Vikan - 18.01.2000, Side 16
Texti: Jóhanna Hardardóttir
Stjórna foreldrar þínir samskiptum ykkar?
Foreldragildran
Manstu hvernig samband foreldra þinna var?
Bjuggu þau í góðu og ástríku hjónabandi eða var sambúðin stirð og leiðinleg?
Þetta getur haft áhrif á hvernig þér líður með maka þínum...
Það er algengara en
nokkur gæti trúað að
fólk mótist af sam-
bandi foreldra sinna.
Þeir sem alast upp við rifr-
ildi og skærur eiga á hættu
að festast í sama farinu sjálf-
ir án þess að taka eftir því.
Þeir sem alast upp við góð
tjáskipti ætlast til þess að
þeirra samband verði einnig
þannig og þeir ganga beint
til verks og ræða málin opin-
skátt. Þeir sem kynnast
framhjáhaldi og tortryggni
eiga margir erfitt með að
treysta maka sínum og sum-
ir þora jafnvel ekki að binda
sig.
Það er einstaklingum og
pörum hollt að skoða sam-
band foreldra sinna og
reyna að átta sig á hvort
ákveðnir þættir úr bernsk-
unni geti óafvitandi verið að
eyðileggja sambandið við
makann og hvað sé hægt að
gera til að treysta það.
Susan Quiiliam er höfund-
ur bókar sem heitir Listin að
vera saman og fjallar um
það hvernig fólk notar
ósjálfrátt lært atferli í sam-
skiptum sínum við hitt kyn-
ið, án tillits til þess hvort
það hefur góð eða vond
áhrif á sambandið. Susan
kennir fólki að leita skýr-
inga á hegðun sinni og læra
af því. Hún gefur upp
nokkrar spurningar sem við
eigum að svara og best er að
báðir aðilar svari spurning-
um og síðan séu svörin bor-
in saman.
Spurningarnar eru
þessan
1. Hverjar eru mínar bestu
minningar um samskipti
foreldra minna?
2. Hverjar eru mínar verstu
minningar um samskipti
þeirra?
3. Rifjaðu upp þrjú minnis-
stæð atriði sem standa
hæst í hjónabandi for-
eldra þinna?
4. Hvað lærði ég af hegðun
móður minnar um fram-
komu kvenna við eigin-
mann sinn?
5. Hvað lærði ég af hegðun
föður míns um framkomu
karla við eiginkonu sína?
6. Svaraðu af einlægni:
Hversu líkt hjónabandi
foreldra minna er sam-
band mitt við maka
minn?
Ef þú svarar þessum
spurningum samviskusam-
lega kemstu að því hvað er
þér heilagt í sambandi milli
kynjanna. Ef svör þín og
maka þíns eru mjög ólík er
meiri hætta á að garnlir
draugar geti spillt sambandi
ykkar. Vikan tók saman
fjögur algengustu dæmin um
það hvernig lærð hegðun úr
fortíðinni spillir hjónabönd-
um og samböndum. Kannast
þú við eitthvert þessara
dæma?
Foreldrar mínir uoru
allt of ástfangnir
„Mamma og pabbi hafa
verið ástfangin eins og ung-
lingar þau 26 ár sem þau
hafa verið gift. Þau eru alltaf
saman og fara frekar tvö ein
út að borða en að gera eitt-
hvað skemmtilegt með fé-
lögunum. Ég gefst alltaf upp
á öllum samböndum því mér
finnst þau öll misheppnuð
og allir karlmenn tillitslaus-
ir."
Suar: Það er gott að eiga
ástfangna foreldra meðan
maður er barn, en það er
erfitt að finna hliðstæðu
þegar maður er sjálfur orð-
inn fullorðinn og fer að leita
sér að maka.
Algengar afleiðingai:
Mörgum finnst enginn nógu
ástríkur til að getur uppfyllt
þær kröfur sem þeir gera til
makans. Þeir fyllast vonleysi
og þegar koma upp ásteyt-
ingarsteinar í sambandinu
gefast þeir upp og eru vissir
um að svona deilur sé aldrei
hægt að leysa. Svona góð
hjónabönd eru að sumu leyti
erfið fyrirmynd því það
getur komið upp ágreining-
ur og misskilningur í jafnvel
hinum bestu samböndum.
Það sem skiptir máli er
hvernig ágreiningsmálin eru
leyst.
Lausn: Gerðu þér strax
grein fyrir að ekkert sam-
band er fullkomið, ekki einu
sinni samband foreldra
þinna. Það koma upp
ágreiningsmál í öllum sam-
böndum fyrr eða seinna,
það er aðeins sjálfsagður
hluti af því að tvær mann-
eskjur eru í nánu sambandi
hvor við aðra. Foreldrar
þínir hafa borið gæfu til að
finna lausnir á vandanum og
þú hefur jafna möguleika og
þeir ef þú fellir ekki goð þitt
af stallinum við fyrsta vand-
ann sem kemur upp milli
ykkar.
Foreldrar mínir rifust
stöðugt
„Þótt mamma og pabbi
séu búin að vera saman í 19
ár þá hafa þau rifist stöðugt.
Helstu minningar mínar úr
æsku eru um það þegar
mamma var að koma heim
úr vinnu og réðst á pabba
með skömmum og hann
hreytti í hana ónotum á
móti. Ég geri þetta líka en
kærastinn minn þegir bara.
Ég er vön þessu svo ég læt
bara allt vaða þegar ég er
pirruð og reið, ég reyni
aldrei að halda friðinn, mér
finnst það ekki skipta máli."
Suar: Það er næstum eins
óhollt að hlusta á stöðug
rifrildi eins og að verða vitni
að framhjáhaldi. Viðkom-
andi fær á tilfinninguna að
samband snúist eingöngu
um að fá sínu framgengt.
Algengar afleiðingar:
Stöðug rifrildi eru merki um
valdabaráttu og sýna fram á
að einstaklingarnir hlusta
ekki hvor á annan. Rifrildi
eru leiðinlegur ávani og
koma í veg fyrir að raun-
verulega sé tekið á vanda-
málunum og þau leyst. Þeir
sem alast upp við rifrildi
halda oftast þeim sið og