Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 28
HVERS VEGNA SKROKVAÐIHUN? Lífið kemur okkur á óvart svo lengi sem við lifum. í skóla lífsins eru lexíurnar mismun- andi strangar. En allar eru þær til þess þroska okkur og gera okkur að þeim manneskium sem við erum. Mig langar til þess að segja ykkur frá lexí- unni sem kenndi mér hvað mest um sjálfa mig. Eg var ung þegar ég gekk í hjónaband. Ég hafði lifað þægi- legu lífi í foreldrahúsum; for- eldrar mínir voru nokkuð full- orðnir þegar þau áttu mig og heimilislífið var rólegt og ein- kenndist af öryggi. Þegar ég hitti manninn minn breyttist líf mitt svo um munaði. Maðurinn minn var myndarlegur, hann hafði mikla kvenhylli og mér fannst undarlegt, en jafnframt yndislegt, að hann skyldi elska mig og vilja giftast mér. For- eldrar mínir voru ekki eins hrifnir af ráðahagnum og reyndu að vara mig við að flýta mér um of í hjónaband. En eins og allir vita er ástin blind og við fylgjum miklu frekar eigin hjarta en ráðleggingum ann- arra, hversu vel meintar sem þær eru. Ég er ekki fyrsta konan sem féll fyrir röngum manni og fljótlega varð ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að foreldrar mínir höfðu haft rétt fyrir sér. Við höfðum ekki verið lengi í hjónabandi þegar ég kynntist ljótri hlið á manninum mínum. Hann drakk mikið og var of- stopafullur með víni og ég varð ein af þessum kúguðu konum sem oft þurfti að leggja leið mína á slysadeildina með af- káralega sögu í farteskinu til þess að útskýra beinbrot og ákverka á líkama mínum. Sem betur fer hafði ég kjark til þess að trúa foreldrum mínum fyrir því hvernig komið var fyrir mér og með góðri hjálp þeirra tókst mér að flýja frá manninum mín- um og fá skilnað frá honum. Eins og líklega allar konur sem hafa verið giftar ofbeldisfullum mönnum lifði ég í stöðugum ótta við hann, jafnvel eftir að við vorum skilin. Að lokum stakk pabbi upp á því að ég breytti um umhverfi og nokkrum mánuðum síðar var ég flutt í annað land, búin að leigja mér íbúð og finna mér starf. Smám saman gréru sárin á sálinni, ég eignaði góða kunn- ingja í gegnum starfið og fór að langa til þess að lifa lífinu á nýj- an leik. En ég skildi fullkom- lega hvað átt var við með gamla máltækinu „brennt barn forðast eldinn“ og þótt að niargir karl- rnenn litu mig hýru auga fann ég að ég var ekki tilbúin í ann- að samband. Ein konan sem vann með mér var á svipuðum aldri og ég og þar sem við höfðum sömu áhugamál og væntingar til lífs- ins og tilverunnar urðum við góðar vinkonur. Það var hún sem kvöld eitt kynnti mig fyrir Lúkasi. Hún sagðist hafa þekkt hann í mörg ár þar sem þau voru fædd og uppalin á svipuð- um slóðum úti á landsbyggð- inni. Fljótlega fann ég að Lúkas hafði áhuga á að kynnast mér nánar, hann tók að hringja í mig og bjóða mér út og við fórum nokkrum sinnum saman í kvik- niyndahús og út að borða. Eftir þvf sem ég kynntist honum bet- ur þótti mér sífellt vænna um hann. Smám sarnan vann hann traust mitt; ég fann að hann var gull af manni sem aldrei myndi Ieggja hendur á konu. Ég varð að viðurkenna fyrir sjálfri mér, og honum, að ég væri hrifin af honum. Af fenginni reynslu vildi ég ekki flýta mér um of og sagði Lúkasi að ég vildi búa áfram í íbúðinni minni, okkur lægi ekkert á að rugla saman reytum okkar. Vinkona mín flutti um þessar mundir út á landsbyggðina. Hún hafði erft lítið hús eftir foreldra sína og ákvað að skipta um starf og búa þar. Hún vissi um samband okkar Lúkasar og virtist vera glöð fyrir okkar hönd. Dag einn hringdi hún í mig og bauð mér að koma til sín og dvelja hjá sér í nokkra daga. Ég átti inni nokkra daga af sumarleyfinu mínu og ég ákvað að ég hefði gott af því að slaka á í nokkra daga í sveit- inni. Það hittist vel á því urn þessar mundir voru nokkrir gamlir vinir Lúkasar staddir í borginni þannig að ég þurfti ekki að hafa samviskubit yfir því að skilja hann einan eftir. Ég hlakkaði til að hitta vinkonu mína og sá fram á nokkra af- slappaða daga við arineld og gott og notalegt spjall. En það kom fljótlega í ljós að vinkonu minni lá ýmislegt á hjarta og dvölin snerist upp í hálfgerða martröð. Vinkona mín, sem ég hafði hingað til aðeins þekkt af góðu, notaði hvert tækifæri til þess að baktala Lúkas og segja mér hvers konar bjáni ég hefði verið að falla fyrir honum. Hún sagði að ég væri aðhlátursefni í vinahópnum; Lúkas væri þekkt- ur fyrir að geta alls ekki verið einnar konu maður og héldi framhjá mér ljóst og leynt. Ég reyndi að mótmæla og sagði henni að ef þetta væri satt væri Lúkas einfaldlega besti leikari sem uppi hafi verið. „Hann þarf ekki að vera leikari," sagði þessi vinkona mín. „Hann er hrifinn af þér á sinn hátt og á þess vegna auðvelt með að sýna þér umhyggju og ást. En þú verður að skilja að hann er hrif- inn af fleiri konum samtímis og á jafn auðvelt með að sýna þeim sömu tilfinningar." Sjálfsmat mitt var ekki upp á marga fiska. Eins og allar konur sem hafa búið við líkamlegt of- beldi og andlega kúgun átti ég bágt með að trúa því að einhver maður fyrirfinndist sem raun- verulega elskaði mig. Ég hafði verið byrjuð að treysta Lúkasi en eftir því sem ég hlustaði lengur á vinkonu mína fann ég hvernig sjálfsmatið fjaraði út þar til ég stóð berskjölduð eftir. Hugsanirnar flugu unt huga minn. Hvernig var það með vini Lúkasar sem nú voru staddir hjá honum í borginni meðan ég var stödd í sveitinni? Voru ekki einhverjar konur í þeim hópi? Ég var ekki í rónni fyrr en ég spurði vinkonu mína hvort hún þekkti þessa vini Lúkasar. Hún var nú hrædd um það. Sigri hrósandi sagði hún mér að ein konan í hópnum væri ástfangin af Lúkasi, þau hefði hist fyrir sex mánuðum og síðan þá hafi þau verið í stöðugu bréfa- og símsambandi. Hann væri örugg- lega tilbúinn að bæta henni í „kvennabúrið“ sitt. hann væri líklega að því á þessari stundi, dauðfeginn frelsinu frá mér. Vinkona mín fullvissaði mig um, hvað eftir annað, að henni þætti mjög leitt með að þurfa að segja mér þetta, en henni fyndist hún verða að gera það þar sem henni þætti mjög vænt um mig og vildi ekki láta særa 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.