Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 61

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 61
VINKONA Á VEFNIIM Jennifer Aniston situr ekki auðum höndum þegar hún er ekki aö leika í Vinum (Friends). Hún hefur gert samning um að gera frumlega þáttaröð sem send verður út á Internetinu og ætluð er táningsstúlkum. Alls verða þættirnir 13 og sá fyrsti verður settur á netið í vor. Aniston segir að þessir nýju þættir verði skemmtilegir þar sem talaö sé í hreinskilni við táningsstúlkur. Þær stúlkur sem hafa áhuga á að fylgjast með þessu vefævintýri leikkonunnar geta heimsótt heimasíðuna en slóðin er www.voxxy.com. Aniston er einnig að reyna fyrir sér sem framleiðandi sjónvarpsþátta. Hún er að vinna að þáttum sem munu fjalla um opinskáan föður sem flytur inn til samkynhneigðs sonar síns. Pabbi leikkon- unnar, John Aniston, mun leika aðalhlutverkið ef af því verður. m 5í*rír4'?- Leikkonan Mia Farrow verður 55 ára hinn 9. febr- úar. Hún hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en oftast er það vegna deilu hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, WoodysAllen. I\lú eru það hins vegar ánægjulegri fréttir sem berast af leikkonunni. Sonur hennar, Seamus Farrow, þykir vera eitt mesta undrabarn sem stigið hefur inn í skóla i Connecticut. Seamus er 11 ára og er þegar byrjaður í háskóla. Hann er nemandi i Simon's Rock háskólanum sem er lítill skóli ætlaður ungum undrabörnum. Seamus er yngsti nemandi skólans og hefur numið bæðí líffræði og latínu í vet- ur. Strákurinn hefur þegar sótt um inngöngu í hinn virta Columbia-háskóla og vonast eftir að hefja fullt nám við skólann næsta haust. Þess má geta að Seamus hét upphaflega Satchel en Mia lét breyta nafninu eftir að hún skildi við Woody. Strákurinn hefur ekki talað við pabba sinn í fjögur ár og vill ekki hitta hann. „Honum finnst Woody ekki vera pabbi sinn og lítur fremur á hann sem manninn sem á í ástar- sambandi við systur hans, Soon-Yi,“ segir lögfræðing- ur Farrow-fjölskyldunnar. Leikarinn Nick Nolte er enginn engill. Nú er fyrr- verandi eiginkona hans, Sharyn Haddad, að skrifa bók um kauða þar sem ekkert er dregið undan. Þau voru gift í 6 ár, frá 1978 til 1984, en hún seg- ist hafa komist að því eftir að hafa séð frétt um það í skemmtiþættinum Entertainment Tonight, að hann ætlaði að skilja við hana. Sharyn er fyrr- um dansari og hún segir að Nolte hafi verið mjög villtur. „Við gátum ekki hamið okkur. Þetta var erfið en æðisleg ást,“ segir Sharyn. Einu sinni lenti þeim saman í rómantísku sólarfríi og hún hélt ein heim á leið. Skömmu síðar hringdi hann og var mjög veiklulegur. Hún heyrði undarleg hljóð í bakgrunninum og spurðist fyrir um hvað væri á seiði. Nolte var þá að láta galdralækni krukka í sig. Sharyn hefur nú skrifað 30 síðna uppkast sem hún er að bjóða bókaútgefendum í New York og hún lofar villtum kynlífslýsingum, sukksögum og að segja frá stormasömu sam- bandi Nolte og Barbru Streisand á meðan á tök- um á myndinni The Prince of Tides stóð. „Þetta verður rosaleg bók,“ segir umboðsmaður hennar. „Sharyn er athyglisverð kona sem hefur frá ýmsu að segja." Nolte er ekki andvaka yfir sögum sinn- ar fyrrverandi. Hann hefur sagt svæsnar sögur af sjálfum sér í viðtölum og virðist bara stolltur af skuggalegri fortíð sinni. SÁRNAÐISLÚÐRM Leikkonan Laura Dern ætlar að gifta sig áður en langt um líður. Hún segist hafa fundið hina einu sönnu ást með leikaranum Billy Bob Thornton sem fékk óskarsverðlaun fyrir handritið að myndinni Sling Blade fyrir tveimur árum. „Hjónabandið er innan seilingar. Við hlökkum til að taka það skref þegar við erum tilbúin," segir Dern sem féll fyrir Thornton eftir að þau léku saman í sjónvarpsþætt- inum Ellen. Dern segist hafa verið mjög sár þegar hún heyrði sögur um að þau hafi verið byrjuð sam- an áður en hann skildi við fjórðu eiginkonu sína. „Fólk talaði um að við ættum í ástarsambandi þeg- ar við höfðum bara hist einu sinni í partíi. Ég held að ég hafi sagt að mér þætti myndin Sling Blade góð en slúðurblöðin túlkuðu það sem: Elskan, ég hitti þig í þílnurn!" Turtildúfurnar leika saman i nýj- ustu mynd Thorntons, gamanmynd sem kallast Daddy andThem. VILLT ÁR MED NOLTE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.