Vikan


Vikan - 18.01.2000, Page 40

Vikan - 18.01.2000, Page 40
H I imlKMfl lill Eg legg bókina frá mér á sængina og horfi upp í loftið. Ég þekki þetta loft orðið nokk- uð vel, enda búin að liggja hér á sjúkrastofunni í tvo daga. Ég gjörþekki stangirnar sem festar eru við loftið og halda uppi slánum með tjöldunum sem dregin eru á milli rúmanna til að tryggja hverjum sjúklingi svolítið "prívasí." Þarna er líka reykskynjarinn. Hann kalla ég sím- svara í minningu ruglings dóttur minnar sem kallaði nýuppsettan reykskynjara, heima í stofu, óvart símsvara. Síðan heita reykskynjarar símsvarar á okk- ar bæ. Þessi símsvari blikkar við og við rauðu, blíðlegu ljósi og raskar því lítt rónni á sjúkra- stofunni. Það sér starfsfólkið um, sem hrindir upp hurðinni fyrir allar aldir og tekur til við dagskrá dagsins. Það þarf að hrista kodda, mæla hita, gefa vökva í æð og draga gluggatjöldin frá svo sjúklingarnir fái dagsbirtuna líka í beint í æð. Því næst dettur allt í dúna- logn fyrir utan glaðlegar raddir hjúkrunarfræð- inga, sjúkraliða og ann ars starfsliðs sem ber- ast utan af gangi. Þeir einbeittustu ná þó að dotta aftur um stund. En hafi þeim tekist það, hrökkva þeir aftur upp um áttaleytið þegar undarleg tíðni mjós, hvells og framandi róms taílensku ganga- stúlkunnar gellur á hlustunum: "Morgunverður, gjörðu svo vel." Hún hljómar eins og upp- taka af segulbandi sem spiluð er dag eftir dag. Svo bíður maður. En enginn birtist morgunverðurinn. Ann- an daginn veit maður hins veg- ar af biturri reynslu að ætlast er til þess að sjúklingar taki á sig rögg, nuddi stírurnar úr augun- um og drífi sig frammúr og sæki árbítinn sjálfir fram á gang. Stundum er loftborinn að a vísu á undan þeirri tælensku. . . Hann byrjar að Hrf y* glíma við grjótið fyrir utan gluggann um áttaleytið, í kapp við eintóna köil henn- ar. Rúmið hristist þægilega og blómavasarnir dansa léttan dans á náttborð- inu. Ég brosi bara og treð eyrnatöppunum í eyrun og breiði sængina upp fyrir haus til að draga úr drununum. Að vísu heyri ég þá síður morgun- verðarkallið, en hrekk upp þegar blómavasinn dansar fram af borðbrúninni og ég fæ yfir mig kalda vatnsgusu með rósailmi. Hávaxin, glaðleg kona íklædd hvítum sloppi kemur þegar ég hef þrýst á hnapp- inn. Hún þrífur bleytuna, býður blómavasanum upp í annan dans, mér þurran jakka og spyr svo hvernig mér Iíði. „Bara nokkuð vel, takk.“ „Varstu búin að fá mælir?“ spyr hún og horfir skælbrosandi á mig. „Viltu eyrnamælir eða rassmæl- ir í rassinn?“ „Þakka þér fyrir,“ svara ég og hneppi nýja jakkanum að mér. „Það er afgreitt." Hún lætur sig hafa það. „Bráðum færðu að tala við Víð- ir læknir," tilkynnir hún. Breitt bros hennar nær vel til augn- anna sem tindra af kæti. Þetta er virkilega lífsglöð manneskja. Það fer ekki á milli mála. „Já, þakka þér fyrir, ég veit,“ svara ég og halla mér aft- ur á koddann. Ég sé ekki betur en hún blikki mig kankvíslega þegar hún hverfur aftur út um tjöldin. Tíminn líður. Loftborinn þagnar. Er líklega í kaffi. Ég fer að ókyrrast. Þarf að fara á salernið. Viðhaldið, stöngin með vökvapokanum fer með. Við lokum okkur inni á baðinu og stúderum leiðbein- „Við uera búinn að fínna að þú ert með útanlegsfóstúr. “ „Neei,“ uoga ég mér að segja. „Það held ég geti nú ekki ueríð.“ ingar við handþvott meðan náttúran hefur sinn gang. Þrátt fyrir að ég sé komin á miðjan aldur vakna ég upp við þann vonda draum að ég hef líklega aldrei þvegið mér rétt um hendurnar. Leiðbeiningarn- ar segja að notast skuli við oln- bogann til að skammta sápu úr pumpuflösku, sáp- unni skuli núið um hendurnar í fimmt- án sekúndur undir vel volgu, rennandi vatni. Og „nota bene, fimmtán sekúndur er þó nokk- ur tími. Og ekki skyldi maður þurrka hendurnar á eftir hand þvottinum. Ó nei. Það á að þrýsta pappírnum eða handþurrkunni á hend urnar, ekki þurrka. Hafi maður skrúfað fyrir kranann með berurn höndum eftir athöfn sem þessa hefur maður einnig farið alveg rangt að. Handþurrkuna skal nota til að skrúfa fyrir kranann. Viðhaldið og ég erum þakklát fyrir að kunna þetta loks og för- um með rétt þvegnar hendur aftur inn á stofuna. Ég sest á rúmbríkina en viðhaldið stend- ur teinrétt við hlið mér. Konan í næsta rúmi hrýtur. Ég brosi með sjálfri mér. Henni verður ekki lengi kápan úr því klæðinu. Brátt kemur loftbor- inn úr kaffi! Og mikið rétt, ég er vart búin að sleppa hugsun- inni þegar borinn glymur á ný og konugreyið hrekkur upp. Dans blómavasanna heldur áfram. Eftir að skjálfhentum læknanema hefur mistekist að stinga nýrri vökvanál í æð, kemur annar vanari og bjargar málum. Fagurblár marblettur myndast á handarbakinu eftir þann skjálfhenta. Ég get þá dundað mér við að sjá hann skipta litum næstu daga. Alltaf leggst manni eitthvað til. Annars skortir mig ekki dægrastyttingu. Ég ligg á hlið og virði fyrir mér sjónarhornið þegar ég loka hægra auganu og horfi bara með því vinstra. Svo skipti ég leiftursnöggt um auga og horfi með því hægra. Allt annað sjónar- svið. Hugsa sér! Stór og sterkleg kona ryðst inn um tjöldin með bakka í fanginu. Sterkan daun leggur að vitum mín- um. „Matur,“ segir konan og skellir bakka R á borðið. Það r er þjónusta í hádeginu. Ég rís upp á olnbogann og lyfti lokinu af disknum. Við mér blasa fjórar ljósgráar bollur sem synda um í gulri sósu. Ég set lokið aftur á. Þarna er líka 40 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.