Vikan - 20.06.2000, Side 60
Runar Logi, sem er tvitugur að
aldri, hefur safnað bókum, mynd-
um, tímaritum og ýmsum minja-
gripum um kóngafólk síðan hann
var 12 ára gamall. Ahugi hans
virðist ekkert dofna.
Rúnar Logí Ingólfsson
Hafberg er mikill aðdá-
andi kóngafólksins í
Bretlandí. Hann er alveg
með á hreinu hver var
giftur huerjum og huaða
konungur eða drottning
ríktí á huaða tíma. Síðan
hann var 12 ára gamall
hefur hann sankað að sér
ýmsu sem tengist bresku
konungsfjölskyldunni og
öðrum hefðardúllum um
allan heim.
Áhugi minn á kónga-
fólkinu þróaðist út frá
frímerkjasöfnun en ég
safnaði frímerkjum og evr-
ópskri mynt sem krakki,“ seg-
ir Rúnar. „Ég átti orðið mörg
frímerki sem voru frá ýmsum
uppákomum bresku kon-
ungsfjölskyldunnar, t.d. frá 25
ára krýningarafmæli Elísa-
betar II, giftingu Önnu
prinsessu og fleiru. Þegar ég
var orðinn 13-14 ára hætti ég
að safna frímerkjum og mynt
en hélt mig við konungsfjöl-
skylduna. Ég hef lesið
óhemjumikið um þetta fólk í
bókum sem mér hafa áskotn-
ast. Þættir Elísabetar Brekk-
an í útvarpinu voru algjör
gullnáma fyrir mig og mér
þótti leitt þegar þeir hættu,"
segir Rúnar. „Ég lá yfir þess-
um þáttum alla sunnudaga og
veit um marga fyrir utan mig
sem sakna þeirra mikið. Það
væri óskandi að þeir kæmu á
dagskrá Rásar 2 aftur,“ segir
hann.
Rúnar á mikið samansafn
nýrra og gamalla bóka um
kóngafólkið sem ýmist eru á
ensku eða íslensku. Hann á
bækurnar sem voru gefnar út
á íslensku um Díönu
prinsessu og bresku konungs-
fiölskylduna eftir Kitty
Kelley.
„Ég fer stundum í forn-
bókabúðir og í Kolaportið og
finn stöku sinnum eitthvað
sem mér finnst dýrmætt en
kannski engum öðrum,“ seg-
ir hann „I einni verslunarferð
minni fann ég bókin Queen
Alexandra's Christmas Gift
Book sem kom út árið 1908
en Alexandra var kona Ját-
varðar VII konungs. Þetta er
merkileg og skemmtileg
bók.“
60
Vikan