Vikan


Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 56

Vikan - 08.02.2000, Blaðsíða 56
Fyrir nokkrum árum hefðu sennilega flestir talið að ég væri lukkunnar pamfíll. Ég var gift einstaklega góðum manni og við áttum tvö börn saman. Okkur gekk vel f járhagslega og framtíðin brosti við okkur. Ég var í góðri vinnu en samt var eins og aiitaf vantaði eitthvað. Börnin voru orðin stálpuð og hau börfnuðust mín ekki jafn- mikið og áður. Ég býst við að við bað hafi myndast tóm í lífi mínu sem ég náði ekki að fylla. Maðurinn minn og ég áttum fá sameiginleg áhugamál önnur en heimilið og mér fannst ég einmana. Þá byrjaði að vinna með mér maður sem var bó nokkru yngri en ég. Hann var ráðinn að- stoðarmaður minn en lengi hafði staðið til að ég fengi hjálp við verkefnin. Eg hefði sjálf frekar viljað fá konu í þetta starf en fljótlega breytt- ist skoðun mín. Maðurinn reyndist bæði fær í starfi og ein- staklega lipur og ljúfur í sam- starfi. Hann var auk þess mynd- arlegur og aðlaðandi þannig að samstarfskonur mínar höfðu orð á því að þær hefðu ekki mikið á móti því að fá svipaðan mann sér til aðstoðar. Við höfðum ekki unnið saman lengi þegar ég fór að finna fyrir því að ég dróst ómótstæðilega að þessum manni. I hvert skipti sem hann kom nálægt mér fóru hendurnar á mér að titra, ég svitnaði í lófunum og ótal fiðr- ildi byrjuðu að flögra um í mag- anum á mér. Aldrei datt mér þó í hug að þessar tilfinningar mín- ar væru endurgoldnar svo ég passaði mig vel á því að gefa aldrei til kynna hvernig mér leið. Samt fannst mér ég verða vör við það að hann kæmi nær mér en hann þyrfti þegar við skoðuðum pappíra og skýrslur og hann færði sig aldrei undan ef ég þurfti að ganga fram hjá honum á þröngri skrifstofunni. Fór ekki leynt með hrifningu sína Eftir að hafa unnið saman í rúmt hálft ár var haldin árshá- tíð hjá fyrirtækinu. Samstarfs- maður minn hélt sig nærri mér allt kvöldið og bauð mér nokkrum sinnum upp í dans. Þetta var svo áberandi að nokkrar samstarfskonur höfðu orð á því við mig að hann virtist ekki geta vikið langt frá pils- faldi mínum. Maðurinn minn hló að þessu og sagðist glaður að sjá að fleiri kynnu að meta kvenlega fegurð en hann einn. Við þetta helltist yfir mig sektarkenndin, enda gat ég ekki ann- að en játað fyrir sjálfri mér að mér þótti athygli unga mannsins betri en góðu hófi gengdi. Eftir þetta leið ekki langur tími áður en við vorum orðin elskendur. Þrátt fyrir að ég þyrfti að vinna óvenjumikla yf- irvinnu og eyddi stöðugt meiri tíma í vinnunni grunaði mann- inn minn ekki neitt. Þegar ég sagði honum loks að ég vildi skilnað og af hverju varð það honum áfall. Hann grét eins og barn og margbað mig að endur- skoða ákvörðun mína. Hann var tilbúinn að fyrirgefa mér framhjáhaldið bara ef ég léti þessu lokið og við reyndum að byggja upp líf okkar saman að nýju. Ég var hins vegar blinduð af hrifningu og gat ekki hugsað mér að sleppa elskhuga mínum. Ég var sannfærð um að þetta væri mitt síðasta tækifæri til að njóta hamingju og ég ætlaði ekki að kasta því frá mér. Ég flutti inn til unga mannsins og skilnaður okkar hjónanna var keyrður í gegn eins hratt og unnt var. Húsið var selt og fyrir andvirðið gátum við hvort um sig keypt okkur mun minni íbúðir. Hvorugt barnanna minna vildi búa hjá mér. Dóttir mín varð eftir hjá pabba sínum en sonur okkar var í Háskólan- um á þessum tíma og hann kaus að flytja að heiman þótt það hafi ekki staðið til áður en til þessara breytinga kom. Hann hafði hugsað sér að Ijúka nám- inu áður en hann færi að búa annars staðar. Það kom ekki til greina af hans hálfu að búa með mér og unga manninum. Sjálfstraustið hrundi Fyrstu mánuðirnir í nýju sam- búðinni voru dásamlegir. Við vorum ákaflega samstilltir elskendur og mér fannst við eiga mun meira sameiginlegt en ég og maðurinn minn fyrrver- andi. Ég tók þó eftir því að Kílóin hrundu af mér, það vantaði ekki, en ekkert bætti það sjálfstraustið. okkur gekk ekki eins vel að vinna saman og áður. Sambýlis- maður minn gagnrýndi vinnu- brögð mín oftar en hann hafði áður gert og hann gerði stund- um ýmislegt þvert ofan í fyrir- mæli mín. Þetta varð til þess að árekstrar urðu í vinnunni og eftir því sem þeir jukust varð andrúmsloftið þyngra heima fyrir. Ég reyndi að leiða honum fyrir sjónir að ég hefði mun meiri reynslu en hann í þessu starfi og hefði gegnt því með góðum árangri í mörg ár. Hann svaraði fullum hálsi á móti og sagði vinnubrögð mín vélræn og stöðnuð. Ég skildi að við svo búið mátti ekki standa og gaf eftir. Við unnum sífellt meira eftir hans fyrirsögn og hans höfði og ég varð stöðugt óöruggari með mig. Ég efaðist um ást hans á mér og fór að reyna að bæta út- lit mitt, byrjaði í líkamsrækt og ströngum megrunarkúr. Kílóin hrundu af mér, það vantaði ekki, en ekkert bætti það sjálfs- traustið. í stað þess að verða glæsilegri fannst mér ég líkjast æ meira reyttum kjúklingi. Húðin bar þess merki að ég hafði átt börn og eftir því sem ég varð grennri varð það meira áberandi. Brjóstin sigu einnig þegar fitan minnkaði og ég hafði miklar áhyggjur af því. Það endaði með því að ég fór í brjóstaaðgerð og fékk silikon- fyllingar í brjóstin. Þetta var dýr aðgerð en ég taldi mér trú um að hún myndi borga sig. Það var hins vegar sama hvern- ig ég bugtaði mig og beygði, sambandið lagaðist ekki. Ég fann fljótt að vinnuaðferðir 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.