Vikan


Vikan - 23.05.2000, Side 8

Vikan - 23.05.2000, Side 8
þetta varðar, þetta er bara einhver hæfileiki sem maður þróar með sér í gegnum lífið. Það er ekki gott að segja hvaðan þessi kraftur kemur, en ég næ sambandi við dulvit- und fólks. Dulvitund manna er forrituð fram í tímann og fólk geymir oft í sér óorðna hluti. Eg sé þessar myndir eins og skilaboð sem eru sett fy rir mig og get oft túlkað þær fyrir fólk. Ég er kannski eins konar túlkur, ég get sett þessa hluti sem eru í vinnslu í dul- vitundinni fyrir þá sem leita til mín. Kannski er það þess vegna sem það er mjög erfitt að tímasetja hlutina, þessir at- burðir eru í vinnslu en það veit enginn hversu langan tíma þeir taka. Þetta gildir líka um völvuspá Vikunnar, mér skeikar stundum um tím- ann einfaldlega vegna þess að vinnslutími atburðanna er svo mishraður. (Sbr. þegar völvan spáði því að Finnur Ingólfsson færi frá á árinu en spádómurinn hafði þegar ræst þegar blaðið kom á göt- una.) Það er mikil einbeiting fólgin í þessu og það getur tekið mjög á. Ég tæmist stundum alveg af orku. Þetta er verulega orkufrekt og ég nota mikið söng þegar ég er að spá. Ég söngla gjarna þeg- ar ég einbeiti mér (það getur blaðamaður vottað!) og syng jafnvel. Söngurinn er mikill orkugjafi og hann er slakandi, fólk ætti að gera meira af því að syngja til að róa hugann. Missum ekki slónar á draumum okkar Við getum stjórnað því svo mikið sjálf hvernig okkur líð- ur. Ég er mikill talsmaður þess að fólk stjórni sínu eigin lífi. Það skiptir miklu máli að hugsa og að vera jákvæður. Og svo má maður aldrei missa sjónar á draumum sín- um. Þeir sem eru orðnir full- orðnir kannast við það að hafa átt drauma í æsku og að þessir draumar hverfa ekki úr minningunni. Stundum rætast þeir, en þótt þeir geri það ekki þá fylgja þeir okkur áfram. Ef við missum sjónar á draumum okkar verðum við óhamingjusöm. Okkur ber skylda til að viðhalda þeim og vinna að þeim á einhvern hátt. Við megum heldur ekki hætta að nota heilann, við megum ekki láta mata okkur of mikið. Það skiptir svo miklu máli fyrir hamingju okkar í fram- tíðinni að við hugsum og virkjum sjálf okkur. Það er vitað að venjulegur maður notar aðeins um 5% af heil- anum. Mestu hugsuðir heims- ins ná kannski að nota 10% af honum. Hvað erum við að gera við allt hitt? Það er líka sannað mál að það skiptir verulegu máli fyr- ir heilsu okkar og lífsham- ingju að við séum jákvæð. Það er meira að segja viðurkennt af læknum sem vilja helst ekki viðurkenna neitt á andlegum nótum að það skiptir miklu fyrir batahorfur og lífslíkur sjúklinganna að þeir séu já- kvæðir. Við getum sjálf stýrt lífs- hamingju okkar með því að trúa því sjálf að við séum heppin og að lífið leiki við okkur. Ég hef þá trú að „Pollýönnuhugsunin" og það, að lífið sé einfalt og gott, sé það besta fyrir alla. En síðast en ekki síst verð- um við að halda í drauma okkar og þegar við erum illa fyrir kölluð og döpur eigum við að grípa til þeirra á ný, byrja að vinna að þeim til að ná okkur á strik aftur. Mark- miðin þurfa ekki að vera stór, þau þurfa bara að vera til staðar svo við getum unnið að þeim.“ Nýr uettuangur „Já, ég var að koma upp ráðgjafarlínu þar sem ég reyni að halda í höndina á þeim sem þarfnast leiðsagnar smá- spöl af leiðinni. Ég hef hvort eð er verið að vinna við þetta árum saman og það er lang- best að snúa sér að þessu eins og hverri annarri vinnu og standa og falla með því. Þetta er í raun eins og hver önnur aðhlynning, nema hvað ég nota innsæi mitt til að finna lausnirnar í einstaklingnum sjálfum. Það ber hver sína lausn í sjálfum sér en það þarf stundum að hjálpa til við að finna hana. Það er það sem ég vil gera. Eins og ég sagði áðan er ég mjög misvel upplögð svo ég hef símsvara sem segir til um hvenær ég verði til viðtals. Ég verð að vera í mjög góðu formi til að geta gefið af mér og ég vil ekki svíkja fólk, þess vegna verð ég að hafa þenn- an háttinn á. Símanúmerið er ekkert leyndarmál, það er 5086500 Svo verð ég líka að geta þess hér að hluti af þessu starfi mínu framvegis er að ég mun verða í enn betra sam- bandi við Vikuna og lesend- ur hennar. Ég mun framveg- is reyna að svara einhverjum bréfum lesenda Vikunnar eft- ir því sem það er hægt, en að sjálfsögðu fer það eftir við- brögðunum hvort ég geti sinnt þeim öllum. Og Sigríði var auðvitað ekki sleppt algerlega án þess að hún gæfi lesendum Vik- unnar einhver heilræði. „Fyr- ir utan þessar hugleiðingar mínar um jákvæða hugsun er kannski eitt sem ég vil ráða fólki heilt. Það er að fara var- lega í hlutabréfaviðskiptum. Ég er hrædd um að margir eigi eftir að fara flatt á ís- lenskum hluta- bréfamarkaði á árinu og það verður erfitt hjá mörgum. 8 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.