Vikan


Vikan - 23.05.2000, Side 28

Vikan - 23.05.2000, Side 28
Sumarið sem ég var 18 ára fór ég að heimsækja am- eríska vinkonu mína sem ég hafði kynnst þegar ég bjó ásamt foreldrum mínum og systkinum í Bandaríkjunum í nokkur ár. Við tvær urðum mjög nánar og héldum bréfasambandi eftir að ég flutti aftur heim til ís- lands og hringdumst líka á. Shelly var tveimur árum eldri en ég, mjög falleg og lífsglöð stúlka sem var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Hún bjó í Boston í notalegri íbúð sem hún deildi með annarri stelpu svo að ég svaf í stofunni þegar ég kom að heim- sækja hana þetta sumar. Shelly var að vinna á útvarpsstöð sem var vinsæl hjá ungu fólki í borg- inni og ég fór stundum með henni í vinnuna. Eg man hvað það kom mér á óvart að fallegu og kyn- þokkafullu raddir strákanna á út- varpsstöðinni komu úr hálsum ófríðra, miðaldra karla! Þegar ég var ekki með Shelly í vinnunni þá fór ég í sólbað eða rölti um í mið- bæ Bostonborgar, sat á kaffihús- um og virti fyrir mér mannlífið eða grúskaði tímunum saman í bókabúðum, en það er eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Þeg- ar Shelly kom heim úr vinnunni elduðum við stundum saman eða fórum út að borða og þá var Ant- hony, kærastinn hennar, oftast með okkur. Anthony átti danska móður og gat talað sæmilega dönsku sem við vorum stundum að grínast með. Hann bjó í Cambridge þar sem Harvard háskólinn er en það er yndislegt, rótgróið hverfi með gömlum virðulegum húsum og er sérlega skemmtilegt samfélag, eins og líf í háskólabæjum vill oft verða. Við þrjú sóttum mikið kaffihúsin og jassbarina á Harvard Square en þar var alltaf samankominn líflegur hópur listamanna og námsmanna úr Harvard. Anthony var sjálfur námsmaður við hinn virta há- skóla og pabbi hans var prófess- or við skólann. Anthony var líka á kafi í leiklist og við fórum með honum í leikhús og ýmis konar partí sem voru fylgifiskur leiklist- arheims unga fólksins á þessum slóðum. Ég kynntist mörgu spennandi fólki í Cambridge og drakk í mig þennan sérstæða bó- hem lífstíl af áfergju. Ég skemmti mér mjög vel með Shelly og Anthony en fannst stundum ég vera pínulítið útund- an því þau voru svo innilega ást- fangin og ég óskaði þess að ég ætti kærasta líka. Ég hitti svo sem mikið af strákum, þar sem þau turtildúfurnar þekktu svo margt fólk, en einhverra hluta vegna leit ég bara á þá sem góðan fé- lagsskap. Dularfulli maðurínn Eitt heitt sumarkvöldið bjugg- um við Shelly okkur upp til að kíkja á jassbúllurnar á Harvard Square og drukkum ískalt hvítvín til þess að kæla okkur í lamandi hitanum. Við vorum í miklu stuði og ákváðum að gera okkur sér- lega fínar. Shelly greiddi mér mjög smart með því að vefja hár- ið upp í lauslegan hnút og lét einn lokk detta fram á ennið. Ég fór í svartan, þröngan kjól og bar stórt semilíusteinahálsmen sem glitr- aði fallega þegar ljós skein á það. Shelly var mjög flott í hárauð- um, stuttum kjól með mikið dökkt hárið flæðandi um axlirn- ar. Við hittum Anthony á uppá- halds jassstaðnum okkar sem var ofan í dimmum kjallara, en þar voru kertaljós á öllum borðum og dásamleg „live“ tónlist. Ég var í raun of ung til þess að fara inn á vínveitingahús en Shelly var svo sjarmerandi og náði alltaf að tala dyraverðina til, sagði þeim að ég væri íslensk vinkona hennar í heimsókn og ég þyrði ekki að ganga um með vegabréfið í vas- anum. Þeir féllu alltaf í stafi yfir persónutöfrum hennar og því að ég væri íslensk, svo ég komst undantekningarlaust inn á alla skemmtistaði. Nú, þetta kvöld átti eftir að verða afdrifaríkt. Við sátum góða stund inni á þessum líflega stað og spjölluðum við kunningja okkar sem voru fasta- gestir. Ég stóð síðan upp til að fara á klósettið og sá þá mynd- arlegan mann sem var greinilega starsýnt á mig. Mér fannst það svolítið undarlegt hvað hann mændi á mig og þegar ég gekk framhjá honum sagði hann: „Mikið er hárið á þér flott.“ Hjartað í mér tók smá kipp og ég brosti til hans en átti ekki frek- ari orðaskipti við hann. Ég tók eftir því að hann var síðan alltaf að horfa á mig með seiðandi augnaráði og ég fann að ég var spennt fyrir honum. Ég sá þó að hann var töluvert eldri en ég, alla vega um þrítugt. I kringum mið- nætti ákváðu Shelly og Anthony að nú væri tímabært að fara eitt- hvert til að dansa og fyrir valinu varð stærsta diskótekið í borg- inni en það hét Boston, tónlist, staðurinn var troðinn af fólki og mikið stuð. Shelly og Anthony fóru beint á dansgólfið en ég fékk mér viskíglas og sett- ist í dúnmjúkt leðursófasett sem var aðeins afsíðis. Ég sat bara og horfði á það sem fyrir augu bar en brá síðan verulega þegar ég sá skyndilega dularfulla manninn frá jassstaðnum standa í miðri þvögunni og horfa brosandi á mig. Mér fannst það vægast sagt undarleg tilviljun að rekast á sama manninn á öðrum skemmtistað í milljónaborg, sama kvöldið. Satt best að segja fannst mér það svolítið óhugnan- legt. Hann kom til mín og fór að spjalla við mig. Ég var heilluð af honum en samt hissa á sjálfri mér því ég áttaði mig ekki alveg á því hvað það var sem hreif mig. Hann var með mjög dökka augnaumgjörð, dimmraddaður og alveg einstaklega rólegur og yfirvegaður. Hann talaði hægt og lítið, aðallega um stjörnumerki, en hann sagðist hafa mikinn áhuga á þeirn og virt- Boston. Ég fór auðvit- að með þeim en það var með dá- litlum trega því ég hafði verið að vonast til að dularfulli maðurinn myndi gefa sig á tal við mig. En ég hristi það af mér og fór með vinum mínum á glæsilega diskótek. Þar var spiluð hröð og fjörug efnum. Augnaráð hans var svo- lítið starandi eða dreymandi og 28 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.