Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 2

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 2
Þorri Hringsson er ungur Þús- undbjalasmiður og engu er líkara en hann sé jafnuígur á flest hað sem hann tekur sér fyrir hendur. Þorri lauk námi í Myndlista- og handíðaskólanum árið 1989 en síðan hélt hann til framhalds- náms við Jan van Evck akademí- una. Eftir að hann kom heim vann hann á Kjarvalsstöðum við uppsetningu og skipulagningu sýninga og fljótlega fór hann að kenna málun og módetteíkningu við Myndlistarskólann í Reykja- vík. Þorri hefur einnig unnið við hönnun um árabil en skopteikn- ingar eru eitt af hans áhugamál- um og teiknimyndasögur eftir hann hafa birst í Gispi, Gare de Nord og Serienord. Hann á einnig nokkrar skopteikningar í farand- sýningunni Hláturgas og Þorri teiknaði forsíðu bókar sem fylgir sýningunni. Auk pessa er Þorri vínsmakkari og áhugamaður um vín og skrifar um pau fræði í Gestgjafann. En er ekkert erfitt að vinna margvísleg störfP þar var mjög fjölbreytt því ég sá urn safnafræðsluna, skipulagði sýningar þeirra á meðal 100 ára afmælissýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal og sýningu á verkum Hrólfs Sigurðssonar. Ég var auðvitað ekki alveg einn í ráðum, forstöðumaðurinn Gunnar Kvaran átti hugmynd- ina en bað mig að afla upplýs- inga, velja verk o.s.frv. Ég er feginn að hafa getað unnið þessi ólíku störf og tel mig heppinn að þau hafa öll verið innan þeirra marka sem flokka má undir myndlist að víns- mökkuninni undanskilinni. A hana lít ég reyndar sem áhuga- mál sem svo heppilega vill til að ég get notað. Meðan hæfileikar manns nýtast er eins gott að nýta þá.“ Myndir Þorra eru ákaflega fallegar og hreinir, tærir litir þeirra minna um margt á gömul auglýsingaplaköt. Þorri segir það ekki fjarri sanni því hann leggi sig fram um að ná þeim hreinu og tæru litum sem not- aðir voru í prenttækni fyrir u.þ.b. hálfri öld. Á einkasýn- ingu Þorra í Sýningarsalnum Sjónarhóli var athyglinni beint að matarmyndum hans sem eru um margt ákaflega sérstakar. Hvers vegna að mála mat er ekki nóg að borða hann? „Ég hef svarað þessari spurn- ingu áður og svara henni í sjálfu sér aldrei eins, enda eru nýjar hugmyndir alltaf að kvikna og þær endurspeglast í þessurn myndum mínum. Ég hef áhuga á mat og hef gaman af að mat- búa. Að sumu leyti má kannski líkja þessu við andlega elda- mennsku en ef við lítum bara á það hlutverk sem matur gegnir í lífi okkar sést að þetta er hvergi nærri svo einfalt. Enginn er ósnortinn af mat. Við erum öll háð því að borða og allir hafa skoðanir á mat. Skoðanir manna á mat eru auk þess eitt- hvað það alpersónulegasta sem til er, enda þarf viðkomandi að láta hann ofan í sig. Það er til dæmis hægt að hafa skoðanir á stjórnmálamanni en enginn mun nokkru sinni þurfa að borða hann. Allir verða fyrir áhrifum af mat og ef litið er á matinn í málverkum mínum sést að þetta er ekki matur eins og við erum að borða í dag. Þetta er ekki hollur matur, segja má að þetta sé draumsýn fyrri kyn- slóðar um veislumat, draumur afa og ömmu, pabba og mömmu. Þegar danskar mat- reiðslubækur fóru að berast hingað með uppskriftum og myndum af þessum mat var hér ríkjandi haftastefna og skömmtun. Enginn gat í raun og veru sett saman þessar upp- skriftir því margt hráefnið var ekki til. í þessu birtist svo rnikill tregi, þrá eftir jarðneskri alsælu sem var innan seilingar en óhöndlanleg. Laufey Steingrímsdóttir og manneldisráð hafa síðan frætt okkur urn hversu óhollur þessi matur sé í raun en samt gengur hann aftur í köldu borðunum í fermingarveislunum, majónes- inu og rauðu kokkteilberjunum. Meðal þess sem hefur breyst er að við borðum t.d. ekki eins mikið af niðursoðnu grænmeti. Flestir myndu til að mynda frekar kaupa ferskan aspas í dag en að opna dós. Mataræðið er bara öðruvísi. Hugmyndin að baki matarins er frekar lífsstíll en maturinn sjálfur. Það verður hluti af sjálfsímyndinni að meta sjálfan sig í myndum af mat. I þessu felst ekki bara tvíræðni heldur þríræðni. Það er búið að melta þennan mat. Þetta eru málverk af gömlum mat og kannski má telja það bjánalega hugmynd. En það minnir á að sjái maður ljósmynd af sjálfum sér fyrir tíu árum hugsar maður gjarnan: Er þetta virkilega ég? Klæddist ég raunverulega svona? Það vekur mann til um- hugsunar um varanleika og fall- valtleik veraldarinnar.“ Þorri hélt þrjár einkasýningar á síðastliðnu ári sem allar gengu mjög vel. Hann er ákveð- inn í að gefa málverkinu meiri tíma hér eftir sem áður enda telur hann það skila sér í aukn- um gæðum verkanna. Víst er að málverkin hans eru ótrúlega lif- andi og smáatriðin nostursam- lega unnin. Þorri segist nota hefðbundna málaratækni við vinnsluna en hin glansandi full- komna áferð er afrakstur mik- illar vinnu. Að baki hverju verki liggur að minnsta kosti þriggja mánaða þrotlaus vinna. Sennilega geta þó flestir verið sammála um að sú vinna skilar árangri. „Ég er þeirn kostum gæddur að geta brugðið mér í allra kvikinda líki," segir Þorri. „Á kvöldin er ég kennari, á daginn myndlistarmaður og vínsmakk- ari þess á milli. Á tímabili var þetta að vísu orðið of mikið og ég hafði ekki nógu góðan tíma fyrir málverkið sem er það sem ég vil einbeita mér að, svo ég hætti á Kjarvalsstöðum. Vinnan 2 Vikan Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir Gísli Egill Hrafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.