Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 58

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 58
texti: Guðjón Bergmann Lýtalækníngafíklar uerða að læra að oft er heíl- hrigðara að breyta tílfinningunum en líkam- anum. Hér á eftir fylgja nokkrar sögur og upplys- íngar um útlít og útlits- breytingar frá sjúklíngum, sálfræðíngum og læknum í Bandaríkjunum. Mary fannst mjaðmir sínar vera of breiðar þannig að hún fór í fitusog og lét fjarlægja „hliðarpokana". Síðan fór hún í sömu aðgerð vegna fóta sinna sem henni fannst líta út fyrir að vera of „þungir“ miðað við straum- línulagaðar mjaðmirnar. Þar á eftir kom önnur lýtaað- gerð. Og önnur. Og önnur. „Skurðaðgerðirnar voru orðnar að fíkn hjá henni,“ segir sálfræðingur Mary, Joni E. Johnston, höfundur bókarinnar Apperance Ob- session: Learning to Love the Way You Look (HCI 1994). Johnston benti Mary á að hún ætti í miklum vandræð- um með líkamsímynd sína. Oft er talað um alvarleg til- felli af líkamsímyndarvanda- málum sem BDD (Body Dysmorphic Disorder), ástand sem skurðlæknar ráða ekki við. „BDD snýr að því þegar nokkur smáatriði í líkams- byggingu verða að aðal- hugðarefni hjá annars heil- brigðri manneskju," útskýrir Ann Kearny-Cooke, sál- fræðingur frá Cincinnati, sem sérhæfir sig í fyrirbrigð- inu. „Jafnvel þótt hinn lík- amlegi „galli“ sé smávægi- legur eru áhyggjurnar gífur- legar.“ Daglega halda slúðurblöð- in að okkur nýjustu upplýs- ingum um lýtalækningar fræga fólksins. Hver fór síð- ast undir hnífinn í Holly- wood? Michael Jackson, Joan Rivers, Rosanne Arnold, Cher? Fólk dæmt eftlr útlitinu En það er ekki bara fræga fólkið sem á í vandræðum með líkamsímynd sína. í hinum vestræna heimi verð- ur fólk sífellt óánægðara með útlit sitt. Hvers vegna? Menning okkar er gegn- sýrð þeirri hugsun að við þurfum að vera aðlaðandi, sérstaklega ef við viljum halda elskhuga okkar (eða ná í nýjan), eignast vini eða afla hærri tekna. Gamla klisjan um að ekki sé hægt að dæma bók eftir kápunni virðist ekki innihalda neinn heilagan sannleik í nútíma- þjóðfélagi, sérstaklega ekki þegar því er sífellt haldið að okkur að kápan sé mjög mikilvæg. „Við búum í óréttlátu samfélagi sem dæmir fólk mjög gjarnan eftir útlitinu,“ segir Pamela Loftus, lýta- læknir frá Boca Raton. „Flest okkar vilja bara falla inn í hópinn, vera „eðli- leg“.“ Líkamlegt útlit okkar sendir stöðug skilaboð til umhverfisins. Aðlaðandi fólk er talið búa yfir félags- legri hæfni, ákveðni, háu sjálfsmati og tilfinningalegu jafnvægi. Samkvæmt Daniel S. Hamermesh fær „ljótt fólk“ lægri tekjur en venjulegt fólk, sem fær lægri tekjur en aðlaðandi fólk. Hér vitnar hann í niðurstöður úr ný- legri rannsókn sinni. Jafnvel þótt aðrar rann- sóknir hafi sýnt að ekki séu nein tengsl milli útlits mann- eskju og persónuleika henn- ar eru mörg okkar enn að leita að hinu „fullkomna“ útliti. Nýjustu aðferðir lýtalækn- inga hafa gert mönnum mögulegt að skipta út og fá sér „sterkari" höku. Collagen-sprautur búa til „kynþokkafyllri“ varir breiðtjaldsins. Fegurð er orðin að verslunarvöru sem við getum keypt á sama hátt og við kaupum mat, hún er bara aðeins dýrari vara. Lelðln til bata Kearny-Cooke segir að sumir sjúklinga hennar séu svo sannfærðir um „ljót- leika“ sinn að hún geti ein- ungis tekið viðtöl við þá í gegnum síma. „Fólkið er svo gífurlega þunglynt og einangrað þeg- ar það loksins hringir í mig að það er jafnvel búið að missa vinnuna og rjúfa öll tengsl við annað fólk.“ Lýtalækningar hafa vissu- lega hjálpað mörgum en hjá miklum meirihluta þeirra sem íhuga lýtaaðgerðir kæmi persónuleg vinna að meira gagni. Kerney-Cooke hefur séð miklar breytingar eiga sér stað við það eitt að fólk vinni úr skömm sinni, reiði eða jafnvel því að það nái færni í samskiptum, verði ákveðnara o.s.frv. Johnston bendir réttilega á: „Ef ég tel fegurð skipta miklu máli get ég eytt mikl- um tíma og peningum í bar- áttu við eðlilega öldrun. En það er sama hvað ég geri, þegar ég verð fimmtug mun ég aldrei líta út fyrir að vera tvítug.“ 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.