Vikan - 20.06.2000, Side 11
( iv : - Dómkirkjan í Flórens
er ein al þeim bygging-
“.?4'v um sem fara ekki fram
hjá þeim sem lieim-
sækia borgina. Flórcns
’ • er sú borg a Italm sem
. verður að heimsækja.
Peim sem hafa takmarkað-
an tíma til ferðalaga er
ráðlagt af fróðu fólki að
gera áætlun um hvað skuli sjá og
gera í landi eins og Ítalíu. í einu
tilfelli, þar sem um tveggja vikna
flakk var að ræða af bestu gerð
á Ítalíu, var sest yfir kort og bæk-
ur og þegnar ráðleggingar þeirra
sem vel þekkja til. Ákveðið var
að fljúga til Mílanó, fara þaðan
niður vesturströndina til bæjarins
Santa Margarita áleiðis til
Toscanahéraðs en hluti af
Toscana skyldi jafnframt frekar
kannaður í lítilli mótorhjólaferð
sem alltaf hafði verið draumur-
inn. Ráðleggingar allra reyndust
óbrigðular og mótorhjólaferðin
draumur á allan hátt.
Ferðahandbókin Lonely
Planet mælir með því að á einni
viku á Ítalíu sé farið til borgarinn-
ar Flórens með frekari ferðum
um Toscana til borgarinnar Siena
og San Gimignano. Sú ferð gef-
ur góða mynd af töfrum héraðs-
ins á allan hátt, hvort sem menn
vilja sjá einstakt landsvæði eða
borða einstakan mat. Flórens er
sú borg sem verður að heimsækja
sé farið til Ítalíu, enda fáar borg-
ir í heiminum jafnríkar af sögu,
menningu og listum. Það má gefa
sér nokkra daga á göngu um
borgina en þegar hungrið sækir
að skal mælt með veitingastöð-
unum Paoli, Antico Ristorante
(Via Tavolini 12, sími: 0552-
16215) og Trattoria Bordino (Via
Stracciatella 9R. sími: 0552-
13048). Hótel Victoria (eigand-
inn Danilo er mjög hjálplegur ís-
lendingum) á Via Nationale 102
Red. er á besta stað í borginni og
góður gististaður (sími: 0552-
87019).
Pað er skynsamlegra og betra,
með tilliti til umferðar, ef stefnt
er að því að ferðast á mótorhjóli
um þetta svæði, að hefja förina í
Siena. (Tekið skal fram að mót-
orhjólapróf frá íslandi þarf til að
leigja mótorhjól en venjulegt
ökupróf er nóg til að leigja minni
eða stærri vespur sem reynast víst
ótrúlega vel). Mótorhjóla- og
vespuleiga á Parka Calizza í Si-
ena er góð með liðlegum eiganda
(sími: 0557-288387). Siena er best
varðveitta miðaldaborg Ítalíu.
Hún er byggð á þremur hæðum
og prýdd sögufrægum, gotnesk-
um byggingum sem ekki skal láta
fram hjá sér fara. Mjög auðvelt er
að komast út úr Siena og á sveita-
vegina (No 2 í þessu tilfelli) til
þess að halda í norðvestur til
borgarinnar San Gimignano. Á
leið þangað eru mörg tækifæri til
þess að staldra við, fá sér drykk
og mat og njóta útsýnisins og
bærinn Monteriggioni er tilval-
inn til þess. Hann er byggður inn-
an virkisveggja, er sérstaklega
smágerður allur vegna þess og
taldist hluti af þeirri leið sem
tengdi Róm við Norður-Evrópu
á miðöldum. Útsýnið frá
Monteriggioni er fallegt og sést
yfir víðar lendur Toscana
en það
betra
komið er til „Litlu Manhattan“
eða bæjarins San Gimignano.
Það eru fáir staðir á Italíu sem
búa yfir jafn mikilli fegurð og San
Gimignano, sem er bær sem nán-
ast ekkert hefur breyst frá mið-
öldum. Þessi litli bær, sem stend-
ur uppi á hárri hæð, er þekktur
fyrir turnana sína (14 af 72 turn-
um standa enn) en þeir voru tákn
um sterka stöðu bæjarins á ntið-
öldum. Það eru bleikir, grænir og
gylltir tónar náttúrunnar sem
umlykja San Gimignano sem og
allt það svæði sem keyrt er um
þegar farið er í gegnum litla og
fallega bæi eins og Colle di Val
dTilsa og Casole d'Elsa. Það var
þar sem lagst var til svefns en tek-
ið skal fram að á þessari leið frá
Siena er um mjög marga góða
gististaði að ræða. Þeir eru í sama
gæðaflokki og Hotel Gemini
(Casole d'Elsa 53031, sími: 0577-
948622, fax: 0577-948241) en þar
er óhætt að mæla með frábærum
mat. Sama má segja um hótelí-
búðirnar á II Colombaio (Casole
d'Elsa 53031, sími: 0577-948453,
fax: 055-8720359) en sá gististað-
ur er glæsilegur með öllum hugs-
anlegum þægindum á góðu verði.
Ekki má gleyma að nefna veit-
ingastaðinn við þennan hótelí-
búðakjarna en hann er eins
„ekta“ ítalskur og hugsast getur
með „mömmu“ í eldhúsinu.
Frá Casole d'Elsa var aftur
haldið til Siena á hægagangi á
mótorhjólinu og hringnum þar
með lokað. Þessi mótorhjólaferð
var á enda en margar fleiri eru
fram undari eftir lítið ferðalag um
sannkallað draumaland. Frá Si-
ena var haldið til Bologna til að
borða spagettí og þaðan til Fen-
eyjasem er sérkafli
út af fyrir
sig.
ítalir segja besla mat í
lieiini vera „heima“. Það
eru fleiri á þeirri skoðun að
ítalskur niatur sé góður og á
fcrðalagi uni sveitir Italíu
fær niaður einniitt einn
besta niat sem niaður getur
liugsað sér.
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson