Vikan - 18.01.2000, Page 21
Það er ekki þar með sagt að konur dreymi um ropandí karlmenn með
sorgarrendur undir nöglum og magann slútandi yfír pað allra heilagasta.
Tibet, þar sem Brad Pitt
klöngraðist yfir Himalayafjöll-
in matar- og peningalaus og
svo að segja án vonar um að
þrauka. Pað var hins vegar
deginum ljósara að hann hafði
hárblásara og farðakrukku
með í för. Svo var það Titanic,
dýrasta kvikmynd (og væmn-
asta) allra tíma sem var ætlað
að vera eins konar Gone With
The Wind okkar tíma, en hver
hreppti aðalhlutverkið? Ung-
lingspiltur að nafni Leonardo
DiCaprio sem var varla nógu
gamall til að vaxa grön hvað
þá heldur nægilega sterkur til
að halda á Kate Winslett.
Það lítur út fyrir að síðustu
ár aldarinnar sem var að ljúka
hafi verið tileinkuð stelpu-
strákum. Það er ekki nóg með
að karlmenn líti út fyrir að
vera stelpulegir og viðkvæmir;
þeim virðist líða þannig líka.
Meira að segja hið ósigrandi
karlmennskuvígi Breta, fót-
boltinn, er fallið í valinn sem
sést best á því að það kemst
enginn knattspyrnukappi í
innsta hring Manchester
United nema hann sýni nýj-
ustu fatatískuna á sýning-
arpöllum eða eigi fræga kær-
ustu, sbr. David Beckham og
Viktoríu kryddpíu. Svo er það
Ruud Gullit, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Chelsea,
sem er kominn með sitt eigið
vörumerki innan tískuheims-
ins. Myndir af honum prýða
nú strætisvagna Lundúnaborg-
ar. Á nærbuxunum.
Böluun líkamsræktar-
menningarinnar
Nútíma karlmenn virðast
vera á höttunum eftir ýmsu
sem til þessa hefur verið talið
tilheyra reynsluheimi kvenna.
Þeir nota naglalakk, þeir lesa
tímarit um tísku og samskipti
kynjanna, þeir tala um tilfinn-
ingar sínar, fara í ljós og puða
við magaæfingar. Þeir hafa
líka áhyggjur af því að rassinn
sé ekki nægilega stæltur. Sum-
ir láta plokka sig og aðrir raka
sig reglulega undir höndunum
eða jafnvel á öðrum viðkvæm-
ari líkamshlutum. Nýjasta lík-
amsvandamál karla hefur
hlotið nafngiftina „Vöðva
dysmorphia" sem er eins kon-
ar öfugsnúin útgáfa af lystar-
stoli kvenna. Þeir sem þjást af
þessari sálfræðilegu truflun
eyða svo miklum tíma í
líkamsræktinni að þeir missa
alla skynjun á eðlileg stærðar-
hlutföll vöðvanna. Þeir kvelj-
ast af ómótstæðilegri löngun
til þess
að fá
stærri
vöðva.
Þessir
menn
vigta sig
mörgum sinnum á dag,
spegla sig út í eitt og
eru sjúklega háðir lík-
amsræktinni. Það skipt-
ir engu þótt þeir séu
orðnir mjög vöðvamikl-
ir og flottir, þeim finnst
þeir vera asnalegir og
klæðast víðum fötum til
þess að hylja líkamann,
sem þeim finnst veiklu-
legur og skammast sín
Hvað er
orðið um
karlmann-
lega harð-
jaxla eins
og Tommy
Lee Jones?
Knattspyrnu-
kappinn
og Krydd-
píugæinn
David
Beckham
auglýsir
hárkremið
Brylcreem.
Leonardo
DiCaprio var
varla nógu
gamall til að
burðast um
með Kate Win-
slett í Titanic.
Brad Pitt þvælist um
Himalayafjöllin og tekur
ekki hattinn niður nema
hann finni innstungu fyrir
hárblásarann sinn.
fyrir.
Konum
finnst karlmenn
sætastir eins og
þeir eru frá
náttúrunnar
hendi, rétt
mátulega stælt-
ir, örlítið þétt-
vaxnir eða bara grannir. Mesti
kynþokkinn er í raun falinn í
þeirri afstöðu karlmanna að
vera afslappaðir og láta sér
standa á sama um kremdollur,
handsnyrtingu og silkinærbux-
ur. En það er ekki þar með
sagt að konur dreymi um rop-
andi karlmenn með sorgar-
rendur undir nöglunum og
magann slútandi yfir það allra
heilagasta. Konur hrífast
heldur ekki af smástrákunum
sem eru að ryðja sér rúms í
tísku- og kvikmyndaheimin-
um. Þessar týpur karlmanna
sem eru með útlitið á heilan-
um og rembast við að láta sem
útlitið sé einfaldlega meðfætt
og áreynslulaust af þeirra
hálfu að líta vel út. Það sem
konur vilja eru karlmenn sem
eru ekki sífellt að reyna að
vera eitthvað annað en þeir
eru og sem hégómi og duttl-
ungar hafa ekki náð tökum á.
Karlmenn sem hafa um eitt-
hvað merkilegra að hugsa en
hvort maginn sé grjótharður
og hvert hár á réttum stað.
George Clooney harðneitar
að nota skurðstofuhúfu í
Bráðavaktinni því það ruglar
hárgreiðsluna hans.
Konur ættu að skoða kvik-
myndirnar um Star Wars aftur
og sjá hvernig smekkur þeirra
á karlmönnum hefur þróast
með aldrinum. í bernsku er
líklegt að þær hafi dýrkað og
dáð hinn ljóshærða, strákslega
Luke Skywalker. Það er mað-
ur sem væri hins vegar líkleg-
ur til að laumast í snyrtivör-
urnar þeirra. Svo voru þær
ánægðar með sjálfar sig þegar
þær urðu þroskaðri og ákv-
áðu að Han Solo væri sá sæt-
asti. En með því að horfa á
nýjustu Star Wars myndina
komast konur að því að þær
hafa uppgötvað ósvikinn þyn-
þokka hjá þeim sem kærir sig
kollóttan um föt og útlit. Ertu
með á nótunum? Chewbacca -
þar er loks kominn hinn full-
komni kærasti. Gjörsamlega
laus við allan hégóma. Hann
rakar sig ekki einu sinni.