Vikan


Vikan - 18.01.2000, Page 55

Vikan - 18.01.2000, Page 55
hennar. Eftir nokkra mánuði var ég ekkert spenntur fyrir því að sofa hjá henni, við nut- um ásta með reglulegu milli- bili, meira af skyldurækni en löngun. Smám saman leið lengri tími á milli þess sem við nutum ásta og í dag eru liðin nokkur ár frá því við elskuð- hvað þau hafi gert saman. Sumir félaga minna hafa hald- ið framhjá eiginkonum sínum en það hef ég aldrei getað hugsað mér. Eg verð að viður- kenna að ég hef fundið ýmsar kenndir vakna þegar ég sé fal- legar konur en ég býst við að sjálfsaginn sé þess eðlis að ég „Ég ueit ekki hvernig ég á að skilgreina ást mína tíl Dísu. Ég fæ ekkí í hnén eða öran hjartslátt begar ég sé Dísu mína og hef alflrei gert. Mér hefur alltaf liðið eíns og ég ætti hana aleinn. Ég hef verndartilfinningu gagnvart henni og hef ávallt víljað gæta hennar. Eftir nokkra mánuði var ég ekkert spenntur fyrir bví að sofa hjá henni, við nutum ásta með reglulegu millibíli, meíra af skyldurækni en löngun." umst síðast. Pað er eins og hvorugt okkar hafi löngun til þess eða þori hreinlega að brjóta ísinn. Þegar allur þessi sannleikur rann upp fyrir mér leið mér ónotalega. Mér fannst ég hafa tapað af mikil- vægum árum í lífi mínu. Dísa var fyrsta kærastan mín á meðan vinir mínir voru í fjölda sambanda áður en þeir giftu sig. Ég heyrði þá tala um hinar og þessar stúlkur og hvernig þær hafi hagað sér og ætti erfitt með að fyrirgefa sjálfum mér fyrir að bregðast Dísu. Vil ekki missa Dísu Ég átti gott samtal við son minn þegar ég kom heim aft- ur. Ég ræddi við hann af hreinskilni og benti honum á að þessi „nýtísku ást" væri ekki endilega varanleg. Oft væri hún eins og sápukúla sem springi við minnsta áreiti. Samband okkar Dísu er byggt á trausti og væntumþykju. Við erum jafngóðir félagar í dag og við vorum átta ára gömul. Við þekkjumst svo vel að við vitum hvað hitt er að hugsa. Við erum bæði upptekin af fjölskyldunni okkar og viljum allt fyrir börnin okkar gera. Við bíðum spennt eftir fyrsta barnabarninu sem er væntan- legt innan nokkurra vikna. Að vera samhent og sátt er mér mikils virði. Að sjálfsögðu hefur það hvarflað að mér að gjörbreyta mínum lífsstíl og fara að vera til eins og sonur minn leggur til. Spurningin er hins vegar hvort ég sé tilbú- inn að fórna öllu því sem ég hef unnið að í gegnum árin. Ef ég færi að biðja um skilnað veit ég að Dísa myndi vera niðurbrotin manneskja það sem eftir væri. Börnin okkar myndu verða sár og reið og ef til vill ekki hafa samband við mig. Þau eru það dýrmætasta sem ég á. Ef ég myndi skilja stæði ég eftir einn og yfirgefinn. Það er ekki þar með sagt að ég myndi upplifa einhverja ægilega ást ef ég myndi skilja. Ég hef líka hugsað með mér að skipta um starf eða jafnvel fara í háskól- ann eins og ég ætlaði mér alltaf á mínum yngri árum. Ég er kominn í toppstöðu með örugg laun og því finnst mér sú tilhugsun ekki vera spenn- andi. Eftir öll heilabrotin hef ég komist að því að það sé best að ég haldi mínu striki og læri að meta það sem ég á fyrir. Dísa er yndisleg kona og minn besti vinur og hana vil ég alls ekki missa. Ég hef séð alltof marga hætta öllu sínu fyrir tímabundna sælu. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. HeiiiiiHsíunj'iA er: Vikan - ,.1-ífsreyiisiiisa^a", Seljavegur 2, 101 Keykjavik, Netfang: vikan@frodi.is

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.