Vikan


Vikan - 18.01.2000, Side 25

Vikan - 18.01.2000, Side 25
af," segir 29 ára kona. „Ég var að vinna úti á landi og hann bjó þar. Við dönsuðum saman allt kvöldið og vorum eftir það óað- skiljanleg þar til ég þurfti að halda heim um haustið. Sökn- uðurinn var hins vegar svo mik- ill á báða bóga að hann var kominn á eftir mér örfáum vik- um seinna. Hann bjó heima hjá mér, byrjaði í námi og við vor- um óskaplega hamingjusöm. Ég leigði íbúð með bestu vinkonu minni og óhjákvæmilega þurft- um við að umgangast hvert annað mjög náið. Þeim kom vel saman og til að byrja með gladdi það mig en fljótlega taldi ég að ýmislegt benti til þess að annað og meira en bara velvild og vinátta byggi að baki hjá vin- konu minni. Ég treysti honum og trúði að tilfinningar hans ristu jafndjúpt og mínar svo ég hafði ekki beinlínis áhyggjur. Ég reyndi að tala við hana en hún neitaði staðfastlega að hún væri skotin í honum og sór og sárt við lagði að þótt svo færi að hún fyndi fyrir einhverju slíku myndi hún aidrei gera neitt til að nálgast hann mín vegna. Mér varð rórra við þella. Þegar þau lilkynntu mér nokkru síðar að þau væru ástfangin og á leið í sambtið í annarri l'búö lékk ég mikið áfall. Eg hef enn ekki komist yfir það, því að missa beslu vinkonu sína og manninn sem maður elskará sama tíma erverra en nokkurgelur ímyndað sér.“ Vinálla þarf ekki alllaf að vera löng til að vera dýrmæt. Það kemur fyrir að fólk hittist og nær strax svo vel saman að það er eins og það hafi þekkst árum saman. Slíkir vinir eiga hug manns allan eftir að kynni takast og stundum endist vin- áttan og stundum ekki. „Ég kynntist stelpu þegar ég byrjaði í menntaskóla sem varð strax mikil vinkona mín," segir ung kona. „Hún var mikill grallari og við brölluðum margt skemmtilegt allan veturinn. Hún var utan af landi og leigði Stundum kemst elskhugi eða maki upp á milli vina. íbúð í bænum á meðan hún stundaði nám. Eins og nærri má geta dvaldi ég þar öllum stund- um, enda var þar enginn full- orðinn til að slá á gleðskapinn hjá okkur og oft gengu lætin út í öfgar. Um sumarið fór hún heim til sín og ég brá mér í sveitina til hennar um verslun- armannahelgina til að skemmta mér. Við fórum á ball í félags- heimili í grenndinni, mitt fyrsta alvöru sveitaball. Ég var ókunnug stelpa og strákarnir í nágrenninu kunnu að meta nýjabrumið. Mér leið eins og prinsessu allt kvöldið, var eftirsótt sem aldrei fyrr og hefði skemmt mér konunglega ef ekki hefði verið fyrir nær- buxurnar mínar. Þær voru af þeirri gerðinni sem alltaf rann inn á milli rasskinnanna hvernig sem reynt var að renna þeim á sinn stað. Ég gat ekki dansað þegar nærbuxnaskammirnar léku þennan leik og var alltaf að hlaupa afsíðis til að laga þær. Ég bar mig upp við vinkonu mína og hún ráðlagði mér að fara úr buxunum og stinga þeim í vasann. í fyrstu var ég treg til cn þegar þær lélu ekki af stríðni sinni vió mig gerði ég það sem hún hafði stungið upp á. Og þvílíkur munur. Ég gat notið mín til fulls og gerði þaö þang- að til tími var komin lil að halda heim. Bróðir liennar keyrði okkur á ballið í jeppa pabba þeirra og kom sömuleið- is að sækja okkur. Ég var í stultu víðu pilsi og berleggjuð því leggirnir voru dokkbrúnir eftir úlivinnu allt sumariö og ég vildi leyfa þeim að njóta sín. Við löbbuðum til móts við jepp- ann og skyndilega kom vind- hviða og lyfti pilsinu mínu. Þrýstinn hvítur bakhlutinn á mér blasti við öllum þeim sem stóðu á tröppunum og ég flýtti mér eldrjóð upp í bílinn og hélt að mér pilsskrattanum. Vinkona mín og bróðir henn- ar hlógu ósköpin öll en mér leið hálfömurlega. Þótt þetta væri ekki beinlínis henni að kenna gat ég ekki fullkomlega slappað af í návist hennar eftir þetta. I hvert skipti sem ég sá hana datt mér atvikið í hug og fann fyrir vandræðagangi og feimni. Hún kom aftur í skólann um haustið en datt út úr námi um jól. Ég var hálffegin að þurfa ekki að hitta hana en lengi sá ég samt eftir gleðinni og fjörinu sem alltaf ríkti þegar við vorum saman." ðfund fylgir auðnu Til að konum geti liðið vel á vinnustað þurfa þær að eiga góða vini meðal samstarfsfólks síns. Yfirleitt taka konur góðan starfsanda fram yfir von um stöðuhækkun eða ögn hærri laun. Séu konur ánægðar á vinnustað þarf yfirleitt eitthvað mikið að koma til áður en þær segja starfi sínu upp. .J yrir nokkrum árum vann ég hjá lillu fyrirtæki," segir ung kona. „Með mér vann kona nokkru eldri en ég sem var ofsalega hress og alincnnileg. Við urðum fljótt miklar vinkon- ur, fórum úl að skcmmta okkur saman og hittumst oft ulan vinnutíma. Ilún hafði unnið hjó fyrirtækinu mun lengur en ég og þegar ég fékk slöðuhækkun varð hún mjög reið. Fljótlega fór að hera á því el ég þurfli að segja henni fyrir verkum að hún kaus að hunsa það eins lengi og hún gat. Kæmi ég með tillögur að vinnutilhögun fann hún því allt til foráttu og gerði jafnvel grín að uppástungum mínum. Ég leiddi þetta allt hjá mér og taldi að hún þyrfti bara tíma til að jafna sig. í stað þessa að lag- ast versnaði ástandið hins vegar stöðugt. Hún gekk sífellt lengra og það endaði með að hún setti sig ekki úr færi að móðga mig. Eitt sinn vorum við að vinna að viðamiklu verkefni og ég hafði gleymt að taka saman skjöl sem við þurftum á að halda. Hún leit þá á mig með yfirlætissvip og sagði: „Mikið hlýtur loftið að vera þunnt á þinni plánetu því ekki getur þú kennt aldri um gleymskuna." Mér var nóg boðið þegar hún sagði þetta og tilkynnti henni að ég gæti ekki unnið með henni lengur ef hún ekki léti af hegðun sinni. Síðan fór ég til yf- irmanns okkar beggja og sagði honum það sama. Hann vildi ekki taka af skarið en bað mig að vera þolinmóða og reyna til þrautar að laga samkomulagið. Ég var hins vegar búin að fá mig fullsadda af því að reyna svo ég sagði upp. Hann reyndi enn að telja mig á að vera áfram en var ekki tilbúinn að lara sjálfur og segja henni að hún yrði að sælla sig við þá slaðreynd að ég vieri hierra setl og henui bæri að sýna mér virð- ingu. Ég var viss um að ástand- íð myndi ekki lagast án þess og það varð úr að ég hætti." Þóll oft liggi ríkar áslæður að baki vinsHta eru þau aldrei sárs- aukalaus. Sá sem brotið cr gegn saknar vinarins þrátt fyrir allt og sárindin eru olt longi að hverfa. I linn situr uppi með skömmina og söknuð ekkci I síður en sá sem hann fórnaði vegna einhverra annarra hags- muna. I dægurlagi segir að góð- ur vinur geti gert kraftaverk og þeir hafa jafnan verið taldir gæfumenn sem eiga raungóða vini sem endast ævilangt. Göm- ul kona sagði eitt sinn að það væri sama hversu vel þú færir með hlutina þfna þeir hefðu að- eins ákveðinn endingartíma svo gengju þeir úr sér, væri hins vegar vel með vin farið þá ent- ist hann þér allt lífið. Vikan 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.