Vikan


Vikan - 18.01.2000, Síða 35

Vikan - 18.01.2000, Síða 35
 I B 1 1 1 L J iV Iþennan rétt er best að nota gott heimalagað kjúklingasoð. Það er upplagt að nota soð frá hæn- unni sem notuð er í spergil- káls og kjúklingasalatið hér á eftir. I pottinn með hæn- unni eiga að fara u.þ.b. 3-4 lengjur af sellerí, 4-5 gulræt- ur, 1-2 laukar, salt og pipar eftir smekk. Gott er að eiga soð sem þetta í ísskápnum og þá er hægt að útbúa margar góðar súpur úr því. Ef þið eigið ekki soð í þenn- an rétt þá er hægt að nota góðan kjúklingasúputening. Einnig er þessi réttur góður með öðru grænmeti og um að gera að nota það sem hverjum finnst best og jafn- vel að blanda saman teg- undum. Þetta er bragðgóð- ur og einfaldur réttur ýmist sem meðlæti með kjöti eða fiski eða einn og sér með góðu salati og brauði. 2 stk. kúrbítur. 2 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif marin 1 bolli góð hrísgrjón 2 msk. smjör 11/2 bolli kjúklingasoð 1/2 bolli hvítvín salt parmesan ostur, rifinn. Kúrbítur og hvítlaukur eru látnir meirna í olíu. Þetta er síðan fjarlægt af pönnunni. Steikið hrísgrjón smástund í smjörinu þar til þau eru gullinbrún. Þá eru grjónin sett í pott ásamt kjúklingasoði og hvítvíni. Suðan látin koma upp. Bætið salti út í. Sjóðið við vægan hita þar til hrísgrjón- in eru mátulega soðin í u.þ.b. 15-20 mín. Síðustu 5 mín. er grænmetið látið ofan á hrísgrjónin. Borið fram í pottinum. Rifinn parmesan ostur er borinn fram með þessum rétti. Vikan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.