Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesand Kristilegu kœrleiksblómin... Fyrir mörgum öldum tók kirkjan sig til og bann- aði árlega skemmtun sem haldin var gleðinni og kœrleikanum til heiðurs vestur í Dölum. Petta var Jörvagleð- in. Þar ríkti kœrleikurinn sannar- og sannanlega því aðalástœðan fyrir því að þessi gleði var lögð niður var hin feikilega spreng- ing í barneignum sem varð í byggðarlaginu í kjölfar hennar og kirkjunni og yfirvaldinu þótti ósœmileg. Svona var þetta í þá daga. En nú œtlar kirkjan sjálf auðvitað styrkt afríkinu, að fara að halda hátíð í tilefni af 1000 ára kristnihaldi á íslandi, sem mérfinnst reyndar hœpið eftekið er með í reikninginn hvernig kristnitöku hér og kristnihaldi var háttað framan af. En hátíð skal það vera og í hana hefur verið spreðað fúlg- um afalmannafé (sem lœtur nœrri að vera 16000 krónur á hverja meðalfjölskyldu í land- inu), þar af90 milljónum í gatnagerð á þingvöllum á með- an gatnabætur, sem löngu eru orðnar tímabœrar og gœtu bjargað mannslífum, eru látnar sitja á hakanum. En verst afölht er þó að Kristnitökuhátíðin hefur ein- hvern veginn ekki borið með sér anda kœrleikans. Allt frá því að fyrstu nefitdir tóku til starfa hefur umrœðan ein- kennst af árekstrum og illdeil- um, ásamt brigslyrðum um ójafnrœði og mismunun. Það hefur fokið í marga undir þess- ari umfjöllun og ég segi fyrir mig að mérfannst illa að Asa- trúarfélaginu vegið meðan kamraumrœðan stóð sem hœst. Ég veit ekki til að nokkurt samfélag fari eins illa með og beri eins litla virðingu fyrir þjóðartrúarbrögðum sínum og Islendingar. Það er til hábor- innar skammar því hvað sem mönnum finnst um þessi trúar- brögð þá geyma þau í sér sögu og menningu þjóðarinnar. Nú eru aðeins fáir dagar til stefnu og enn er ekki vitað hvernig til tekst með hátíðina sjálfa. Sjálfri finnst mérfátt leiðinlegra en hátíðir þar sem mannfjöldi vafrarfram og aft- ur um afmarkað svœði eftir fyrirfram ákveðnum göngu- leiðum ogfylgist af takmörk- uðum áhuga með skipulagðri hátíðardagskrá. En, sem betur fer, hafa margir gaman af þessu og vonandi mœta nógu margir á Þingvöll til að hœgt sé að afsaka fjármunina sem farið hafa í undirbúninginn. Ég vona líka að einhver skemmti sér velfyrir þann hluta afþessu fé sem ég og mín fjölskylda máttum punga út með íþessa vitleysu. Mér fyndist verra ef það fœri í súginn því ég hefði frekar viljað að þeir peningar fœru í að tvöfalda hinn stór- hœttulega Vesturlandsveg í stað þess að tœta í sundur þœr fá- tœklegu framkvœmdir sem þó var búið að gera þar. En nú er Vikan komin og að vanda er liún fidl afgóðu og blönduðu efni svo allir œttu að getafundið eitthvað við sitt hœfi. Byrjaðu bara að fletta og... Njóttu Vikunnar! Jóhanna Harðardóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson. Verð i lausasölu 459 kr. Verö i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með giróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.