Vikan


Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 18.04.2000, Blaðsíða 31
skilning á þessum þörfum hans. Sárafáar konur hafa áhuga á að loka sig af með einum og sama manninum 24 tíma á sólarhring sjö daga vikunnar svo þetta hlýt- ur að koma af sjálfu sér. Pað hlýt- ur þó að vera þó nokkur munur á hvort fólk stundar áhugamál sem taka einhvern tíma nokkrum sinnum í viku eða hvort tóm- stundagamanið krefst þess að panta þarf viðtalstíma við við- komandi með nokkurra vikna fyrirvara. Maður sem ekki nenn- ir að gefa sambandinu þann tíma sem það þarf hentar ekki þeirri konu sem finnst hún vanrækt. Pakkaðu golfsettinu, fótbolta- skónum og bílablöðunum hans strax í dag. Hún er sterk og sjálfstæð Karlarnir sem Cosmopolitan talaði við töldu að örvænting væri sú tilfinning sem líklegust væri til að hrekja þá úr faðmi ein- hverrar konu. Þeir vildu sterkar, sjálfstæðar konur sem tækju af þeim byrðarnar af því að annast þær félagslega og tilfinningalega. Konur vilja líka sterka, sjálfstæða karla sem taka af þeim þær byrð- ar sem þær kunna að þurfa að bera félagslega og tilfinninga- lega. Þær þiggja félagslegan stuðning hvaðan sem hann kann að koma, jafnt frá vinkonum sem karlmönnunum í lífi þeirra. Kon- an er ekki eyland gagnstætt þeim lífseigu goðsögum sem karlmenn hafa komið sér upp. Þær eru rétt eins og karlmenn oft þreyttar, ruglaðar og yfirkomar af vanda- málum hversdagsins. Flestir telja að sambönd milli kynjanna séu til komin af þörf beggja til að sam- einast um að leysa þessi vanda- mál og styðja hvert annað á erf- iðum stundum. Fyrir utan það vita allir að karlmenn eru ekki sterkari eða sjálfstæðari en svo að þeir leita flestir eftir félagsleg- um og tilfinningalegum stuðningi frá konum. Hér gildir enn og aft- ur máltækið góða að það þurfi tvo í tangó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.