Vikan - 18.01.2000, Page 15
Gore gerist þingmaður
Árið 1976 ákvað Al að bjóða sig
fram til þingmennsku. Honum gekk
vel í hörðum kosningaslag enda
kominn af þekktri þingmannsætt. Að
kosningasigri loknum flutti fjölskyld-
an til Washingtonöorgar, nánar tiltek-
ið í húsið sem Tipper bjó í á æskuár-
um sínum. Nýja starf eiginmannsins
breytti fjölskyldulífinu töluvert mikið.
„Ég held að það sé enginn tilbúinn
að vera í sviðsljósinu. Það er sífellt
verið að horfa á mann, líkt og maður
sé ósnertanlegur í glerbúri. Þetta er
mjög sérstakt. Fólk kynnist þér ein-
ungis að hluta til, líkt og litlum bita af
púsluspili. Um leið og fólkið er búið
að fá smáhluta af manni, er það búið
að ákveða hvernig manneskja maður
er í raun og veru. Mér fannst ég oft
ekki hafa tækifæri á að sýna hvað
raunverulega bjó í mér. I dag er mér
alveg sama."
Þau Tipper og Al eiga fjögur börn,
Karenna 26 ára, Kristin 22 ára (hún
var stödd hérlendis rétt fyrir jólin
ásamt skólafélögum sínum frá
Harvard háskóla), Sarah 21 árs og Al-
bert III, 16 ára. Fjögur börn á tíu árum
útheimtu að sjálfsögðu mikla vinnu
og því starfaði Tipþer ekkert utan
heimilisins til fjölda ára. Verkaskipt-
ingin var augljós. Þegar börnin uxu úr
grasi fór hún að láta tii sín taka og
heilbrigðismálin áttu enn hug hennar
allan. Hún fundaði með sérfræðing-
um vítt og breitt um landið. „Fyrir
nokkrum árum sat fjölskyldan við
eldhúsborðið og snæddi kvöldmat
þegar Albert sagði: „Á morgun er for-
eldraviðtal í skólanum hjá mér. Hvort
ykkar ætlar að mæta?" Ég átti bók-
aðan fund vegna ráðstefnu um geð-
vandamál en Al þurfti að fara á fund
vegna kosninga. Al sagði þá: „Það er
auðveldara fyrir mig að breyta mín-
um fundartíma, ég skal koma." Tipp-
er segir hiklaust að jafnréttið á heim-
ilinu hafi ekki alltaf verið í þessum
farvegi.
Tipper og Al fengu virðingarmikla
titla á síðasta ári þegar Karenna gerði
þau að ömmu og afa. Þau eru að
vonum mjög stolt af barnabarninu.
Hjónin virðast ennþá jafn ástfangin
og fyrir 34 árum þegar þau hittust
fyrst. Þau leiðast gjarnan og þá skipt-
ir engu máli hvort þau eru stödd á
opinberum samkomum eða tvö ein á
ferðalagi. Vinir þeirra segja að Tipper
sé mjög hrifnæm og hugmyndarík. Al
sé hins vegar mjög jarðbundinn og
„Það gefur mér mikíð að
geta stundað Ijósmynd-
un samhlíða öðrum
störtum. Hver mann-
eskja gegnir mörgum
ólíkum hlutverkum. Ég er
eíginkona stjórnmála-
manns, móðir, dóttir,
tengdadóttir o.s. frv.
Ljósmyndun myndar eins
konar kjarna samhliða
öllum hessum hlutverk-
um og ueitir mér
ómæida gleði.“
Vikan 15
í toppformi á
sextugsaidri
Tipper er ein af þessum konum
sem er óstöðvandi þegar hún tekur
sér eitthvað fyrir hendur. Líkamleg
heilsa er henni ofarlega í huga og
hún sinnir heilsurækt af miklum móð.
Sem barn stundaði hún íþróttir af
miklu kaþpi og framan af hafði hún
engar áhyggjur af líkama sínum, var
hæstánægð með hann.
„Eftir að ég eignaðist annað og
þriðja barnið, þá þyngdist ég meira
en ég var sátt við. Ég fór að stunda
líkamsrækt á fullu og varð aftur sátt
við sjálfa mig."
Albert, yngsta barn þeirra Tipper
og Al, varð fyrir bíl að foreldrum sín-
taki hlutina alvarlega. Hún lyfti
honum aðeins upp af jörðinni en
hann haldi henni niðri.
Tipper gaf út Ijósmyndabók
árið 1996 þar sem hún gaf al-
menningi færi á að sjá fjöl-
skylduna í gegnum linsuna á
myndavélinni sinni. Þar má
sjáfjölda myndaafAI íhin-
um ýmsu hlutverkum sem al-
menningur sér hann ekki sinna
á opinberum vettvangi. Tipper
fékk hrós fyrir bókina sína og í
dómum um hana kom fram sú
skoðun að Al væri virkilega kyn-
þokkafullur á myndunum. Tipper
lét það ekki slá sig út af laginu
og svaraði þeirri athugasemd:
„Mér finnst það hið besta mál,
það gæti verið margt verra sagt
um hann en að hann sé kyn-
þokkafullur."
Þrátt fyrir miklar annir sem
varaforsetafrú hefur Tiþper reynt
eftir bestu getu að sinna áhuga-
máli sínu, Ijósmyndun. Hún tekur
myndavélina með sér hvert sem
hún fer. „Það gefur mér mikið
geta stundað Ijós-
myndun samhliða öðr-
um störfum. Hver
manneskja gegnir
mörgum ólíkum hlut-
verkum. Ég er eiginkona
stjórnmálamanns, móðir,
dóttir, tengdadóttir o.s. frv.
Ljósmyndun myndar eins
konar kjarna samhliða öllum
þessum hlutverkum og veitir
mér ómælda gleði. Það sem
mér finnst skemmtilegast við
Ijósmyndun er að ég er alltaf að
fást viö eitthvað nýtt og krefjandi."
um ásjáandi. Hann slasaðist alvar-
lega og var vart hugað líf fyrstu
nánuðina á eftir. Tipger sat við hlið
onar síns og þyngdist um fimmtán
ló á þessum mánuðum.
„Ég lét sem ekkert hefði í skorist
i vissi innst inni að ég þyrfti að taka
ig á varðandi þyngdina. Það var
ira svo erfitt. Veikindin voru góð af-
ikun fyrir sífelldu áti. Ég sagði sífellt
við sjálfa mig: Ég hef ekki tíma til
að hugsa um þetta núna, Albert
þarfnast mín. Maðurinn minn var
sá eini sem sagði: „Þetta er eng-
in afsökun". Einn daginn lét ég
veröa af því að gefa mér tíma til
að sinna heilsunni og pantaði
tíma í líkamsræktarstöð."
Tipper æfir af miklum móð sex
daga vikunnar. Þá hleypur hún í 30-
60 mínútur, fer á línuskauta, hjólar
eða lyftir lóðum. Hún breytti ekki Iffs-
háttum sínum við að verða varafor-
setafrú. Öryggisverðirnir hlaupa bara
með henni og einn þeirra léttist um
10 kíló á fyrstu vikunum.
„Ef ég er stressuð þá er fyrsta
hugsunin mín alltaf sú: Hvenær get
ég farið út að hlaupa! Ég reyni að að-
laga heilsuræktina að þeim aðstæð-
um sem ég er í hverju sinni. Mér
finnst yndislegt að hlaupa um göt-
urnar í ólíkum borgum. Ég nýt
þess að stunda líkamsrækt og á
meðan finnst mér ég geta hugs-
að svo mikiö í ró og næði."
Tipper hugsar ekki bara um
hreyfingu, heldur gætir hún líka
vel að því hvað hún lætur ofan í
sig. Hún borðar mikið af hráu
grænmeti og ávöxtum en forð-
ast sætindi. Samstarfsmenn
hennar kvarta gjarnan yfir því
að hún bjóði bara upp á gul-
rætur á meðan aðrar háttsettar
konur bjóði upp á kökur og
önnur sætindi.
Tipper Gore er rúmlega
fimmtug en er ungleg í útliti og
hæstánægð með líkama sinn.
Hún kvíðir því ekki að eldast,
finnst það jafnvel tilhlökkunarefni.
„Ég er mjög spennt. Þegar maður
eldist verður maður ánægðari með
sjálfan sig. Ég veit líka núna að ég
mun aldrei geta gert öllum til hæfis.
Þegar ég varð fertug rann allt í einu
upp fyrir mér að ég er ég og fólk
verður bara að taka því. Ég ætla ekki
að breyta mér til að geðjast að öðr-
um."