Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 25
gaman af því að skrifa. Hún
fékk starf sem blaðamaður á
litlu þorpsblaði í Smálönd-
unum þegar hún var átján
ára gömul. Stuttu síðar varð
hún ófrísk og stóð frammi
fyrir tveimur afar slæmum
kostum. Annars vegar að
giftast barnsföður sínum
sem hún kærði sig alls ekki
um eða verða einstæð móð-
ir. Hún tók afdrifaríka
ákvörðun um að gefa barn-
ið.
Hún fór til Kaupmanna-
hafnar og fæddi barnið á
Ríkissjúkrahúsinu þar í
borg. Móttökurnar sem hún
fékk hjá læknunum og
hjúkrunarkonunum voru
fjandsamlegar. „Ég mun
aldrei verða svo gömul að
ég gleymi því hvernig þau
komu fram við mig af því ég
ætlaði að gefa barnið mitt.“
Hún fæddi heilbrigðan
dreng sem fékk nafnið Lars.
I fyrstu bjó hann hjá danskri
fjölskyldu en þegar hann var
þriggja ára gamall fór Astrid
til Danmerkur og náði í
drenginn og hann ólst upp
hjá móður sinni.
Þrátt fyrir að hafa gengið í
gegnum þessa erfiðu lífs-
reynslu náði Astrid að
höndla hamingjuna síðar á
lífsleiðinni. Hún giftist góð-
um manni, Sture Lindgren,
og eignaðist með honum
hina hugmyndaríku dóttur
Karin sem skapaði Línu
langsokk.
Skrifaði um sorgina
eftir stríð
Astrid hefur fengið lof
fyrir að geta skrifað um
gleði og sorg af mikilli inn-
lifun. Flestar sorglegu sög-
urnar skrifaði hún eftir
seinni heimsstyrjöldina.
Sorgina í sögunni um Bróð-
ur minn Ljónshjarta þarf
vart að kynna fyrir íslensk-
um lesendum því fáar bækur
hafa hlotið jafn mikla um-
fjöllun og sú ágæta bók. Þeir
foreldrar sem hafa þurft að
útskýra dauðann fyrir börn-
um sínum eru Astrid Lind-
gren ævarandi þakklátir fyr-
ir að hafa búið til þennan
ævintýraheim barnanna í
Nangijala. Islensku leikhús-
in hafa verið dugleg að setja
upp sýningar byggðar á sög-
um Astridar Lindgren og
því hafa mörg börn hér á
landi orðið fyrir áhrifum frá
ævintýrahöfundinum frá
Smálöndum.
„Ég skrifa fyrir barnið í
sjálfri mér og vona að önnur
börn njóti þess að lesa sög-
urnar mínar. Ég er ennþá
mikið barn í mér og skrifaði
bara sögur sem mér finnast
sjálfri skemmtilegar. Ég get
ekki hugsað mér að skrifa
sögu eftir einhverri formúlu
sem aðrir láta upp í hend-
urnar á mér.“
Astrid þekkir bæði gleð-
ina og sorgina úr eigin lífi.
Hún veit að öll börn, rétt
eins og fullorðið fólk, upp-
lifa það að vera stundum
hrædd eða einmana í hjarta
sínu. Á þeim stundum er
gott að geta dottið inn í æv-
intýri þar sem viðkomandi
getur fundist hann vera stór,
sterkur og öruggur.
„Börn eiga rétt á öryggi
og ástúð. Þau læra fljótt að
lífið er þannig að stundum
blæs á móti. Þá þurfa þau að
vera kjarkmikil og fórnfús
alveg eins og bræðurnir
Ljóshjarta sem fórnuðu lífi
sínu.“
I rauninni ætti það að vera
skylda foreldra að lesa bæk-
ur Astridar Lindgren fyrir
börnin sín um leið og þau
hafa aldur til því varla er
hægt að bjóða börnum upp
á meiri bókmenntaperlur.
Nokkrar bækur eftir
Astrid Lindgren sem hafa
verið þýddar á íslensku:
Lína Langsokkur (margar útgáfur)
Emil í Kattholti (margar útgáfur)
Madditt
Madditt og Beta
Börnin í Ólátagarði
Elsku Míó minn
Bróðir minn Ljónshjarta
Karl Blómkvist
Lotta fer í skóla
Börnin i Skarkalagötu
Hún fékk starf sem blaðamaður á litlu borps-
blaði í Smálöndunum begar hún var átján ára
gömul. Stuttu síðar varð hún ófrísk og stúð
frammi fyrir tveimur afar slæmum kostum. Ann-
ars vegar að giftast barnsföður sínum sem hún
kærðí sig alls ekki um eða verða eínstæð móðir.
Hún tók afdrifaríka ákvörðun um að gefa barnið.
Vikan 25