Vikan


Vikan - 20.06.2000, Page 57

Vikan - 20.06.2000, Page 57
ekki hafa nokkra stjórn á tilfinningum sínum og langi óstjórnlega í annað lítið barn „til að taka við af hinu“. Hluti þessara kvenna ákvað að fara í ófrjó- semisaðgerð til þess að koma í veg fyrir að þær eignuðust fleiri börn. Margar kvennanna eiga það sameiginlegt að hafa verið mjög ungar að árum þegar faðir þeirra yfirgaf heim- ilin og þær reyna að öðlast ást með því að eignast börn, skilyrð- islausu ástina sem börnum einum er lagið að veita. Merki um þess að um „barnafíkn“ sé að ræða: • Konan tekur vísvitandi áhættu með því að verða ófrísk þótt það gæti reynst hættulegt, t.d. ef um háþrýst- ing er að ræða hjá konunni. • Konunni finnst hún tóm að innan og lífið tilgangslaust þegar fæðingin og allt í kringum hana er yfirstaðið. • Konan tekur áhættu sem snýr að barninu með því að verða ófrísk þrátt fyrir að um arfgenga sjúkdóma sé að ræða. • Konunni finnst hún „meiri kona“ þegar hún er barnshafandi. • Konan stofnar til sambands við karl- mann sem hún elskar ekki eða skell- ir sér hreinlega í einnar nætur gam- an með ókunnugum til þess eins að verða ófrísk. • Konan hefur óseðjandi löngun til að upplifa það að verða ófrísk aftur. • Konan getur ekki umgengist vinkon- ur sem eiga fleiri börn en hún sjálf vegna afbrýðisemi. sem einstaklinga. Niðurstöður nokkurra rannsókna hafa leitt í Ijós að börnum í stórum fjöl- skyidum gengur oftast ekki eins vel í lífinu og þeim sem koma frá fjölskyldum með færri börn. Börn þurfa einstaklingsbundna athygli. Kona sem eignast börn á þeim forsendum að henni sjálfri líði betur þarf virkilega að skoða hug sinn og komast að því hvað sé að í sálarlífinu hjá henni.“ Rósa viðurkennir að þótt hana langi í fleiri börn þá hafi hún stundum áhyggjur af því að hún geti ekki veitt þeim næga athygli eða viðunandi efnisleg gæði. Hún segist reyna að gefa öllum börnunum tíma. En þar sem staðreyndin er sú að Rósa vinnur hálfan daginn, er að læra spænsku og leggur reglulega stund á lík- amsrækt þá gefur augaleið að það er ekki mikill tími aflögu fyr- ir börnin. Hvað þá ef þau yrðu fleiri. Samt vill hún eignast fleiri börn. Skilyrðislaus ást barn- anna Ein helsta ástæða þess að kon- ur geta orðið svona sjúklega háð- ar því að hlaða niður börnum get- ur verið vegna mikils tilfinninga- legs sársauka fyrr á ævinni. „Móðir mín dó mjög skyndilega úr heilablóðfalli aðeins 44 ára gömul en þá var ég 13 ára,“ seg- ir Rósa hugsandi þegar þessum möguleika fyrir öllum barneign- um hennar velt upp. „ Kannski er það þess vegna sem ég legg svona miklaáhersluá það að vera móðir sjálf. Mér finnst mjög gott og notalegt að vera umvafin stórri fjölskyldu." Önnur ástæða fyrir því að kon- ur þjást af þráhyggju varðandi barneignir getur verið sú að sum- ar konur missa áhugann á börn- um sínum um 2-3 ára aldur. Surn- ar þessara kvenna hafa skýrt grátandi frá því í erlendum rann- sóknum að þegar börnin þeirra séu í kringum ársgömul þá missi þær áhugann á þeim, finnist þær Nú í upphafi nýs árpús- unds hugsa konur sig tuísuar um áður en bær ákueða að eignast tleiri en tuö börn!

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.