Vikan


Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 8
Of mikil metorðagirnd innan Þjóðkirkjunnar Haukur hefur verið óstöðv- andi í þekkingarleit sinni og hefur fundið heimildir um dagsrúnirnar og þennan hluta goðafræðinnar víðs vegar um heim. „Ég hef smám saman verið að koma þessu kerfi saman og fundið dagsrúnir fyrir hvern dag í mörgum löndum s.s. Þýskalandi, Sví- þjóð, Póllandi og Frakklandi. Dagsrúnirnar voru skornar út á stórar súlur, eins og öndveg- issúlur Ingólfs Arnarsonar sem voru að mínu mati ekk- ert annað en stór dagatöl, þegar eitthvað merkilegt gerðist á viðkomandi stað, héraðshöfðinginn eignaðist barn eða mikil hátíð var hald- in. Því hef ég smám saman fundið rúnir fyrir flesta daga ársins. Stundum fann ég meira að segja margar rúnir fyrir einn og sama daginn en stundum fann ég enga rún fyrir ákveðinn dag og þá varð ég bara að nota ímyndunar- aflið. Ég fann t.d. enga rún fyrir 6. desember sem var kallaður Sindradagur í Þýska- landi. Sindri er sá sem smíð- ar hamar Þórs og því ímynda ég mér að merkið fyrir þenn- an dag hljóti að vera hamar. Svona hef ég þurft að krafla mig áfram til þess að fá rúnir fyrir alla daga ársins.“ Eins og áður sagði hyggur Haukur á markaðssetningu á þessum hugmyndum sínum víðs vegar um lönd. Hann segist hafa fundið fyrir mikl- um áhuga á þessum hug- myndum sínum meðal fólks af ólíkum þjóðum. Hverju skyldi það sæta? „Ég held að í og með kitli þessar dagsrún- ir hégómleikann í okkur öll- um. Fólki finnst gott að eiga sitt eigið merki eða rún, eitt- hvað sem það getur auðkennt sig með, staðfest sjálfan sig með og sagt: „Þetta er ég.“ Það er manninum nefnilega svo mikilvægt að hafa eitt- hvert svona haldreipi til þess að feta sig eftir.“ Þráttfyrir miklar sviptingar innan hennar tilheyrir meiri- hluti landsmanna samt þjóð- kirkjunni. En er þessi mikli áhugi á þínum hugmyndum sem þú hefurfundiðfyrir ekki merki um að fólk finni ekki þetta haldreipi í trúnni og vilji leita annað? „Ég veit það ekki. Fólk leit- ar þessarar staðfestingar meðal annars í trúnni en þessi leit er mörgum mjög erfið og margir eru að leita í myrkri. Ég finn þessa staðfestingu mína í listinni en margir hreint og beint gefast upp í þessari leit. Það ríkir hins vegar mikil valdabarátta innan þjóðkirkj- unnar núna sem veldur ringulreið. Það er nú alveg á mörkunum að ég nenni að mynda mér skoðun á þessu hjákátlega rugli þessarra smá- menna sem berjast um feit- ustu brauðin. Inn á milli eru auðvitað til ákaflega trúaðir menn sem eru í prestsstarfinu af hugsjón en þeir verða allt að því að athlægi. Fólk vill ekkert blanda trúnni of mik- ið inn í kirkjuna eins öfugsnú- ið og það kann að hljóma. Fólki finnst slíkt bara leiðin- legt. Eins og aðrir menn þurfa prestar alltaf að vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum og þar kemur metorðagirnd- in inn í sem getur orðið of stór hluti af starfinu og flækt mál- in.“ Haukur er samt ekki á því að fólk þurfi að velja á milli þessara hugmynda og trúar sinnar. Það sé alveg hægt að halda í hvort tveggja. „For- feður okkar voru opnir fyrir straumum víða að og mér finnst að fólk þurfi ekki að velja á milli.“ Þjóðminjasafníð ol íhaldsöm stofnun Hauki er mikið í mun að koma þessum hugmyndum sínum og þekkingu á framfæri víða um lönd og segir hann aðalmarkmið sitt með þessu grúski vera að þekkingin glat- ist ekki. Hann hefur ákveðn- ar skoðanir á hlutverki Þjóð- minjasafnsins þegar kemur að varðveislu menningararfs- ins. „Vísindamennirnir á Þjóð- minjasafninu hugsa öðruvísi en við listamennirnir. Lista- menn nota innsæið og fikra sig þannig áfram en vísindamenn henda málinu bara frá sér ef þeir hafa ekki staðfestingu og sannanir fyrir öllu sem þeir eru að gera. Þeir eru of ragir við að beita innsæinu vegna þess að því fylgir sú áhætta að maður geti haft rangt fyrir sér. Slíka áhættu þora þeir ekki að taka því þeir eru svo ofsalega hræddir um að þá verði hleg- ið að þeim. Það hefur nú hins vegar oft komið fram að inn- sæið reynist rétt og eitthvað nýtt kemur fram vegna þess að viðkomandi listamaður þorði að taka áhættu. Þá taka vísindamennirnir við sér og segja: „Þetta gæti nú verið rétt hjá þér.“ Þjóðminjasafnið þarf að vera íhaldsamt en að mínu mati er það of íhaldsamt. Það vantar eitthvert líf í safnið og mannskapinn þar. Þegar maður kemur á listasöfn í út- löndum iðar allt af lífi og fjöri og vísindamennirnir hafa gaman af að ræða málin og fikra sig áfram. Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég kem á söfn í Þýskalandi og ræði hug- myndir mínar við prófessora þar er allt opnað og þeir boðnir og búnir að aðstoða mig og skoða málin. Það er svo heillandi að komast inn í þennan heim og svo gaman að komast að því hvernig þessir forfeður okkar hugsuðu. Forfeður okkar voru húmoristar og hugsuðir sem við getum lært ýmislegt af og því má þessi heimur ekki glatast," eru lokaorð Hauks að þessu sinni. 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.