Vikan


Vikan - 06.06.2000, Side 25

Vikan - 06.06.2000, Side 25
Tarotspilin Tarotspilin eru 78 talsins. Þau skiplasl í troinp- spil, sem eru 22 talsins, vendi, bikara, sverð og myntir. Heilmargar spásagnaraðl’erðir eru til, bæöi einfaldar og flóknar. 4 Einföld 15 spila lögn. Þú stokkar spilin fyrst, lætur svo þann sem þú ætlar að spá fyrir (spyrjandann) stokka og leggur síðan spilin niður í þeirri röð sem segir á myndinni. Efstu spilin þrjú, nr. 1, 2 og 3, tákna stöðu og framtíðaráhrif í atvinnumálum. Næstu þrjú, sem eru lengst til vinstri, nr. 4, 5 og 6, eru tákn fyrir heimili spyrjandans, spilin þrjú í miðj- unni, nr. 7, 8 og 9, tákna peningamál og þau sem eru lengst til hægri, 10,11 og 12, segja til um ástar- og vináttusambönd við annað fólk. Neðstu spilin þrjú, nr. 13,14 og 15, tákna útkomu eða niðurstöðu spádómsins. Keltneski krossinn Þetta erein algengasta tarotlögnin. Hún er einföld og ætti enginn að vera í vand- ræðum nreð að lesa úr henni. Stokkaðu bunkann, taktu efsta spilið og síðan koll af kolli þar til komin eru tíu spil og leggðu þau niður í þeirri röð sem sýnd er á myndinni. Ef þú ætlar að leggja spil fyrir einhvern annan láttu hann þá stokka öll spilin en vertu búin(n) að stokka bunkann sjálf(ur). Þú getur einnig stokkað sjálf(ur) og látið þann sem þú spáir fyrir draga sér tíu spil þannig að þú verðir eina manneskjan sem stokkar þau. Láttu spilin öll snúa rétt þegar þú leggur þau niður. Að láta sum spil snúa á hvolfi er seinni tíma túlk- un á merkingu þeirra. Fyrsta spilið sem þú leggur niður er tákn fyrir núverandi stöðu þína eða þess sem þú ert að spá fyrir. Spilið sem kem- ur ofan á það táknar núverandi áhrif á líf þitt og svo framvegis. Núverandi staða Núverandi áhrif Takmark/markmið Fortíð Nálæg fortíð Framtíðaráhrif Spyrjandinn Utanaðkomandi áhrif Innri tilfinningar 10 Utkoma Tákn spilanna Hér kemur aðeins allra einfaldasta merking spil- anna. Það getur verið flókið mál að lesa í spil. Stjörnumerki eru m.a. tengd spilunum og sem dæmi um það má nefna er að þristur í mynt tengist steingeitinni, sexa í vönd- um ljónsmerkinu og svo mætti lengi halda áfram. Til eru margar ágætar bækur um hvernig á að lesa úr spilum og ef þú hefur áhuga þá skaltu endilega kaupa þér slíka. Gangi þér vel og góða skemmtun! T r o m n s p i i i n 0 Fíflið Andagift, heppni. Iljóll'ærni, einlægni. 1 Töframaðurinn Ný byrjun, andleg gróska og Irjósemi. 2 Æðsti meyprestur Innsæi, styrkur og l'esla. 3 Keisaraynjan Frjósemi, uppskera, ást og hamingja. 4 Keisarinn Sterk réttlætistill'inning, gott gengi, sérstaklega hjá körlum. 5 Páfinn Rélt ákvörðun, allt verður i lagi. 6 Elskendurnír Val í ástum, velgengni og gál'ur. 7 Stríðsvagninn Komdu þér upp úr hjólförunum, möguleiki á lerðalagi. 8 Réttlætið Gott jalnvægi, réttlæti og sigur. 9 Einsetumaðurinn Fylgdu innsæi þínu, þú ert á réttri leið. 10 Lukkuhjólið Heppni, örlögin taka í taumana. 11 Styrkur Innri styrkur. skortur á sjáll'strausti á slundum. 12 Hengdi maðurinn Breytingar, lórn sem skilar miklu. 13 Dauðínn Hreinsun, gagngerar breytingar til góðs. 14 Hófsemi Færðu þér reynslu þína í nyt. 15 Djöfullinn Freistingar, hristu al' þér hlekkina. 16 Turninn Ohjákvæmilegar breylingar, óhamin orka. 17 Stjarnan Ný orka, góðir vinir, hæl'ileikar. 18 Tungiið Hið leynda, undirmeðvilundin, stundum sorg. 19 Sóiin Mikil hamingja á öllum sviðum. Góðar breylingar. 20 Dómur Ný byrjun, mikilvæg ákvörðun. 21 Veröldin Tímamót, góður árangur, ferðalög. Vikan 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.