Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 8
komust ekki nógu langt og þá er bara búið til annað afl,“ segir hún. Innan kirkjunnar hefur oft verið varað við spíritisma og fólk þar barist gegn andatrú og andalækningum. „En kannski er ástæðan fyrir því að kirkjan er að vara við þessu sú að þeir eru að benda á það að fólk eigi ekki að fara offari á þessum sviðum," segir Guðrún. Þar nefnir hún sem dæmi að til er fólk sem fer á stutt helgarnám- skeið og ætlar svo að setjast og fara að vinna með fólk. En Guðrún telur að fólk þurfi meiri þjálfun og þar fyrir utan að ekki sé hægt að búa hæfi- leika til ef hann er ekki til stað- ar. Þannig er mjög mikilvægt að vera vandaður og ábyrgur í þessari vinnu. Hún telur einnig að ef fólk misnoti hæfileikann þá hverfi hann. Margir af þeim sem leita til miðla hafa gefið upp alla von um bata í erfiðum veikindum eða eru í miklu von- leysi vegna erfiðra persónu- legra málefna. Þarna hittir Guðrún fólk sem er að leita að lausnum á vanda síns daglega lífs sem stundum virkar óyfir- stíganlegur á fólk þegar það er fast inni í miðri hring- iðunni. Þannig ætti starf miðla alls ekki að þurfa að stangast á við störf presta, sál- fræðinga, lækna eða annarra sem eru að vinna að betri líðan fólks andlega eða lík- amlega. Það sama má segja um mis- munandi trúar- brögð. Þau þurfa ekki að vera í andstöðu hvert við annað. „Ég hef alltaf litið á þetta þannig að það sé stórt fjall og við séum öll á leiðinni upp. En það eru misntun- andi leiðir upp á toppinn. Vanda- mál trúarbragð- anna er valdabar- átta kirkjuyfirvalda og stjórn- valda en í gegnum trúarbrögðin hafa stjórnvöld spilað og tengst þannig viðskiptum og völdum. Ég held að fólk sem er í mjög ströngum trúarbrögðum sé oft kúgað þannig að það framfylgi trúnni af ótta við hugsanlega refsingu í stað þess að trúin komi frá hjartanu. Þá er trúin komin upp í andstæðu sína,“ sagði Guðrún. Kreddufesta og vísindi Guðrún lítur þó svo á að það sé fleira sem geti flokkast undir trú heldur en opinberar trúar- stefnur og nefnir þar vísindin. Henni finnst vísindamenn stundum sýna of mikla stífni í vinnubrögðum og gleyma að nota innsæi í bland við vísinda- lega þekkingu. „Ég hef lengi barist fyrir því að hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar séu settar saman og maður nýti sér það besta úr báðum. Alveg sama hvort um er að ræða læknisfræði, heimspeki, sál- fræði, jurtalækningar eða heil- un. Mér finnst við eigum að nýta þessa þekkingu saman en vera ekki með svona mikinn hroka gagnvart því óhefð- bundna. Ég held að það sé ekki gott að brjóta línuna milli þess- ara greina eins og hún er brotin í dag,“ sagði Guðrún. Hún telur heilunarviðtöl sem fara fram hjá spámiðlum eða læknamiðl- um oft vera stórlega vanmetin. Hún bendir á að í Þýskalandi sé það hluli af læknanámi að taka eitt ár í að læra um óhefð- bundnar lækningar. Þannig virðast sum lönd vera opnari fyrir annarri þekkingu en þeirri sem er viðurkennd almennt í dag. En það má líka spyrja hvort ekki væri eilíf stöðnun ef enginn vildi kanna óþekkt svið hvort sem það er á andlegum sviðum eða tæknilegum. „Það kom einu sinni til mín vísindakona og hún var að leita að einhverjum frumum og svo- leiðis sem ég veit ekkert um. En ég gat farið með hana og staðsett ákveðna hluti alveg ná- kvæmlega út frá einhverjum rannsóknum sem hún var að vinna í. Það sem mér fannst merkilegt þegar ég var að eiga þessa stund með henni var að mér fannst mér ég fara inn í hennar þekkingu. Þetta var of- boðslega skrítið en svona náði ég að tala við hana á sama stigi og hún var,“ sagði Guðrún. Þannig eru kannski ókannað- ar leiðir í vísindum sem í dag er lokað á vegna kreddufestu og fordóma. Lífið, dauðinn og tilveran í kring „Maður þarf að taka lífinu eins og skóla og þegar fólk deyr þá getur maður ekki legið alltaf með einhvern söknuð. Maður ætti frekar að taka það sem var gleðilegt og vinna úr því. Horfa til baka á þessa persónu og hugsa um hvað hún gaf. En ekki hugsa hvað hefði getað gerst ef hún hefði lifað, því þetta „hefði“ var ekki og er ekki,“ segir Guðrún. Hún telur slíkan hugsunarhátt geta staðið í vegi fyrir vellíðan og framþró- un hjá mörgum. Því með þessu sé fólk að viðhalda atburðunum í nútíðinni og nái þannig ekki að vinna úr atburðum fortíðar- innar og vera til í núinu. Guðrún leggur mikið upp úr því að halda stöðugt áfram að þroska sig og þróa og lítur svo á að hún sé enn á skírnarskónum sem miðill. En í dag telur hún mikilvægast fyrir sig að leggja áherslu á líffræðina og að ná betri tökum á heilsunni. Hún telur mikilvægt að hafa jafnvægi milli líkama og sálar. En það getur stundum reynst snúið. Einnig getur verið þvingandi fyrir hana að setja fram skoðan- ir vegna þess að sumir taka þeim kannski of hátíðlega. „Maður er stundum í vörn með að hafa skoðanir. Það er svo skrítið að ef fólk er andlega sinnað. Þá má það ekki hafa skoðanir. Þetta er ofboðslega mikil byrði og maður þarf að vera með mikinn skráp,“ segir Guðrún. Guðrún þarf slíkan skráp sem stjórnmálamaður í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar. Þar er að sjálfsögðu tekist á um mismun- andi málefni. Þá getur það skapað ýmsar flækjur að vera sjáandi. „En það var svolítið fyndið þegar fólk var að spá í það hvað það ætti að titla mig í stjórnmálunum. Mér fannst ég finna fyrir því að fólk vildi ekki að ég væri titluð sem miðill heldur var ég ágæt sem leið- beinandi eða ráðgjafi," segir Guðrún. Guðrún leggur áherslu á að hún sé fyrst og fremst bara venjuleg manneskja með sína kosti og galla eins og allir aðrir. Hún hefur kosið að nota skyggnigáfu sína til að vinna að heilun og hjálpa fólki í erfið- Ieikum. „Ég hef farið í nokkrum tilvikum upp á sjúkra- hús og setið hjá fólki, og í sum- um tilvikum hafa hlutirnir breyst en ég get ekki skýrt hvað það er sem gerist. Ég bið fyrir fólki og það er svolítið merki- legt að stundum fer ég alveg út úr líkamanum, fer á staðinn þar sem fólkið er lasið og finn mig þar í kringum það og þegar ég lýsi hlutunum fyrir fólkinu sem leitar til mín þá passar það yfir- leitt. Mér finnst þetta mjög þægileg og ódýr leið til að ferð- ast,“ segir hún hlæjandi. Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.