Vikan


Vikan - 07.11.2000, Side 50

Vikan - 07.11.2000, Side 50
Texti: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r Mynd: Hreinn Hreinsson Það er mikið bakað á heimili Elínar Eyjólfsdóttur, sýslufull- trúa í Garðabæ, fyrir jólin. Elín segist hafa ákaflega gaman af því að reyna nýjar uppskriftir og fyrir jólin bakar hún ým- iss konar smákökur, tertur og lagkökur. Ein terta er ómissandi á matseðli jólanna, karamellutertan, sem hefur verið uppáhaldsterta fjölskyldunnar í mörg ár. Botnar: 5 eggjahvítur 2 dl sykur 2 dl púðursykur 2 bollar Rice Crispies 5 dl rjómi, þeytiur Aðferð: Þeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur vel saman og bland- ið síðan Rice Crispies varlega út í deigið með sleif. Setjið í tvö hringlaga form, smurð og klædd álpappír, og bakið við 150 gráða hita í eina klukkustund. Þeytið 5 dl af rjóma og setjið á milli botnanna. Karamellukrem: 2 dl rjómi 100 g púðursykur 2 msk. síróp 30 g smjörlíki 1 tsk. vanillusykur Aðferð: Setjiðrjómann, púðursykurinn og sírópið saman i pott og sjóðið við mjög vægan hita þartil bland- an verður þykk. Bætið út í smjör- líkinu og vanillusykrinum. Kælið kremið, hellið yfir tert- una og jafnið út með sleikju. Gómsæt terta fyrir hátíðarnar Þeir sem þekkja Maríu Sigurðardóttur frá Hvammstanga vita að hún getur töfrað fram veislu- borð á svipstundu. Hún brást vel við þeirri bón Vikunnar að gefa lesendum uppskrift að góðri veislutertu. María er menntaður matsveinn og vinnur í versluninni Nóatúni í Hafnarfirði. „Ég hef alltaf haft gaman af því að baka,“ segir María. „Ég bind mig ekki alltaf við sömu uppskrift- irnar fyrir jólin því ég vil prófa eitt- hvað nýtt. Ballerínutertan er frek- ar ný í uppskriftabókinni minni og hún er bæði einföld og bragðgóð. Fjölskylda mín er mjög hrifin af henni." Ballerína 150 g smjörlíki 250 gsykur 2 egg 270 g hveiti 2 tsk. iyftiduft 50 g súkkulaðispænir 3 dl mjólk Smjörlíki og sykur hrært saman þartil þaðverður léttog Ijóst. Eggj- unum er hrært út í, einu í senn. Þurrefnum og mjólk er bætt í að síðustu. Bakið í u.þ.b. 24 sm smelluformi (hátt form með laus- um botni og smellu) við 180 gráða hita I 40 til 50 mínútur. Einnig er hægt að baka kökuna í tveimur botnum og þá styttist bökunartím- inn um helming. Krem 75 g smjörlíki 50 g suðusúkkulaði 1/4 dl kaffi (uppáhellt) 2 tsk. vanillusykur 300 g flórsykur Smjörlíkið og súkkulaðið er brætt saman og hinu hráefninu síðan bætt út ( og allt þeytt saman. Ef kakan er bökuð í smelluformi er hún skorin í sundur og krem sett á milli og ofan á. Gott er að bleyta botnana með sérríi áður en kremið er sett á hana en það er ekki nauðsynlegt því kakan er blaut og mjúk. Kakan er skreytt eftir smekk.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.