Vikan


Vikan - 06.06.2000, Qupperneq 30

Vikan - 06.06.2000, Qupperneq 30
Texti: Hrund Hauksdóttir Reiðiá vinnustað Reiði á vinnustað er ein af erfiðustu og mest streitu- valdandi tilfínningum sem fólk upplifir í vinnunni og pað getur reynst mörgum miög erfitt að liafa stjórn á henni. Vinnustaðurinn er líklega eini staðurinn par sem annað fóik hefur vald yfir hér. Auk yfir- manna hinna harftu að fást við viðskiptavini, samkeppnisaðila og sam- starfsfólk. flllt hetta fólk getur valdið bér vonbrigð- um, sært hig, ruglað hig í ríminu, farið á bak við big og komið hér úr jafnvægi. Ef hú biáist af innbyrgðri reiði í vinnunni há gengur ekki til lengdar að sópa henni undir teppið. Þú verður að fást við hessa öflugu tilfinningu og takast á við vandamáiið af fullri alvöru. Jafnvel lítil reiði sem nær yfir langan tíma er hættuleg heilsu hinni, samkiptum hínum við fólk, hamingju bínni og alveg örugglega starfsframa hínum. Sem betur fer eru til ýmsar leiðir til hess að hafa stjórn á reiði sinni og hað er hægt að vinna með henni og stýra hinum nei- kvæðu öflum reiðinnar inn á jákvæðari og meira skapandi brautir. Mismunandi gerðir reiði I vinnunni, þar sem vald- dreifingin er ójöfn og aðalá- herslan er lögð á að auka fjár- magn fyrirtækisins, getur sú staða komið upp að starfs- maður verði fyrir óréttlæti. Reiði kemur fram á ýmsa vegu. Hér koma nokkur dæmi: Sjálfsásökunarreiði Sigrún var deildarstjóri hjá stóru fyrirtæki í viðskipta- heiminum. Einn daginn, þeg- ar hún kom til vinnu, lágu skilaboð á skrifborðinu henn- ar þess efnis að hún ætti að fækka starfsfólkinu á sinni deild um 20% en hún yrði jafnframt að skila afköstum í samræmi við fyrri áætlun. Jólabónusinn hennar byggð- ist á því að henni tækist að halda þeirri áætlun. Þessi hugmynd yfirmanns Sigrúnar var illa skipulögð og hann hafði greinilega ekki nokkra hugmynd um álagið sem Sig- rún var undir á deildinni, þótt hún hefði verið fullmönnuð til þessa. Sigrún varð bálreið en leið samt illa yfir reiði sinni og til- finningum. I stað þess að kenna yfirmanni sínum um reiði sína þá varð hún reið út í sjálfa sig fyrir að hafa ekki meiri stjórn á tilfinningum sínum. Hún leit á reiði sína sem persónulegan veikleika. Bæling Sigrún fann virkilega til reiði. En sumir upplifa ekki þessa sterku tilfinningu sem reiði er heldur þveröfugt, hún getur komið fram í orkuleysi og pirringi og fólk getur orð- ið ráðvillt. Bæld reiði er raun- veruleg tilfinning ekki síður en hin sterka upplifun sem oft fylgir reiði, en hún tekur að- eins á sig öðruvísi og óljósara form. Að bæla reiði sína í vinnunni, sérstaklega gagn- vart yfirmönnum, getur orðið til þess að viðkomandi fær ekki útrás fyrir hið ólgandi, undirliggjandi tilfinningaupp- nám. Ef slíkt ástand varir lengi er hætt við því að það komi niður á andlegri og jafn- vel líkamlegri heilsu. Yfirfærsla reiði Jóhann var sölustjóri hjá tölvufyrirtæki. Einn föstu- daginn hringdi viðskiptavin- ur og sagðist vera hættur við mikil tölvukaup en Jóhann hafði gert ráð fyrir að þau kaup væru í höfn. Rétt eftir að símtalinu lauk kom Birna, sem var ein af sölumönnun- um, inn á skrifstofu Jóhanns til þess að spyrja hvort hún gæti mögulega breytt sumar- frístímanum sínum. „Heldur þú að ég hafi ekkert betra að gera en að velta mér upp úr sumarfríum allra?“ hreytti Jóhann út úr sér. Vald stjórnar aðstæðum sem þessum. Afkoma Jó- hanns var háð því að halda viðskiptavinum ánægðum og að pantanir streymdu inn og því gat hann ekki reiðst tillits- lausum viðskiptavini sem hafði brugðist honum. Þess vegna yfirfærði hann reiði sína á Birnu. Hvernig sem við upplifum það þá verðum við öll ein- hvern tíma reið í vinnunni. Reiði er mjög öflug tilfinning og það þarf að læra að fást við hana á annan hátt en með bræðisköstum, bælingu eða yfirfærslu. Finndu hversu reið(ur) hú ert Fyrsta skrefið í að glíma við reiðina er gera sér grein fyrir henni. Þetta kemur fólki á óvart því það telur sig einmitt gera það þegar það er reitt. En oft er það ekki svo. Reiði er svo voldug tilfinning að það myndast oft ekkert rými á milli þess að upplifa reið- 30 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.