Vikan


Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 18.01.2000, Blaðsíða 8
Áj>ústa lircppti |)ri(1ja sætirt í vuxtarræktarkcppni Islands árift 1999. því líður vel í því það er fyrst og fremst að mæta í líkamsrækt til þess að styrkja líkama sinn og bæta heilsuna. Fólk skyldi heldur aldrei láta aldurinn setja sér hömlur því maður verður aldrei of gamall fyrir líkams- rækt. Það er aidrei of seint að byrja. Hjá okkur í Betrunar- húsinu æfir áttræð kona sem lyftir lóðum reglu- lega og gerir góðar teygjuæfingar á eftir. Hún kemst meira að segja í splitt, en það er nokkuð sem mig hafði alltaf langað til að geta sjálf og ég dauðöfundaði hana af. Ég tók hana mér til fyrirmyndar og hætti ekki fyrr en mér tókst það. Fyrir konur sem eru að byrja mæli ég sérstak- lega með því að þær fái sér einkaþjálfara því það tryggir bestan árangur. Það er oft erfiðast að koma sér af stað og byrja en í samvinnu við einka- þjálfara verður andlegur stuðn- ingur meiri en ella og þjálfarinn hvetur viðkomandi til þess að gefast ekki upp. Það er ýmislegt sem fólk þarf að breyta þegar það byrjar í líkamsrækt. Það þarf að brjóta upp það munstur sem fyrir er og búa til annað með nýju og breyttu hugarfari. Það getur reynst fólki erfitt en með góðri aðstoð einkaþjálfara er lagður grunnurinn að nýjum lífsstíl. Þolinmæði er ein af þeim dyggðum sem er nauðsyn- legt að halda í heiðri því það gerist ekkert stórvægilegt strax en þá leggja margir upp „show" íkringum vaxtarræktar- keppnir hér á landi og ég held að það sé séríslenskt fyrirbæri. Það hefur bara þróast svona. Að öðru leyti líkjast keppnirnar þeim erlendu. Við förum í ljós fyrir keppni því það er nauð- synlegt að líkaminn sé fallega brúnn. Einnig notum við olíu sem við pöntum að utan en hún eykur enn frekar á dökkan húð- lit. Rétt áður en við stígum á svið berum við svo á okkur annars konar þykka olíu sem lætur húðina glansa. Margir nota olíu fyrir ungbörn. Svo þarf að raka sig frá toppi til táar og þá kemur í ljós að maður er mun loðnari en mann hefði grunað! Það finnast hár á ótrú- legustu stöðum og það er nauð- synlegt að raka þau af annars er hætt við að maður verði eins og jólatré í öllum ljósunum á svið- inu. Bikiníin sem við komum fram í eru langoftast sérhönnuð enda þurfa þau að falla einstak- lega vel að líkamanum og vera þannig í sniðinu að vöðvar fái að njóta sín sem allra best. Bik- 8 Vikan iníið sem ég var í á síðustu keppni var sérsaumað fyrir mig hjá Spor í rétta átt og það var fóðrað og féll mjög vel að lík- amanum." Hvernlg myndir þú ráðleggja konum að bera sig að ef þær ætla að drifa sig í að koma lik- amanum í gott form? „Það er fyrst og fremst að hafa kjark til þess að mæta í lík- amsræktarstöðvar. Það að hafa trú á sjálfum sér og vera já- kvæður er meginmálið og helsta forsenda þess að árangur náist. Við hjónin keyptum líkams- ræktarstöðina Betrunarhúsið ekki alls fyrir löngu og það er mjög gaman að sjá hve fjöl- breytilegur hópur fólks kemur til okkar. Þegar ég var að byrja að æfa þá mætti ég í slitnum og teygðum joggingbuxum sem ég hafði gengið í þegar ég var ólétt, og stuttermabol. Það er löngu liðin tíð að fólk sé að mæta í glimmergöllum eða rán- dýrum, flottum æfingafatnaði í líkamsrækt. Nú til dags kemur fólk í þægilegum fatnaði sem laupana og hætta. Það er ekki vigtin sem skiptir mestu máli heldur seiglan og það að vera sjálfur sannfærður um að geta þetta. Fólk er aldrei of illa á sig komið eða of feitt til að byrja í líkamsrækt. Með því að stækka vöðvana þá eykst brennslan að sama skapi. Sumar konur hræðast að verða of vöðvamiklar en það er óþarfi. Við konur höfum ekki það mikið magn af testósteróni í líkamanum og verðum því aldrei eins „massaðar" og kari- menn. Við sem keppum fáum stundum á okkur harða og óréttmæta gagnrýni um að við séum eins og karlmenn þegar við þenjum vöðvana á sviði. Það skyldi hins vegar taka með í reikninginn að við lítum venjulega ekki svoleiðis út heldur eingöngu þegar við erum að keppa og höfum „skorið okkur verulega niður.” í keppni kvenna taka dómarar tillit til samræmis vöðva og ætl- ast er til að kvenleikinn haldi sér. Ég er persónulega á þeirri skoðun að við vaxtarræktar- konur sé um ímynd heilbrigðrar sálar í hraustum og stæltum lík- ama. Svo er verið að hampa þvengmjóum sýningardömum sem eru flestar í sjúklegu ástandi, afar veikburða og með bauga undir augum. Þetta lyst- arstolsástand hlýtur að skila sér í hræðilegum afleiðingum fyrir þessar stúlkur seinna á lífsleið- inni. Allavega er það nokkuð ljóst að þetta lífsmynstur þeirra er engan veginn hollt og er þveröfugt við það sem við vaxt- arræktarkonur höfum að leiðar- ljósi, en það er að hraustur og stæltur líkami sé það sem við berum virðingu fyrir. Þegar ég er ekki að undirbúa mig fyrir keppni þá lyfti ég lóð- um þrisvar í viku og fer í brennslu kannski einu sinni eða tvisvar. Ráð mín til þeirra kvenna sem hyggjast drífa sig af stað í líkamsrækt er að þora og vilja. Hinn raunverulegi sigur er fólgin í því að öðlast trú á sjálf- um sér." Fg cr pcrsónulcga á þcirri skoð- 11 n að við vaxtarræktarkonur sc iiin íinvrnl hcilhrigðrar sálar í hranstiini og stæltuni líkaina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.