Vikan


Vikan - 23.05.2000, Síða 52

Vikan - 23.05.2000, Síða 52
Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Sumarið er komið og því fylgir alls kyns útivera dag- ana langa. Margir draga fram reiðhjól sem legið hafa í geymslum yfir veturinn enda eru hjólreiðar fyrirtaks skemmtun og líkamsrækt fyrir alla fjölskyid- una. Fjallahjól eru orðinn vinsæll farkostur jafnt innanbæjar sem utan og úrval þeirra í verslunum er mikið. Hér á eftir fara nokkur hollráð til þeirra sem hyggjast fjár- festa í einum slík- um hjólhesti fyrir sumarið. Hnakkar fyrír konur Auk áðurnefndra atriða ættu konur sérstaklega að hafa í huga að velja sér hnakka sem henta þeim því hnakkar sem fylgja fjalla- -mikilvægt að vella rétt hjól- Stærðin skipt- ir máli í fyrsta lagi þarf að hafa í huga að stærð hjólsins henti eigand- anum sem best áður en nokkuð er keypt. Þumalputtareglan við hjól með slá er sú að þegar not- andinn stendur yfir þverslánni eiga að vera um það bil þrjár tommur eða tæplega átta senti- metrar upp í klof. Einnig er mikilvægt að hnakk- urinn sé í réttri hæð. Hnakkurinn er rétt stilltur þegar hjólreiða- maðurinn situr á hnakknum, læt- ur annað fótstigið í neðstu stöðu, stígur á það með hælnum og get- ur þá rétt alveg úr fætinum. Rétt stilling hnakksins er afar mikilvæg, sérstaklega í lengri hjólreiðaferð- um, til að álag á fæt- urna verði rétt. Þriðja mikilvæga atriðið er að stærð sjálfs hjólastellsins sé rétt. Ef hnakkurinn er rétt stilltur á stýr- ið að vera um fimm sentimetr- um lægra en hnakkurinn og á stýrið að skyggja á framöxul hjólsins þegar hjólreiðamaður- inn hefur báðar hendur á því. stilltir. Rétt stilltir borðar eiga hvorki að rekast í dekkin né í gjörð og ekki á að heyrast ískur þegar bremsað er. Auk þess að fylgjast með keðju og bremsum er mikilvægt að fylgjast með gírum hjólsins. Gírvírar teygjast yfirleitt nokkuð með tímanum og mynda því eins konar hlaup í gírunum. Gott er að strekkja á vír- unum um það bil mánuði eftir að hjólið er keypt. Þá er gírastrekkjaranum á hjólinu snúið rangsælis þar til strekkist á vírun- um. Með tímanum má einnig gera ráð fyrir slaka í legum hjóls- ins. Skemmdar legur eru fljót- ar að skemma út frá sér en með því að skipta þeim út eða herða þær upp í tæka tíða má spara mikið í viðhaldskostnað. Dekkjaskipti eru ekki karlmannsverk Það vefst fyrir sumum hjól- reiðakonum að skipta um dekk á farkosti sínum en dekkjaskipti á hjóli eru lítið mál ef eftirfar- andi leiðbeiningum er fylgt og því engin ástæða til að bíða eins og ósjálfbjarga maddama eftir því að riddarinn á hvíta hjólhestinum mæti á svæð- ið og bjargi málunum. Takið bremsur úr sam- bandi við gjörð. Farið með keðjuna niður á minnsta tann- hjólið að aftan og að framan til að slaka á keðjunni. Losið öxulrær. Þá er dekkið laust og hægt að ná slöngunni úr því með hjálp dekkja- þvingu. Þegar gatið hefur verið fundið er gúmmíið í kringum það pússað, bóta- lím borið á slöngunaogbótin sett á gatið. Síðan er slangan sett aftur inn í dekkið og lofti pumpað í áður en haldið er af stað. Út um græna grundu Ferðalög á fjallahjólum vítt og breitt um landið verða æ vinsælli. Að ýmsu er að hyggja áður en lagt er upp í langferð. Nauðsyn- legt er að setja bögglabera bæði framan og aftan á hjólið og gott er að kaupa vatnsheldar töskur til að krækja á hliðar hjólsins. Best er að jafna þyngd farang- ursins þannig út að um 60% þyngdarinnar séu aft- an á hjólinu en 40% hennar framan á. Ekki er ráð- legt að bera mikinn þunga á líkamanum sjálfum eins og t.d. bakpoka en ef nauðsyn krefur er frekar mælt með því að hjólreiðamenn noti mjaðmatösku en bakpoka. Til að létta á far- angrinum er rétt að forð- ast vatnsbundið fæði en taka frekar frostþurrkað fæði eða ýmiss konar þurr- mat með. Eldunargræjur, létt tjald, svefnpoki og myndavél ættu síðan að setja punktinn yfir i-ið. Öryggið í fyrirrúmi Að lokum er rétt að minna á nokkur öryggisatriði sem vert er að hafa í huga þegar þeyst er á stálfáknum út í góða veðrið. Glitaugu eiga að vera bæði framan og aftan á reiðhjólum. Reiðhjólabjöllur eru einnig nauðsynlegur öryggisbúnaður og þær ber að nota til að gera öðrum viðvart, t.d. við framúrakstur á gangstéttum. Að sjálfsögðu er viðurkennd- ur hjálmur af réttri stærð algjör- lega ómissandi. Hjólreiðafólki er heimilt að hjóla á gangstéttum jafnt sem á götum. Að sjálfsögðu eiga hjól- reiðamenn að fylgja umferðar- reglurn eins og aðrir vegfarendur og hafa í huga að gangandi veg- farendur eiga réttinn á gangstétt- Hjólreiðar eru ekki bara góð skemmtun heldur fyrirtaks líkamsrækt. hjólum eru yfirleitt gerðir fyrir karlmenn. Hnakkar fyrir konur eiga að vera mýkri og breiðari heldur en hnakkar karlmann- anna til að þeir henti mjaðma- grind kvenna. Margar verslanir skipta út mjóu hnökkunum fyrir breiðari hnakka viðskiptavinun- um að kostnaðarlausu. Konur eiga einnig að gæta sér- staklega að því að hemilgripið sé ekki of stíft og að bilið milli heml- anna og stýrisins sé ekki of breitt fyrir hendur þeirra. Viðhaldið er mikiluægt Gott viðhald hjóla skiptir miklu máli bæði fyrir endingu þeirra og öryggi. Ráðlegt er að smyrja keðju hjólanna helst vikulega með sér- stakri teflonolíu og sérstaklega ef hjólið hefur staðið úti í rigningu. Einnig er mikil- vægt að hugsa vel um bremsu- borða hjóls- ins.kanna slit reglulega og gæta að því að þeir séu rétt 52 Vikan Hjólreiðar

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.