Vikan


Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 31

Vikan - 20.06.2000, Blaðsíða 31
heldur hafði hún hellt sér út í ástarsambönd með tveimur þessara aðdáenda. Fyrst átti hún í eldheitu sambandi við leikstjórann John Huston sem alla ævi sagði hana vera fallegustu og mest kynæsandi konu sem hann hefði nokkru sinni kynnst. Skömmu eftir að sambandi hennar og Johns lauk tók hún saman við Ron- ald Tree sem var mun rólynd- ari maður en John Huston. Ronald var tuttugu árum eldri en Marietta og var einkaerfingi Marshall Field stórmarkaðanna sem var mikið fjármálaveldi í Banda- ríkjunum. Hann var fæddur í Englandi og þótt foreldrar hans væru bandarískir var hann kosinn á þing fyrir breska íhaldsflokkinn og gegndi þingmennsku í breska þinginu í þrettán ár. Hann hafði vakið athygli fyrir að skipuleggja andstöðu flokks síns gegn friðarsamningum bresku stjórnarinnar við nas- istastjórnina í Þýskalandi áður en stríðið braust út. Sennilega hefur það átt sinn þátt í því að heimili hans, Ditchley Park í Oxfordshire, var valið „örugg höfn“ fyrir Sir Winston Churchill forsæt- isráðherra meðan á loftárás- unum á London stóð. Desmond Fitzgerald reyndi í fyrstu að lappa upp á hjóna- bandið en sá fljótt að það var til einskis. Kona hans var flutt frá honum og hafði engan áhuga á að snúa til baka. Hann sam- þykkti að skilja við hana og þann 25. júlí árið 1947 fékk hún skilnaðarpapp- írana í hendur. Strax næsta dag giftist hún Ronald Tree en það var dropinn sem fyllti mælinn hjá íhaldsamri og siðavandri fjölskyldu hennar. Eftir þetta var samband Mariettu við foreldra hennar stirt og bræður hennar sem alltaf höfðu öfundað hana notuðu flestir tækifærið til að snúa við henni baki. Leiddist breska yfirstéttin Hún sá hins vegar að henni væri ómögulegt að gera fjöl- skyldumeðlimum til hæfis, til þess væri hún of ólík þeim, og ákvað að upp frá þessu skyldi hún láta eigin samvisku ráða lifnaðarháttum sínum. Hún og Ronald bjuggu í næstu tvö árin í Ditchley Park. Þótt Marietta hefði alla ævi um- gengist þá sem töldu sig rjómann af bandarísku þjóð- inni var það alveg ný reynsla fyrir hana að komast í kynni við breska háaðalinn og kon- ungsfjölskylduna. Hún átti stundum erfitt með að semja sig að siðvenjunum og leidd- ist að þurfa að halda uppi lág- stemmdum og kurteislegum samræðum við flokksbræður manns síns, sérstaklega í ljósi þess að hún var þeim algjör- lega ósammála í flestum efn- um. Þegar ný skattalög í Bret- landi gerðu mönnum ókleift að reka jafn stórar og dýrar fasteignir og Ditchley Park fluttu þau hjónin til Banda- ríkjanna en dvöldu á sumrin á eynni Barbados þar sem Ron- ald átti hús. Marietta var himinlifandi að komast aftur til New York og fljótlega eftir að Penelope, yngri dóttir hennar, fæddist hellti hún sér út í stjórnmálin Dætur Mariettu hafa hvor um sig náð mjög langt á sínu sviði. Eldri dóttir hennar, Frances, er frægur blaðamaður og rithöfundur sem skrifaðí meðal annars um Víetnam- stríðið. Sú yngri, Penelope, var bekkt fyrirsæta en giftist síðar ríkum manni og flutti með honum til Ástralíu. Þótt hær segi báðar að móðir beirra hafí haft lítinn tíma til að sinna beim í æsku voru bær við hlið hennar begar hún dó og hjálpuðu henni mikið í veikindum hennar. og stundaði samkvæmislífið. Hún var fljótlega kosin full- trúi hverfisins síns í demókra- taflokknum og árið 1954 var hún einn kjörinna fulltrúa á landsþingi demókrata. Hún byrjaði að taka þátt í mann- réttindabaráttu af miklum krafti á opinberum vettvangi og þegar Adlai Stevenson varð forsetaefni demókrata -* Marietta rett aður en hún dó. Hiin er þarna fárveik af brjóstakrabba. IMarictta við stort lijá Sanieinuðu þjóðunum. árið 1952 tók hún þátt í kosningabaráttu hans af miklum dugnaði. Hún og Adlai urðu góðir vin- ir og í lok árs 1953 var ljóst að þau voru orðin elskendur. Ronald eyddi mestum tíma sínum á Barbados og hafði alveg gefið stjórnmál upp á bátinn. Marietta dvaldi í New York og vann eins og berserkur fyrir Adlai í bæði skiptin sem hann gerði tilraun til að ná kosningu sem forseti. Hún varð yfirmaður mannrétt- indanefndar demókrata- flokksins árið 1960 og John F. Kennedy útnefndi hana full- trúa Bandaríkjanna í mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Adlai Stevenson var þá sendifulltrúi Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðun- um og elskendurnir unnu mjög mikið saman. Þau ferð- uðust mikið vegna starfs síns og þegar Ad- lai datt niður og dó fyrir utan sendi- ráð Banda- ríkjanna í London árið 1965 var hún með honum. Hún var gjörsamlega niðurbrotin af sorg eftir lát hans. Eftir það vann hún með Robert Llewelyn Davies arkitekt að uppbyggingu íbúðahverfa um allan heim. Maður hennar Ronald Tree hafði verið heilsuveill um árabil og árið 1976 dó hann af völdum heila- blæðingar. Marietta stóð þá ein í fyrsta smn a ævi sinm, orðin 59 ára gömul. Hún einbeitti sér eftir það að því að sinna fjármálum sínum og þótt hana skorti ekki von- biðla giftist hún aldrei aftur. Meðal elskhuga hennar var Najeeb Halaby, faðir Lisu þeirrar sem giftist seinna Hussein Jórdaníukonungi og varð Noor drottning. Mari- etta hélt því reyndar fram að hún hefði kynnt þau hvort fyrir öðru, Hussein og Lisu. Marietta dó árið 1991 þá 74 ára, úr brjóstakrabba. Hún hafði haldið veikindum sín- um vandlega leyndum fyrir sínum nánustu því hún vildi ekki íþyngja þeim. Þetta var fyllilega í samræmi við þá hugsjón sem hún lifði eftir alla tíð en hún sagði um starf sitt að hún teldi það skyldu sína að endurgjalda allt það góða sem henni hefði hlotn- ast í lífinu með því að vinna að því að bæta líf allra í samfé- laginu. „Eg vil reyna að greiða guði það sem ég skulda honum,“ sagði hún. Að sögn þeirra sem þekktu hana lýsa fá orð henni betur en þessi setning. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.