Vikan


Vikan - 18.01.2000, Síða 51

Vikan - 18.01.2000, Síða 51
I 'II pirringi og leiðindum. Nánir vinir þurfa iíka oft að segja óþægilega hluti og eftir að börnin vaxa úr grasi geta sam- skiptin við foreldrana tekið töluvert á. Erfiðar samræður kalla á kjark og stundum þarf smá tíma til að safna honum í sig. Það er miklu þægilegra að kveikja á sjónvarpinu og gleyma ytri að- stæðum en sú stund rennur upp að samræður verða óumflýjan- legar. Ein meginástæðan fyrir því að okkur finnst erfitt að brjóta ísinn og hefja slíkar samræður er sú að flestir vilja halda vin- sældum sínum og þá sérstaklega konur. Einhverra hluta vegna er þeim sérlega mikilvægt að fólki líki vel við þær, hvort sem það eru fyrrverandi elskhugar, yfirmenn eða einhverjir enn aðrir. Erfiðum samræðum er hægt að skipta í tvennt, annars vegar það sem teljast viðkvæm mál og slæmar fréttir til dæmis: „Ég fékk ekki vinnuna sem ég sótti um og þess vegna langar mig ekki með þér í bíó í kvöld" eða „hún vinkona okkar er mjög veik11. Hins vegar geta samræðurnar snúist um beiðni um eitthvað t.d. ósk um launahækkun eða að vilja binda enda á ástarsam- band. Sá sem vill breytingar þarf að vera einbeittur og fullur sjálfs- trausts þegar hann gengur á hinn örlagaríka fund. Sálfræð- ingar mæla með því að fólk hugsi mjög jákvætt og tileinki sér þá hugsun að ætla að vinna þetta mál, rétt eins og um kapp- leik sé að ræða. Eg vil fá launahækkun Sigga sem er búin að vinna á skrifstofu hjá einkafyrirtæki í nokkra mánuði kemst að því að Jóna, sem byrjaði að vinna á skrifstofunni á sama tíma, er með töluvert hærri laun en hún sjálf. Sigga gengur á fund at- vinnurekanda síns og krefst þess að fá sömu laun og Jóna. Yfirmaður hennar svarar því til að Jóna sé duglegri í vinnunni. 1. Notaðu ég frekar en pu. Viðkomandi fer þá síður í vörn. Segðu frekar „ég yerð alltaf svo leið þegar við ríf- umst". Það hljómar mun betur en „þú ert sífellt að reyna að stofna til rifrildis á milli okkar". 2. Reyndu að setja hig í spor annarra. Það er ekki víst að þú hafir fullkomlega rétt fyrir þér og því er ágætt að skoða málin frá öðru sjónarhorni. Þú getur nánast treyst því að viðkomandi hefur allt aðra sýn á hlutina. 3. Hafðu í huga hverju hú vilt að samræð- urnar skili hér. Ef þú vilt ekki eyða jólunum með systur mannsins þíns haltu þig við þá staðreynd. Reyndu ekki að koma með rök eins og það sé svo margt fólk hjá henni eða að þú sért hrædd við hundinn hennar. 4. Þekktu hinn rétt og takmörk hín. Það er ástæðulaust að eyða tímanum í að röfla um reglugerðir og samninga ef þú þekkir engin deili á þeim. Ef þú ætlar á fund yfir- mannsins, biddu hann um að gefa þér tiltekinn tíma. Ekki koma við á skrifstof- unni hans þegar hann erað drukkna í pappírum eða á hlaupum út úr skrifstofunni. afkasti meiru og vinni eftir- vinnu. Hann bendir Siggu á að hún þyrfti nú aldeilis að halda sig betur að vinnunni annars neyðist hann til að reka hana. Hvað segja vinnusálfræðingar um aðstæður sem þessar? Undir svona kringumstæðum myndi borga sig fyrir Siggu að taka nokkra mánuði til að und- irbúa sig áður en hún gengur á fund atvinnurekanda síns. Á þeim tíma þyrfti hún að vera sérlega dugleg, vera tilbúin að vinna yfirvinnu og sýna fram á að hún afkastaði engu minna en Jóna. Að nokkrum mánuðum liðnum þyrfti hún að bóka fund með yfirmanni sínum. Þar gæti hún sýnt fram á árangur sinn. Þegar hún færi að ræða launa- tölur með yfirmanninum þá ætti hún að gæta þess að blanda ekki persónulegum málum inn í samræðurnar, eins og t.d. að hún þurfi að eiga næga peninga í jólamánuðinum. Það kemur yfirmanni hennar ekkert við. Sigga á að segja yfirmanni sín- um hvernig hún hefur upplifað þróunina á undanförnum mán- uðum. Hún á að gæta þess að fara ekki f vörn en heldur ekki vera of upptekin af sjálfri sér. Gott sjálfstraust, án hroka, er besta veganestið sem hún getur tekið með sér á fundinn. Ekki segja: „Ég hef unnið hjá þessu fyrirtæki í fimm ár og mér finnst ég verðskulda launa- hækkun." Segðu heldur: „Þú er sífellt að hrósa mér fyrir góðan árang- ur í starfi á undanförnum árum en ég hef ekki fengið neina launahækkun. Hvað get ég hugsanlegt gert til að fá hana?" Sambandinu er lokið Gunna var búin að ákveða að ljúka tveggja ára sambandi við Ólaf. Hún vildi slíta því áður en meiri alvara tæki við. Gunna hafði ætlað sér f margar vikur að setjast niður og ræða málin á alvarlegum nótum við Ólaf en fannst það mjög erfið tilhugsun því hún vissi að Ólafur yrði sár. Þau fóru út að borða og hún fór að tala um alls kyns hluti í sam- bandinu en fór alltaf eins og köttur í kringum heitan graut. Ólafur hélt að hún væri að biðja hann um einhvers konar bind- ingu og fór að ræða trúlofun og barneignir. Gunna vissi ekkert hvernig hún átti að taka á þessu og var nánast búin að sam- þykkja að trúlofast honum þeg- ar hún sprakk. Hún öskraði á hann og sagði honum að hún elskaði hann ekki lengur, vildi aldrei sjá hann framar og bað hann að koma ekki nálægt sér. Að sjálfsögðu gekk Ólafur f burtu og hefur ekki haft sam- band við hana síðan. Sálfræðingar vilja meina að í aðstæðum eins og Gunna lenti í sé best að vera fullkomlega hreinskilinn og heiðarlegur, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ekki láta eins og þú viljir hætta með honum tíma- bundið því þá heldur hann enn- þá í vonina og þá verða hlulirn- ir oft ennþá flóknari. Það er aldrei einum að kenna þegar samband gengur ekki upp. Far- sælast er þó að báðir gangi til- tölulega sáttir frá sambandinu þegar því lýkur. Ekki segja: „Það ert ekki þú, það er ég því viðkomandi mun heyra þetta svona: Það ert sko þú, ekki ég." Segðu heldur: „Ég veit að þetta mun særa þig en ég hef hugsað þetta gaumgæfilega. Hlutirnir ganga ekki eins og mér finnst að þeir þyrftu að ganga og ég vil binda enda á sambandið."

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.