Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 48
Þegar Sólveig Krist-
björg er ekki í vinn-
unni l'er htin olt í
giingutúr uni Naut-
hólsvíkina með
hunclana sína tvo.
Stunduni slæpist litin í
iniðhænum, fer á
kaifihiis og skoðar
mannlífið.
„Frábær
nn nnlfinr nnrii II
Kærastinn innan um tækjarus!...
Sólveig hafði unnið hjá fréttastofu Sjónvarps-
ins í eitt ár áður en hún hóf störf hjá Skjá einum. Einnig stund-
aði hún nám í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands í fyrra.
„Mér fannst mjög gott að vinna hjá Ríkissjónvarpinu, bæði
lærdómsríkt og skemmtilegt“ segir hún. „Þar eru og hafa ver-
ið góðir fréttamenn og alveg synd hve margir hafa horfið
þaðan til annarra starfa. Ég vann sem skrifta og stýrði lesvél-
inni stundum líka. Um sumarið leysti ég af á fréttastofunni.
Svo fann ég mér mann innan um eitthvert tækjarusl hjá Sjón-
varpinu,“ segir hún glettnislega.
Þessi reynsla sem Sólveig Kristbjörg ávann sér hjá Ríkis-
sjónvarpinu hefur án efa komið sér vel í nýja starfinu á þess-
ari yngstu fréttastofu landsins.
„Jú,jú,“ segir hún. „Við hjá Skjá einum erum alltaf að slíp-
ast til og verða betri. Nú eru aðrir fjölmiðlar farnir að taka upp
fréttir eftir okkur. Sumir vitna í okkur en ekki allir. En svona
gengur þetta fyrir sig í þessum bransa,“ segir Sólveig Krist-
björg að lokum.
Sólveig Kristbjörg Bergmann Þuríðardóttir heitir hún
fullu nafni fréttakonan sem les fréttir á Skjá einum.
Hún er brosmild í sjónvarpinu og virðist ekki taka
sjálfa sig alltof hátíðlega þótt hún segi fréttirnar af ör-
- yggiogfestu.
r „Ég hef unnið hjá Skjá einum frá upphafi og fyrstu vikurn-
o ar hér þurftum við heldur betur að taka til hendinni," segir
“ “ Sólveig brosandi. „Það átti eftir að skrúfa saman stóla og skrif-
ö ^ borð og tengja öll tæki en margar hendur vinna létt verk.
ra o Mér fannst spennandi að fá að taka þátt í þessu frá byrjun.“
= = Fréttirnar á Skjá einum eru ekki eins og á hinum frétta-
= _ stofunum því Sólveig og kollegar hennar leita uppi öðruvísi
~ “ efni til að hafa með því helsta sem er fréttnæmt hverju sinni.
■=> = „Við reynum að falla ekki í þá gryfju að elta uppi frétta-
cs U3 mannafundi þar sem til dæmis er verið að segja frá lækkun á
" ” símagjöldum," segir Sólveig. „Ég fylgist reyndar með frétt-
x = um allan daginn, a.m.k. þegar ég er í vinnunni. Við höldum
“ s fundi þar sem verkefnum er útdeilt og þar sem við höfum
aðeins einn tökumann verðum við að skipuleggja
okkur vel.“
Andi Egils svífur yfir fréttastofunni
Þegar horft er á Skjá einn skín áberandi í gegn
hvað starfsmenn virðast ánægðir með starf sitt.
Sólveig tekur undir þetta og segir þetta vera ekta.
„Samvinnan hjá okkur á Skjá einum er mikil og
góð,“ segir hún. „Það eru allir að vesenast í öllu
hjá öllum og innbyrðis samkeppni er engin. Við
erum sérlega heppin að hafa Sigurstein Másson
sem yfirmann, enda hefur hann langa reynslu af
fréttamennsku,“ segir Sólveig. „Einnig svífur
andi Egils Helgasonar yfir og hann er eins og
gangandi alfræðiorðabók."
Fyrsta útsendingin og meinlegur nafn-
aruglingur
Frumraun Sólveigar í fréttum var fyrstu helg-
ina í júlí í fyrra í útsendingu frá Þórsmörk „Ég var
frekar smeyk og hafði kannski ástæðu til þess,“
segir hún. „Um 30 ölvaðir og öskrandi ungling-
ar stóðu í kringum mig og hvöttu mig áfram með
hrópum og köllum og skvettu yfir mig áfengi.
Þetta gekk, en var nokkur eldskírn.“ Sólveig
brosir og segir að margt skondið geti gerst í svona
vinnu.
„Ég var einu sinni að vinna að frétt um heil-
brigðismál fyrir Skjá einn og hringdi í lækni sem
tengdist málinu,“ segir hún. „Hann tók því afar
ljúflega að koma í viðtal og við mæltum okkur
mót. Hann bað mig um að koma til sín í Kringl-
una. Ég spurði hvort hann væri ekki örugglega
á læknastöðinni á þriðju hæð en hann hváði og
sagðist vera að vinna á pizzustað annars staðar í
húsinu. Þetta var þá ekki læknirinn heldur alnafni
hans,“ segir Sólveig og brosir. „Pizzumaðurinn
elskulegi var búinn að samþykkja að koma í við-
tal þótt hann vissi ekki um hvað það átti að fjalla.
Ég náði svo í rétta manninn og þetta gekk allt
vel að lokum,“ segir hún.
Sólueig 1
frénakona hjá
Skjá einum
48
Vikan