Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 54

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 54
Hann er subbulegur vandinn á milli ykkar stafi af þessu? Getur ekki verið að það sé eitt- hvað annað að ergja þig og þú fáir útrás í að ergja þig yfir því hvern- ig maðurinn þinn hegð- ar sér inni á heimil- inu? Ég á bágt með að trúa að maður- Kæri Póstur, Ég er farin að hafa áhyggjur af sambandi mínu og mannsins míns og því miður er ég hrædd um að það sé mér að kenna að eitt- hvað er að bresta. Við erum búin að vera gift í nærri fimm ár og eigum tveggja ára barn. Ég hreifst meðal annars af manninum mínum vegna þess að hann var svo frjálslegur, ófeiminn og skemmtilegur, en nú er viss hluti af þessum per- sónuleikaeinkennum farinn að fara óskaplega í taugarn- ar á mér. Mér finnst hann ekki bera nokkra virðingu fyrir mér lengur og vera alveg sama um mig og hvað mér finnst. Þetta kemur helst fram í því að hann er hættur að nenna að vera huggulegur til fara í návist minni. Mér finnst hann farinn að verða subbu- legur þegar við erum ein. Ef við erum heima við nennir hann varla að klæða sig al- mennilega, er stundum bara á joggingbuxum einum fata, órakaður og ber að ofan. Hann er að vísu alltaf hreinn. Svo er hann er alveg ófeiminn við að leysa vind þótt ég sé nálægt og hann hlær bara ef ég verð reið yfir því. Ég þoli heldur ekki þeg- ar hann sest inn í sofu og setur fæturna upp á borð meðan hann er að lesa. Er ég eitthvað skrýtin? A ég bara að sætta mig við þetta, eða hvað? Ég er ekki viss um að ég geti það. s.o.s. 54 Vikan Kæra S.O.S. / ' Nú er erfitt að I svara. Fólk er svo ólíkt og gerir svo I misjafnar kröfur í l f einkalífi sínu. Sumum finnst þú eflaust einum of vandfýsin, öðrum að þú hafir fullkom- w J lega rétt fyrir þér. ^Wl Sumum konum r- finnst karlinn þeirra sætastur og bestur þegar hann er heima, frjálslegur í fasi og jafnvel léttklæddur. Aðrar konur vilja helst ekki þurfa að horfa upp á nokkurn mann hálfklæddan og ótilhafðan og það gildir jafnt um eiginmanninn sem aðra. Það er líka matsatriði hvort hreinn maður sé subbulegur þótt hann sé fá- klæddur og jafnvel órakaður inni á sínu eigin heimili. Sumum karlmönnum leiðist að raka sig á hverjum degi, mörgum finnst það jafnvel vont og skeggbrodda er varla hægt að flokka undir óþrif þótt sumum konum finnist þeir svolítið rónalegir meðan öðrum konum finnst þeir bara“sexí“. Það er í raun þitt eigið mat sem skiptir máli, ekki annarra og það er líka þitt að velja hvort þú vilt vera með þessum manni áfram og sættast við alla þætti per- sónuleika hans eða ekki. Það er mjög sennilegt að þið eigið bæði erfitt í þessu sambandi fyrst þið hafið svona ólíkar skoðanir á því hvernig heimilislífið á að vera. En ertu viss um að inn geri þetta ein- ungis til að storka þér, hann er eflaust frjálslegur að eðl- isfari og líður einfaldlega best þegar hann getur slak- að á heima og verið hann sjálfur. Hefurðu prófað að- ferðina sem virkar mjög vel á suma karlmenn - þ.e.a.s. að hæla honum rosalega þegar hann er fínn og hvetja hann til dáða. Það gefur góða raun hjá mörgum. Hef- urðu reynt að segja honum hvernig þér líður þegar hann hagar sér svona (ekki með rifrildistón og skömmum, heldur bara útskýringum) og spyrja hann hvort hann vilji gera eitthvað til að koma í veg fyrir þessa van- líðan þína. Ég vona að þið getið fundið réttu leiðina til að leysa þennan vanda. Mundu bara að þetta er þitt líf og þú verður sjálf að finna út úr því hverju þú vilt fórna til að halda hjónabandi þínu í lagi. Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. etfang: vikan ©frodi.is num pegar: Þú átt lifandi pottaplöntur. Þér finnst fáránlegt að gera það í einbreiðu rúmi. Það er meira af mat en bjór í ísskápnum. Klukkan sex er fótaferðatími en ekki háttatími. Þú gengur stundum með regnhlíf. Þú horfir á veðurfregnir í sjónvarpinu. Vinir þínir giftast og skilja í stað þess að byrja og hætta saman. Gallabuxur og bolur eru ekki lengur „spariföt". Það ert þú sem hringir í lögregl- una út af partíi nágrannans. Bílatryggingar lækka, bílaaf- borganir hækka. Hundurinn þinn fær hundamat, ekki hamborgara. Þú sefur ekki lengur á sófa kunningjanna eftir partí. Þú færð þér ekki lengur blund frá hádegi fram að kvöldmat. Þú ferð í lyfjaverslun eftir brjóstsviðatöfIum og gyllinæð- arkremi í staðinn fyrir að kaupa smokka og þungunarpróf. Tveir lítrar af rauðvíni eru ekki lengur „eðalvín" að þínu mati. Það er fleira en 1944- réttir, bland, snakk og ídýfur á inn- kaupalistanum þínum. Þú segir: „Ég bara þoli ekki að drekka eins mikið og ég gerði“ i staðinn fyrir „Ég ætla aldrei að drekka aftur.“ 90% af tíma þínum fyrir framan tölvu fer í vinnu. Þú drekkur ekki heima til að spara pening áöur en þú ferð á bar. Barnið þitt fær hláturskast þeg ar það heyrir uppáhaldslagið þitt. Það er orðið of langt siðan þú útskrifaðist úr Háskólanum þegar þú færð reiðikast i mátunar- klefanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.