Vikan


Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 22
Dauði Aðfaranótt annars í jólum áríð 1996 drao eínhuer hína sex ára gömlu JonBenét Ramsey á heímilí hennar í Boulder í Colorado. Um morg- uninn hegar móðir hennar fór á stjá fann hún bréf með lausnargjaldskröfu mannræn- ingja á gólfinu og hún hringdi strax á lögregluna. Leitað uar í húsínu en JonBenét fannst ekkí. Lögreglan yfírheyrði for- eldrana og bjó sig undir að biða hess að mannræníngj- arnír hefðu samband. Nánir uínír Ramseyhjónanna komu tíl að uera heím til halds og trausts og uppúr hádeginu ákuað John Ramsey, faðir JonBenét, að leita aftur í hús- inu, aðallega í huí skyní að athuga huort eitthuað annað hefði ueríð tekið. Lík Jon- Benét fannst bá í litlu her- bergí í kjallaranum sem kall- að uar uínkjallarínn. Barnið hafði uerið misnotað kyn- ferðislega og uar lík hess uafið í teppi sem uenjulega uar undír lakinu í rúminu hennar en hafði uerið tekið og hent í huottauélina uegna hess að barnið uættí rúmið. Engin buottakarfa uar í húsi Ramsey fjölskyldunnar og aðeins sá sem uissi huernig hau fóru að með óhreínt tau hefðí getað uitað huar ábreiðunnar uar að leíta. Jolin og l'iilsy Uainsey í sjón- v:ir|)svióliili scin |)iiu veillu sköiiiiiin ef'lir nó dóllir jieirra dó. fegupðardrottningan Mikil lögreglurann- sókn fór í gang eft- ir þessa atburði en því miður skilaði hún engum árangri. Ekki er enn vitað hver morðingi JonBenét litlu var. Sumir trúa því að ann- að hvort foreldra hennar hafi drepið hana. Engin merki fund- ust um að einhver hefði brotist inn. John Ramsey hafði brotið glugga í kjallara hússins til að komast inn nokkrum vikum áður og undir glugganum stóð ferða- taska. I glugganum var köngurló- arvefur sem var óskemmdur og þótti það benda til þess að sú leið hefði ekki verið farin inn í húsið en það sannar þó ekkert því við ákveðin skilyrði geta köngulær ofið vefi sína eða gert við þá ótrú- legahratt. Alausnargjaldskröfu- bréfinu var ekki að finna nein fótspor þótt það hefði legið í neðsta þrepi hringstiga í húsinu. Patsy Ramsey kvaðst hafa farið niður stigann en stigið yfir þrep- ið. Lögreglumenn reyndu að fara niður stigann á þennan hátt og komust að því að það er mjög erfitt án þess að missa jafnvæg- ið. Getum hefur verið því leitt að því að Patsy sé morðinginn. Auk þess töldu rithandarsér- fræðingar sem rannsökuðu lausnargjaldskröfubréfið sig ekki geta útilokað að hún hefði skrif- að það. Barnið var misnotað kynferð- islega og leifar af sæði fundust á ábreiðunni sem líkið var vafið í og hár af kynfærasvæði. DNA rannsókn leiddi í ljós að enginn nánustu ættingja JonBenét hafði þessa DNA samsetningu. Vinir Ramseyfólksins voru sumir rann- sakaði en aðrir ekki. Ætla mætti að þetta sannaði sakleysi Johns, föður JonBenét, og eldri bróður hennar en svo er ekki. DNA rannsóknir eru framkvæmdar á ögn annan máta í dag en þá var og hugsanlegt að breyttar rann- sóknaraðferðir geti leitt annað í ljós. Einnig er talið að sæðisblett- urinn sé blandaður með DNA annarrar manneskju (annað- hvort sæði tveggja einstaklinga eða annar líkamsvessi) og það kynni að rugla niðurstöður. Hár- ið hefur verið greint en því mið- ur er eitt hár svo lítið og svo verð- mætt sönnunargagn að ekki er unnt að prófa það frekar nema fleiri sönnunargögn komi til sem bendi eindregið til sektar ákveð- ins manns. Hárið hefur því aldrei verið borið saman við hár Ramseyfeðganna. Rannsóknin klúður Bandarískur blaðamaður, Lawrence Schiller, hefur skrifað bók um atburðina í Boulder. Hann eyddi rúmum tveimur árum í að taka viðtöl við ríflega 200 íbúa bæjarins, fara yfir öll málskjölin og tala við alla þá er að rannsókn morðsins komu. Schiller eyðir miklu púðri í að lýsa því hversu mikið áfall morð- ið var fyrir alla íbúa bæjarins og hann gagnrýnir rannsóknarað- ferðir lögreglunnar harðlega. Lögreglan í Boulder hafnaði að- stoð alríkislögreglunnar og ákvað að sjá ein um þessa viða- miklu rannsókn sem krafðist í raun hæfni sem var langt utan getu hennar. Ósamkomulag, sem magnaðist eftir því sem á rann- sóknina leið, milli saksóknara- embættis borgarinnar og lögregl- unnar bætti ekki úr skák. Nokkrar vikur liðu áður en Ramseyfjölskyldan var yfirheyrð um atburðina á heimili þeirra. Yfirheyrslan þá þótti væg og spurningarnar ómarkvissar. Sak- sóknari Boulderborgar reyndi að berja íbrestina en þau sönnunar- gögn sem söfnuðust náðu ekki að varpa frekara ljósi á málið. Að lokum var málið í raun tekið úr höndum heimamanna og vísað til yfirkviðdóms (Grand Jury). Það er dómstig í Bandaríkjunum þar sem kviðdómur 12 borgara tekur afstöðu til þess hvort ástæða sé til að ákæra í málum þar sem sann- anir þykja ekki nægilegar til að það sé sjálfsagt. Eftir langa og ít- arlega rannsókn komst kviðdóm- urinn að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að ákæra. Morðið á JonBenét Ramsey er óhugnanlegt, ekki eingöngu fyr- ir þær sakir að fórnarlambið var barn heldur einnig vegna forsögu þess. Stúlkan var aðeins sex ára en var þrátt fyrir það þaulvanur þátttakandi í fegurðarsamkeppn- um. Móðir hennar áleit að það myndi styrkja sjálfsmynd henn- ar og gefa henni sjálfstraust að taka þátt í „pageants" eins og fegurðarsamkeppnir barna eru kallaðar í Bandaríkjunum. Jon- Benét lærði að syngja og dansa til að bæta möguleika sína á að Þessi yndislega mynd, sem var meðal keppnismynda Jon- Benét, er eins og óhugnanlegur fyrirboði þegar hugsað er til þess hvaða örlög barnið hlaut. komast áfram í keppnunum og móðir hennar réð saumakonu til að sjá um að hanna og sauma alla búninga hennar. Saumakonan átti sjálf dóttur sem nú var á ung- lingsaldri en hafði komist langt í fegurðarsamkeppnum þegar hún var barn. Dóttirin var fengin til að þjálfa JonBenét í að ganga niður pallinn og hvernig best væri að haga sér milli atriða. Þær urðu vinkonur og JonBenét leit upp til þessarar eldri og reyndari feg- urðardrottningar. Erfiðleikar og sorg í fjöl- skyldunni Patsy leitaði líka til færustu 22 Vikan Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.