Vikan


Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 10

Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 10
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Hreinn Hreinsson Páskatertan komin á sinn stað og búið að le}>{«ja gula stellið á borð. Skemmtilegar hefðír og uenjur skapast oft í kringum páskadagana. Hefðirnar geta verið í kringum skreyt- ingar, borðbúnað eða sjálfan páskamatinn. Kristrún Guðmundsdúttir, kennari og náms- og starfsráð- gjafi, er ein peirra sem uar alltaf dugleg að halda páskadaginn hátíðlegan á meðan börnin hennar uoru lítil. Hún bakaði stúra marsípantertu sem hún drú fram begar börnin uoru búin að fá síg fullsödd af páskaeggjum. „Við höfðum þann háttinn á að krakkarn- ir náðu í páskaeggin sín inn í ísskáp og komu með þau inn í herbergi til okkar. Við sátum svo öll saman uppi í hjóna- rúminu. Við gættum þess að hafa glös og nóga mjólk hjá okkur og nutum þess að borða eggin í rólegheitum saman. Við lásum máls- hættina hvort fyrir ann- að og útskýrðum fyrir krökkunum það sem þau ekki skildu. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir fórum við á fæt- ur og fljótlega var páskatertan tekin úr ís- skapnum og borin á borð.“ Páskatertan var alltaf stór marsip- anterta sem hefði sómt sér vel í fermingar- veislu. Húsmóðirin lét sig ekki muna um að búa sjálf til marsipanið og skreyta tertuna af mikilli kostgæfni. „Ég bakaði tertuna yfirleitt á laugardagskvöldinu og kældi hana yfir nóttina. Ég reyndi að hafa hana svolítið ólíka, ár frá ári. Stundum bjó ég til páskaunga úr marsipaninu en svo breytti ég út af venjunni og skreytti hana með blómum ein- hverju sinni. Það var alltaf svolítill spenningur hjá krökkun- um að sjá hvernig skrautið á tertunni yrði það árið.“ Kristrún og fjölskylda eru á kafi í hestamennsku og því nota þau páskafríið gjarnan til útreiða ef vel viðrar. Spenn- ingurinn að komast út í hesthús var oft það mikill á páskadags- morgun, að páskatertan var borin á borð í kaffistofu hesthúss- ins, fjölskyldumeðlimum til ómældrar ánægju. En hefð- irnar í kringum páskadaginn eru fleiri á heimilinu. „Á páskadag ber ég kaff- ið fram í gulu kaffistelli sem hefur fylgt fjölskyldunni lengi og tengist mörgum góðum minningum. Þetta stell nota ég bara á jólum og páskurn.11 Á meðan börnin voru lítil voru þau dugleg að föndra und- ir öruggri leiðsögn móður sinnar. Þau teiknuðu, lituðu og mál- uðu á egg, svo fátt eitt sé nefnt. Það var líka föst hefð að fjöl- skyldan klippti trjágreinar, viku fyrir páska, og börnin skreyttu þær fallegu skrauti. En hvaða mat eldar þú á páskadag? „Ég elda nú oftast hamborgarhrygg en ef ég bregð út af venj- unni þá er það helst að ég sjóði hangikjöt. Ég er ekki mjög fast- heldin á matinn“ Kristrún og eiginmaður hennar, ætla að nota páskafríið í ár til að heimsækja elstu dóttur sína, sem býr erlendis og sjá ný- fætt barnabarn sitt. Þó að börnin á heimilinu séu orðin full- orðið fólk, fannst Kristrúnu lítið mál að baka eina páskamarsipantertu, svo að lesendur Vikunnar gætu séð tert- una sem börnin hennar fengu alltaf á páskadag. 10 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.