En ástæð- an fyrir því að ég tók ákvörðun um að taka þátt í keppninni byggðist fyrst og fremst á því að mig langaði til að sýna og sanna fyrir konum að það er allt hægt ef nægilegur vilji er fyrir hendi. Með þátttöku minni vildi ég líka leggja mitt af mörkum til þess að reyna að breyta ríkjandi afstöðu til vaxtarræktarkvenna, en hún hefur einkennst af því að vaxtarræktarkonur séu allar einhver útblásin steratröll sem líti út eins og karlmenn. Það er leiðinlegur hugsunarháttur og alls ekki sanngjarn. Vaxtarrækt- arkonur eru stundum kallaðar „sterakonur" sem er alveg frá- leitt og markmið mitt með þátt- töku var að breyta þessu nei- kvæða hugarfari. Þannig að þetta var eins konar áskorun af minni hálfu! Ég vildi líka sanna að ósköp venjuleg kona gæti þetta. Ég hafði ekki hugsað mér að taka þátt í síðustu keppni, enda er ég kannski ekki mikil keppn- ismanneskja og hafði verið með í þeirri fyrri til að sýna hvað hægt væri að gera. En þá komu til mín nokkrar konur sem sögðu að ég hefði verið þeirra fyrirmynd, svona venjuleg kona, og gefið þeim kjarkinn til að fara að æfa og jafnvel keppa. Þeim fannst ég vera að bregðast þeim á vissan hátt ef ég skorað- ist undan því að taka þátt að þessu sinni og spurðu mig hvers konar skilaboð það væru eigin- lega. Nú, ég ákvað að skella mér aftur í keppni því ég vildi standa á því sem ég hafði áður staðhæft að konur gætu allt sem þær ætluðu sér, en ekki vegna þess að ég vildi endilega verða sigurvegari. Að sjálfsögðu stefndi ég þó að því að ná sem bestum árangri. Vaxtarræktin er einstaklingsíþrótt. Þótt við séum að keppa við hvert annað þá lít ég fyrst og fremst á þetta sem keppni við sjálfa mig." Hvernig upplifun er það að taka þátt í vaxtarræktarkeppni? „Undirbúningur fyrir keppnir er skemmtilegur en töluvert erfiður. Fyrsta vikan reynir all- verulega á þolinmæðina og innri styrk. Maður fer rólega af stað og tekur mataræðið föstum tökum. Mér finnst mjög gott að borða og elska bæði mat og kökur þannig að til byrja með þurfti ég að taka á honum stóra mínum hvað það varðar. Fyrir keppni tek ég ýmislegt út úr daglegu mataræði mfnu og skipti því út fyrir kjúkling og skyr. Eftir fyrstu vikuna er þetta ekki eins erfitt og engu líkara en að líkaminn aðlagist mjög fljótt breyttum venjum og hætti að kalla á sætindi eða óhollustu. Þá fer líkaminn einmitt að sækja í hollustuna. Ég hef gaman af þessu því mað- ur fær óneitanlega mikið „kikk" út úr því að hemja sig og vera algjörlega við stjórn. Ég passa mig á því að verða aldrei svöng og borða 5-6 sinnum á dag, jafnvel þótt ég hafi kannski ekki lyst. Fyrir keppni innbyrði ég um 4000 hitaeiningar á dag en léttist samt. Það er vegna þess að þá æfi ég stíft og er auk þess að borða hárrétta fæðu. Sólarhring fyrir keppni mældist fituhlutfall líkama míns rétt um 5% sem er mjög lítið en hafa ber í huga að þetta lága fitu- hlutfall varir í mjög stuttan tíma, enda er það þáttur í að „skera sig niður" fyrir keppni. Það myndast mikil stemmn- ing í keppnum og það er gaman að öllum undirbúnirignum. Maður er farinn að þekkja mik- ið af skemmtilegu fólki og and- inn hjá okkur er mjög góður. Keppnin sjálf er mjög spenn- andi. I fyrsta skiptið sem ég keppti kveið ég fyrir því að vera á sviðinu og man mjög lítið frá þeim atburði. Það varð bara eins konar „blackout" því ég hreinlega fraus! í sjálfu sér finnst mér allt umstangið og undirbúningurinn fyrir keppn- ina afar skemmtilegt, hef í raun gaman af öllu nema þvf að vera á sviðinu. Það er heilmikið Vikan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.