Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 58
texti: Guðjón Bergmann
Lýtalækníngafíklar uerða
að læra að oft er heíl-
hrigðara að breyta
tílfinningunum en líkam-
anum. Hér á eftir fylgja
nokkrar sögur og upplys-
íngar um útlít og útlits-
breytingar frá sjúklíngum,
sálfræðíngum og læknum
í Bandaríkjunum.
Mary fannst
mjaðmir sínar
vera of breiðar
þannig að hún
fór í fitusog og lét fjarlægja
„hliðarpokana". Síðan fór
hún í sömu aðgerð vegna
fóta sinna sem henni fannst
líta út fyrir að vera of
„þungir“ miðað við straum-
línulagaðar mjaðmirnar. Þar
á eftir kom önnur lýtaað-
gerð. Og önnur. Og önnur.
„Skurðaðgerðirnar voru
orðnar að fíkn hjá henni,“
segir sálfræðingur Mary,
Joni E. Johnston, höfundur
bókarinnar Apperance Ob-
session: Learning to Love
the Way You Look (HCI
1994).
Johnston benti Mary á að
hún ætti í miklum vandræð-
um með líkamsímynd sína.
Oft er talað um alvarleg til-
felli af líkamsímyndarvanda-
málum sem BDD (Body
Dysmorphic Disorder),
ástand sem skurðlæknar
ráða ekki við.
„BDD snýr að því þegar
nokkur smáatriði í líkams-
byggingu verða að aðal-
hugðarefni hjá annars heil-
brigðri manneskju," útskýrir
Ann Kearny-Cooke, sál-
fræðingur frá Cincinnati,
sem sérhæfir sig í fyrirbrigð-
inu. „Jafnvel þótt hinn lík-
amlegi „galli“ sé smávægi-
legur eru áhyggjurnar gífur-
legar.“
Daglega halda slúðurblöð-
in að okkur nýjustu upplýs-
ingum um lýtalækningar
fræga fólksins. Hver fór síð-
ast undir hnífinn í Holly-
wood? Michael Jackson,
Joan Rivers, Rosanne
Arnold, Cher?
Fólk dæmt eftlr útlitinu
En það er ekki bara fræga
fólkið sem á í vandræðum
með líkamsímynd sína. í
hinum vestræna heimi verð-
ur fólk sífellt óánægðara
með útlit sitt. Hvers vegna?
Menning okkar er gegn-
sýrð þeirri hugsun að við
þurfum að vera aðlaðandi,
sérstaklega ef við viljum
halda elskhuga okkar (eða
ná í nýjan), eignast vini eða
afla hærri tekna. Gamla
klisjan um að ekki sé hægt
að dæma bók eftir kápunni
virðist ekki innihalda neinn
heilagan sannleik í nútíma-
þjóðfélagi, sérstaklega ekki
þegar því er sífellt haldið að
okkur að kápan sé mjög
mikilvæg.
„Við búum í óréttlátu
samfélagi sem dæmir fólk
mjög gjarnan eftir útlitinu,“
segir Pamela Loftus, lýta-
læknir frá Boca Raton.
„Flest okkar vilja bara falla
inn í hópinn, vera „eðli-
leg“.“
Líkamlegt útlit okkar
sendir stöðug skilaboð til
umhverfisins. Aðlaðandi
fólk er talið búa yfir félags-
legri hæfni, ákveðni, háu
sjálfsmati og tilfinningalegu
jafnvægi.
Samkvæmt Daniel S.
Hamermesh fær „ljótt fólk“
lægri tekjur en venjulegt
fólk, sem fær lægri tekjur en
aðlaðandi fólk. Hér vitnar
hann í niðurstöður úr ný-
legri rannsókn sinni.
Jafnvel þótt aðrar rann-
sóknir hafi sýnt að ekki séu
nein tengsl milli útlits mann-
eskju og persónuleika henn-
ar eru mörg okkar enn að
leita að hinu „fullkomna“
útliti.
Nýjustu aðferðir lýtalækn-
inga hafa gert mönnum
mögulegt að skipta út og fá
sér „sterkari" höku.
Collagen-sprautur búa til
„kynþokkafyllri“ varir
breiðtjaldsins. Fegurð er
orðin að verslunarvöru sem
við getum keypt á sama hátt
og við kaupum mat, hún er
bara aðeins dýrari vara.
Lelðln til bata
Kearny-Cooke segir að
sumir sjúklinga hennar séu
svo sannfærðir um „ljót-
leika“ sinn að hún geti ein-
ungis tekið viðtöl við þá í
gegnum síma.
„Fólkið er svo gífurlega
þunglynt og einangrað þeg-
ar það loksins hringir í mig
að það er jafnvel búið að
missa vinnuna og rjúfa öll
tengsl við annað fólk.“
Lýtalækningar hafa vissu-
lega hjálpað mörgum en hjá
miklum meirihluta þeirra
sem íhuga lýtaaðgerðir
kæmi persónuleg vinna að
meira gagni.
Kerney-Cooke hefur séð
miklar breytingar eiga sér
stað við það eitt að fólk
vinni úr skömm sinni, reiði
eða jafnvel því að það nái
færni í samskiptum, verði
ákveðnara o.s.frv.
Johnston bendir réttilega
á: „Ef ég tel fegurð skipta
miklu máli get ég eytt mikl-
um tíma og peningum í bar-
áttu við eðlilega öldrun. En
það er sama hvað ég geri,
þegar ég verð fimmtug mun
ég aldrei líta út fyrir að vera
tvítug.“
58 Vikan