Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 44
Gunnhildur Lily Magnúsdúiiir þýddi.
HNEYKSLANLEGT BQNORB
Sunnudagurinn byrjaði
vel því sólin skein
glatt og ekki sást ský
á himni. Laura var
komin út í bíl og lögð af stað
út í buskann fyrir klukkan
átta um morguninn. Hún
hafði hugsað sér að koma sér
vel fyrir á einni strönd-
inni sunnan við Sidney.
Það var að vísu of kalt
til þess að svamla í sjón-
um enda komið haust
en hún gat vel hugsað
sér að blunda í volgum
sandinum og slappa af
fram eftir degi. Hún
geispaði við tilhugsun-
ina enda hafði hún ekki
sofið lengi síðastliðna
nótt.
Hún sofnaði fast um
leið og hún kom á
ströndina og lagðist í sandinn.
Hún var útkeyrð á líkama og
sál eftir álag síðustu vikna og
svaf því fast allan morguninn.
Eftir hádegi fór hún í göngu-
ferð um ströndina og gekk
fram og til baka eftir henni í
langan tíma. Þegar hún settist
loks niður helltust áhyggjurn-
ar yfir hana. „Myndi Dirk gef-
ast upp á að bíða eftir henni
eða myndi þetta misheppnast
hjá henni?
Hann hafði aldrei gefist
upp á neinu allt sitt líf. Það
var honum að þakka að hún
hafði fengið stöðuhækkun í
vinnunni og það var honum
að þakka að hún hafði lært að
synda. Hann hafði ýtt henni
áfram en þó alltaf með ástúð.
Það hafði henni alla vega
fundist þá.
Núna velti hún því fyrir sér
hvort Dirk hefði virkilega
verið að hugsa um hennar hag
þegar hann ýtti henni áfram
eða kannski sinn eigin hag.
Kannski hafði hann bara
hjálpað henni að komast
áfram í vinnunni vegna þess
að hann gat ekki hugsað sér
að eiginkona hans ynni bara
sem afgreiðslustúlka í vöru-
húsi. Slíkt hentaði ekki eig-
inkonu frægs lögfræðings.
Laura fól andlit sitt í hönd-
um sér. „Ég verð að hætta að
hugsa svona, annars verð ég
brjáluð," sagði hún lágt við
sjálfa sig og andvarpaði. Það
skipti engu máli hversu góð-
ur og umhyggjusamur Dirk
hafði verið einu sinni, hann
var gjörbreyttur maður nú.
Það var sannleikurinn og það
eina sem Laura gat treyst á.
Það dró ský fyrir sólu um
hálfsexleytið og golan varð
kaldari. Laura neyddist til að
yfirgefa ströndina en hún var
samt ákveðin í því að fara
ekki strax heim. Dirk myndi
örugglega bíða hennar heima.
Laura fann mikið fyrir því á
þessari stundu að hún átti
enga fjölskyldu og fáa vini
sem hún gat heimsótt. Það
hefði verið notalegt að fara í
heimsókn til einhvers vin-
gjarnlegs ættingja eða vinar,
annarra en Morries og Car-
melar, til að eyða tímanum.
Allt í einu skaut vingjarnlegu
andliti Hesterar upp í huga
Lauru.
„Ég veit ekki einu sinni
hvar hún á heima,“ hugsaði
Laura með sér þegar hún
gekk að bílnum sínum. „Ég
gæti nú svo sem flett henni
upp í símaskránni. Það geta
nú varla verið svo margar
konur sem heita Hester App-
leyards, jafnvel í jafnstórri
borg og Sidney,“ hugsaði
Laura með sér. En hafði hún
ekki sagt að hún byggi með
einhverjum manni? Þá myndi
hún ekki vilja að ég truflaði
hana loksins þegar hún á frí
frá vinnunni. Ég verð bara að
drepa tímann ein. Kannski
get ég farið á McDonald’s og
fengið mér að borða og farið
svo í bíó. Eftir það ætti mér að
vera óhætt að fara heim,“
hugsaði Laura með sér.
Bíómyndin var alveg
hörmuleg og Laura hefði
gengið út í hléi ef hún hefði
getað fundið sér eitthvað ann-
að að gera. En hún hafði ekk-
ert annað að gera og því sat
hún og horfði á vitleysislega
hryllingsmyndina sem engin
glóra var í.
Hún var pirruð yfir því að
hafa eytt peningunum í svona
lélega mynd en hún var samt
ánægð þegar hún áttaði sig á
því, að myndinni lokinni, að
hún hafði ekkert hugsað um
Dirk síðustu tvo tímana.
En um leið og hún var kom-
in út í bíl var hún aftur farin
að hugsa um Dirk. Skyldi
hann bíða ennþá eftir henni?
Henni fannst það ósennilegt
því klukkan var orðin hálftíu
og yrði orðin meira en tíu
þegar hún kæmi heim. Dirk
var vanur að mæta snemma
á skrifstofuna á mánudögum
og fór því alltaf snemma að
sofa á sunnudagskvöldum.
Hann myndi ekki breyta út
af venjunni nú. Eða hvað?
Hann hafði reyndar breyst
svo mikið síðan þau Laura
skildu að hann gat vel hafa
breytt þessari venju sinni líka.
Hún hristi höfuðið hneyksluð
og varð bitur er hún hugsaði
um hversu mikið Dirk hafði
breyst.
Laura var komin heim rétt
fyrir klukkan tíu. Gatan sem
hún bjó við var þröng og því
voru ekki næg bílastæði við
hana. Samt sem áður urðu
þeir sem ekki voru með bíl-
skúra að leggja við götuna.
Laura ákvað því að keyra nið-
ur eftir allri götunni til þess að
athuga hvort hún sæi nokk-
uð bílinn hans Dirk, bláan
Jaguar.
Bílinn var ekki þar. Eini
Jaguarinn sem hún sá í göt-
unni var svartur. Hún and-
varpaði fegin eftir þessa vett-
vangskönnun sína og keyrði
bílinn sinn inn í bílskúr.
Kannski var hún enn
taugatrekkt eftir myndina
eða spennt vegna Dirks en
hún áttaði sig á því þegar hún
hafði lokaði útidyrunum á
eftir sér að hún hafði haldið
niðri í sér andanum alla leið-
ina frá bílskúrnum. Hún setti
keðjuna fyrir dyrnar og hló
með sjálfri sér. „Kjáni er ég!“
sagði hún upphátt.
Það var hrollur í henni og
hún dreif sig inn á bað til þess
að láta renna í baðkerið. Frá
því að hún og Dirk skildu
hafði hún alltaf farið í langt
bað á sunnudagskvöldum til
þess að róa taugarnar og
tæma hugann.
Reyndar hafði Laura kom-
ið sér upp alls kyns venjum á
kvöldin, eftir að Dirk fór, til
þess að auðvelda sér að sofna.
Stundum stundaði hún lík-
amsrækt á kvöldin að kappi,
stundum saumaði hún og
stundum las hún áður en hún
fór að sofa. Þó aldrei ástar-
sögur. Þær myndi hún ekki
lesa framar.
Ef allar þessar aðferðir
brygðust henni neyddist hún
til þess að taka róandi lyf sem
heimilislæknirinn hafði skrif-
að upp á fyrir hana eftir að
móðir hennar dó. Hún hafði
reyndar, að eigin mati, verið
orðin dálítið háð þeim á tíma-
bili eftir að Dirk fór en það
hafði breyst þegar Morrie
bað hana að sjá um búning-
44
Vikan