Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 13

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 13
cries unhea rd WHY CHILDREN KILL: The Story of Mary Bell GITTA SERENY börnum eru því rannsakaðir á sama hátt og hefðu þau verið fullorðin. Þau telja að orsakanna fyrir því að börn drepa sé að leita í bakgrunni þeirra og Gitta Sereny telur að ofbeldi barna sé ákall á hjálp og að hinir fullorðnu hlusti ekki á þau áköll. Hún segir frá mörgum atvikum þar sem Mary Bell bað um aðstoð til að komast frá móður sinni sem misþyrmdi henni á margvíslegan hátt. Mary var dæmd til ævi- langrar betrunarhúsvistar fyrir manndráp en hvergi var til stofnun sem gat vistað hana. Hún var því höfð í betrunarskóla fyrir drengi fram að sextán ára aldri. Forstöðumaður þeirr- ar stofnunar var vandaður og góður maður sem reynd- ist barninu óskaplega vel. Hún fékk þó hvorki sál- fræði- né geðlæknismeðferð. Hann taldi það best fyrir barnið að gleyma þeim voðaatburðum sem leiddu til þess að hún var þangað komin og því var hún hvött til að tala ekki um morðin. Sextán ára fór Mary í venju- legt kvennafangelsi og þar tók hún um tíma þátt í hóp- meðferð. Mary var tuttugu og þriggja ára þegar hún var látin laus og í dag býr hún með manni og á fjórtán ára stúlku frá fyrra sambandi. Vandlega er fylgst með upp- eldi barnsins af hálfu yfir- valda og það var ekki fyrr en bókin kom út að barnið komst að því hver móðir hennar er í raun og veru. Móðirin misbyrmdi henni á hroðalegan hátt Móðir Mary Betty Bell var vændiskona sem átti Mary 16 ára. Hún vildi alls ekki eiga barnið og bað margoft um það á sjúkra- húsinu að barnið yrði tekið af sér. Hún reyndi nokkrum sinnum að gefa barnið til ættleiðingar en fjölskylda hennar sótti barnið alltaf aftur. Fjórum sinnum reyndi hún að drepa barnið og hún seldi það viðskiptavinum sínum. Mary lýsir því hvern- ig mamma hennar hélt fyrir munn hennar og þrýsti að hálsinum meðan kúnnarnir misþyrmdu henni og oft missti hún meðvitund. Gitta telur að þótt Mary væri óvenjulega gáfað barn hafi hún samt sem áður ekki gert sér grein fyrir því að dauð- inn væri ekki aftur tekinn. Hún hafi aldrei upplifað að neinn nákominn henni hafi dáið og í hvert sinn sem hundarnir hennar dóu færði faðir hennar (eiginmaður móður hennar sem ættleiddi hana) henni annan í staðinn. Reynsla hennar sjálfrar af því að missa meðvitund hafi ennfremur ýtt undir þá trú að hægt væri að vakna upp frá dauða. Kverkatak það sem hún tók börnin hafi ver- ið sambærilegt við það sem notað var á hana sjálfa. Gagnrýnendur bókarinnar hafa bent á að Mary er ein til frásagnar um kynferðis- legar misþyrmingar móður- innar því hún er dáin. Önn- ur atvik eru staðfest af fjöl- skyldu hennar. Mary hafi ennfremur, þrátt fyrir allt haft samband við móður sína eftir að hún var látin laus og hún bjó hjá henni um tíma. Dóttir hennar fékk að kynnast ömmu sinni enda taldi Mary sig ekki hafa rétt til að neita barninu um það. Bent er á að þeir sálfræðing- ar og geðlæknar sem rann- sökuðu Mary fyrir réttar- Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.