Vikan


Vikan - 20.06.2000, Síða 47

Vikan - 20.06.2000, Síða 47
Þórunn Stefánsdóttir þýddi bauð henni inn en reyndi ekki að leyna því að Gina var ekki mjög velkomin. „Eg hefði ekki þurft að koma hingað alla leið ef þú hefðir haft fyrir því að svara í símann,“ sagði Gina ergi- lega. Maggie hafði ekki svarað í símann frá því á laugardags- kvöldið til þess að komast hjá því að tala við Ginu. Það var greinilegt að Gina var, einu sinni sem oftar, í skrýtnu skapi. Maggie velti því fyrir sér hvað biði hennar núna, hvort Gina væri reið eða hvort hún væri í fýlu. Gina var sérfræðingur í því að mála skrattann á vegginn út af öll- um mögulegum og ómögu- legum hlutum. Maggie var búin að fá dauðleið á öllum þessum skapsveiflum og reyndi ekki lengur að leyna því. „Það er orðið framorðið og ég er þreytt. Mig langar ekki að tala við þig.“ Gina hvítnaði og blánaði á víxl. „Þú segir annað þegar ég hef lokið máli mínu og sagt þér frá öllu sem ég hef kom- ist að um Dr. Golding sem þú ert svo hrifin af. Einkaspæjar- inn sem ég réði hefur komast að því að hann er ekkert ann- að en svikari. Hann er skuld- um vafinn og það munaði engu að hann fengi ekki að útskrifast úr læknadeildinni. Rétt áður en hann útskrifað- ist kom upp grunur um að hann hefði borgað einhverj- um fyrir að skrifa fyrir sig lokaritgerðina, en það var ekki hægt að sanna það.“ Það suðaði fyrir eyrunum á Maggie. „Ekki nóg með það,“ hélt Gina áfram sigri hrósandi. „Hann komst líka að því að það er búið að kæra lækninn fyrir ritstuld. Hann er sakað- ur um að stela hugmyndinni að síðustu bókinni sinni frá starfsfélaga sínum.“ Maggie hristi höfuðið. Þetta var allt of ótrúlegt til þess að geta verið satt. „Síðast en ekki síst hefur hann dregið undan skatti. Hann lætur sem allur ágóði af bókunum hans renni til góð- gerðarfélags sem konan hans er í forsvari fyrir. En sannleik- urinn er sá að góðgerðarfé- lagið hefur aldrei fengið krónu. Líklega endar hann í fangelsi.“ Maggie heyrði bara eitt orð af allri þessari löngu ræðu. Hún gekk að sófanum og sett- ist niður. „Konan hans?“ Gina horði á Maggie með vorkunnaraugum. „Já, Maggie. Konan hans. Þú hefðir komist að því að hann er giftur ef þú hefðir haft fyrir því að lesa bókina um þriggj a vikna meðferðina. A fremstu síðunni stendur: „Þessi bók er tileinkuð kon- unni minni, Monicu.“ Maggie heyrði ekki meira. Hún lagði höfuðið á hnén, eins og hún hafði gert fyrsta daginn á læknastofu Dr. Golding og hágrét. lesendaleihur Vikunnar 09 Pfaff Lesendaleikur Vik- unnar hefur alltaf verið feikilega vin- sæll og lesendur okkar hafa verið duglegir að senda inn lausnir. Dregið er mánaðarlega í leiknum. Til mikils er að vinna og vinningshafar hafa verið afar ánægðir enda hafa vinningarnir alltaf verið glæsilegir. Nú höldum við lesenda- leiknum áfram með Pfaff og reglurnar eru enn sem fyrr þessar: Safnið þrem hornum fram- an af forsíðu Vikunnar. Þegar þið hafið safnað þrem merktum forsíðuhorn- um skulið þið senda okkur þau ásamt nafni, heimilis- fangi, kennitölu og símanúm- eri. Dregið er úr innsendum umslögum um hver mánaða- mót, hringt í vinningshafann og honum sent gjafabréf sem jafnframt er ávísun á vinning- inn. Merkið umslagið: Vikan, Lesendaleikur Seljauegi 2, 121 Reykjavík Taktu kátt í Lesenda- leiknum! Sendu inn Ijrju forsíðuhorn af Vikunni fyrir 4. júlí og hú gætir eignast hessa frábæru saumavél frá Pfaff. Glæsilegur vinningur í Lesendaleik Vikunnar og Pfaff í júní: Þessi myndarlega saumavél er ekki aðeins þarfur gripur sem getur sparað heimilinu fé, heldur getur hún verið uppspretta mikillar ánægju fyrir þá sem hafa gaman af að skapa fallega og persónulega hluti, þ.m.t. fatnað. Pfaff Hobby saumavélin er með 15 sporum og hún hefur þar á meðal overlock- spor og stillingu fyrir hnappagatasaum. Hún er mjög auðveld í meðförum og auðvelt er að stilla hana, enda hefur hún fengið frábæra dóma eigenda. Pfaff Hobby 309 saumavélinni fylgir íslenskur leiðarvísir og að sjálfsögðu hin rómaða Pfaff þjónusta. Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.