Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 48
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir
Merkisdagar á mannsæuinni eru margir
og flestir eíga góðar minningar frá brúð-
kaupum, merkisafmælum og fæðingar-
dögum barna sinna. En til eru önnur merk
tímamót sem sjaldan er haldið upp á og
ekki margir þekkja aðrir en þeir sem líta
til baka og minnast þeirra með hlýju. Hér
er átt við persónulega sigra sem hver og
einn uinnur á sinn hátt. í lífi einnar konu
urðu slík tímamót þegar henni hafði tek-
ist að hæna að reykja og hún vaknaði
dag nokkurn til vitundar um það að tó-
bakslöngunin plagaði hana ekki lengur.
„Ég var margbúin aö reyna aö hætta en féll
alltaf aftur,“ segir hún. „Einhvern veginn var ég
innst inni farin að trúa því aö mér tækist aldrei að
yfirvinna fíknina og þetta tæplega hálfa ár sem
leið áöur en ég fann að fíknin var farin aö losa
tökin var mér mjög erfitt. Þaö sem helst reyndist
slá á löngunina í sígarettu var aö fara í sturtu eða
bursta tennurnar svo ég var með hvítustu tennur
sem um getur og alltaf tandurhrein meðan þaö
versta var aö ganga yfir.
Ég var ákveðin í aö hætta svo ég tilkynnti vin-
um og vandamönnum hvaö til stæði með nokk-
urra vikna fyrirvara í staö þess aö þegja og halda
þessari ákvöröun fyrir mig. Þaö var ætlað sem
aðhald fyrir mig líka því auðvitað er alltaf verra
aö þurfa að viðurkenna aö manni hafi mistekist.
Vinkona mín fór á námskeið hjá Krabbameinsfé-
laginu og þar var henni kennt að búa til reyklaus
svæði og draga úr reykingunum áður en hún
a ð m i n n a s t
hætti alveg. Ég ákvað að nota mér þessi þjóðráð
og síðustu dagana áður en ég drap í síðustu
sígarettunni hafði ég sígarettupakkann í póst-
kassanum og varð að hlaupa niður af fjórðu hæð
og reykja í forstofunni. Það voru því orðnar þrjár
sígarettur sem ég reykti yfir daginn, enda nennti
ég hvorki né gat haft svo mikið fyrir fleiri rettum.
Fyrstu dagarnir voru stanslaus barátta við
sjálfa mig. Ég nagaði gulrætur, velti blýanti milli
fingranna og át sælgæti. Ég þyngdist um sex kíló
á tveimur mánuðum en ekkert gat stöðvað mig.
Kílóin mátti takast á við seinna þegar reykinga-
bindindið væri orðið varanlegra og ég sterkari á
svellinu. Þennan dag, rétt rúmlega fimm mánuð-
um eftir að ég hætti, vaknaði ég óvenjuglöð í
bragði. Ég fann að eitthvað var öðruvísi en áður
en áttaði mig lengi vel ekki á hvað það var.
Persónulegur hátíðisdagur
Ég mætti í vinnu og glettist við samstarfsfólk
mitt og í hádeginu fór ég út að ganga en það var
eitt af því sem ég hafði vanið mig á til að auð-
velda mér að vera án tóbaksins. Margir vinnufé-
lagar mínir reyktu og reykingar voru leyfðar á
kaffistofunni þannig að þó nokkrar líkur voru á að
ég félli í freistni innan um þá. Ég gekk framhjá
blómabúð sem er í nágrenni við vinnustað minn
og ákvað að fara þar inn og skoða. Þegar ég
gekk inn um dyrnar fann ég skyndilega yndisleg-
an blómailm leggja á móti mér og ég áttaði mig á
að lyktarskyn mitt hafði verið umtalsvert minna
meðan ég reykti heldur en nú. Auk þess laust því
allt í einu niður í huga minn að undanfarna daga
hafði ég alls ekki leitt hugann að sígarettum né
fundið fyrir neinni nikótínlöngun.
Erfitt er að lýsa til fullnustu þeirri tilfinningu
sem þá greip mig. Mér fannst ég hafa unnið stór-
kostlegan sigur. Ég var svo glöð og stolt af sjálfri
mér og ég man að ég hugsaði með mér að fyrst
ég gat þetta gæti ég allt. í langan tíma eftir þetta
fylgdi mér sú vissa að ég hefði náð góðum ár-
angri og sigurtilfinningin náði tökum á mér í
hvert sinn sem ég hugsaði til þess. Þetta var
ómetanlegt í hversdagslífinu því í hvert sinn sem
mér fannst eitthvað erfitt eða of mikil fyrirhöfn til
að leggja á sig kom mér í hug að varla væri það
mikið í samanburði við það að þurfa að neita sér
um tóbakið sem ég hafði verið svo háð í mörg
ár.“
Síðan þetta var eru liðin tólf ár en þessi kona
heldur samt alltaf upp á daginn sem hún losnaði
við tóbakið. í hennar huga eru þetta merk tíma-
mót á lífsleiðinni og hún notar enn minninguna
um þau til að fleyta sér yfir ýmsa erfiðleika.
Flestir eiga sér sennilega svipaðar minningar og
sjaldnast er um einhverja stóratburði að ræða.
Sigur einstaklingsins á eigin veikleikum er samt
nóg til þess að byggja upp sjálfstraust og draga
úr óöryggi og kvíða. Hræðslan við að mistakast er
nefnilega stundum meiri áhrifavaldur en mann
grunar og að sigrast á henni er oft fyrsta skrefið
til árangurs.
48 Vikan