Vikan


Vikan - 07.11.2000, Page 62

Vikan - 07.11.2000, Page 62
 9. kafli Hingað til hafði hún upplifað kynlíf á allt annan hátt, í það hafði vantað allt það sem hún var að upplifa núna. Aldrei fyrr hafði hana langað til að æsa karlmann upp þangaðtil hann gæti ekki annað en hróp- að upp yfir sig. Hún titraði þeg- ar hún heyrði það sem ímynd- unarafl hennar sagði henni að gera og hún var böðuð ókunn- um, rökum hita. Hún reyndi að klæða hann úr jakkanum meðan hann hélt áfram að kyssa hana. Hann gaf frá sér hvetjandi hljóð. Hljóðin höfðu enga skynsamlega merk- ingu en skynjanir hennar áttu í engum erfiðleikum með að túlka þau og bregðast við þeim. Hörund hans var heitt undir skyrtunni, næstum því eins og það stæði í Ijósum logum. Hann losaði um aðra höndina og reyndi að hneppa frá sér skyrt- unni. ,, Hjálpaðu mér, Charlotte,“ sagði hann biðjandi. ,,Ég get ekki beðið lengur." Hún þaggaði niður í honum meðeldheitum kossi. Hún hafði ekki haft hugmynd um að hún gæti kysst karlmann á þennan hátt. Með kossinum vildi hún fullvissa hann um að hún þráði hann og hún gæti heldur ekki beðið lengur. Skyrtan var fráhneppt að hálfu og þegar hún opnaði aug- un, sá hún loðna bringu hans. Hún snerti hann leitandi og fingurgómar hennar sugu í sig svitann af hörundi hans. Augnaráð hans fékk hjarta hennartil að byltast um í brjósti hennar og líkama hennar til að skjálfa. Hungruð hneppti hún frá síð- ustu tölunum á skyrtunni hans og kyssti hann eldheitum, stutt- um kossum sem smátt og smátt urðu blíðlegri og lengri. Hún reyndi að klæða hann úr skyrt- unni en uppgötvaði að hún átti eftir að hneppa frá tölunum á ermunum. Hún teygði sig nið- ur og kyssti innan á handleggi hans. Hún var svo upptekin af kossunum að hún áttaði sig ekki fyrren hún heyrði skyrtuna rifna þegar hann reyndi sjálfur að klæða sig úr henni. ,,Núna,“ sagði hann rámri röddu. ,,Núna máttu kvelja mig og stríða mér eins og þér sýn- ist, en ég lofa því að ég mun svara í sömu mynt." Kvelja hann, stríða honum ...? Charlotte leit undrandi á hann. Sá hann ekki að hún stjórnaðist eingöngu af þörf á því að snerta hann? Hélt hann virkilega að hún væri að reyna að ...? Hún stóð kyrr meðan hann klæddi hana úr blússunni og renndi niður rennilásnum á pilsinu. Um leið og hann kom við hörund hennar byrjaði hún að skjálfa stjórnlaust og varð máttlaus í hnjánum. Hann tók hana í fangið, bar hana að sóf- anum og horfði á hana alvar- legum augum meðan hann klæddi hana úr fötunum. Það var nógu bjart í stofunni til þess að hann sæi hana greinilega. En þrátt fyrir það fann hún ekki til feimni. Þvert á móti vildi hún að hann sæi hana. Hana langaði að sjá þrána speglast í augum hans. Hana langaði að sjá hvernig vöðvar hans titruðu þegar hann reyndi að hafa stjórn á líkama sínum. Hana langaði að sjá barkakýlið hreyfast þegar hann kyngdi. Hana langaði aðsjá andlit hans þegar hann hvíslaði ástarorðum í eyra hennar, þegar hann kyssti hana og strauk höndunum eft- ir líkama hennar. Hann tók utan um brjóst hennar og hún lagði hendur sín- ar yfir hendur hans og spennti upp líkamann. Hann kyssti hana á munninn og hálsinn. Hún gaf frá sér mót- mælastunu þegar hann færði sig fjær. Hún virti fyrir sér fal- legan og karlmannlegan líkama hans sem bar hraustleika hans gott vitni. Gróf, dökk líkamshár- in höfðu æsandi áhrif á hana. Hann sneri sér að henni og hún teygði sig ósjálfrátt eftir honum. Augu hennar Ijómuðu þegar hann tók utan um hana, hvíslaði nafn hennar og kyssti hana. Hún fann hvernig hún slakaði á og beið full eftirvænt- ingar. Hún stundi þegar hann tók um brjóst hennar og gældi við geirvörtuna með tungunni. Hún reyndi ekki að leyna því að hún vildi meira og neglur hennar grófust inn í bakið á honum. Hann lyfti henni upp og hún fann munn hans hreyfast hægt innan á lærum hennar. Henni fannst hún vera að deyja, eng- inn gæti lifað af svo mikla þrá. Hana svimaði þegar nautnin tók yfirhöndina. Hún vildi meira. Hún vildi fá hann allan, hún vildi finna eld- heitan æðaslátt líkama hans djúpt inni í sínum eigin. Hún vildi fá fullvissu þess að þrá hans væri jafnsterk og þrá henn- ar. Hún skynjaði hljóð einhvers staðar í fjarska. Hún þrýsti sér að Daniel og reyndi að útiloka hljóðið. En hann stundi þung- lega, stóð á fætur og yfirgaf hana til þess að svara frekju- legri, uppáþrengjandi hringingu símans. Hún horfði á hann ganga yfir gólfið og taka upp símann. ,,Sæl, Patricia." Jafnvel þótt hann hefði ekki sagt nafnið hefði Charlotte þekkt frekjulega röddina á hin- um endanum. ,,Ég verð að hitta þig, elsk- an,“ heyrði hún Patriciu segja. ,,Ekki seinna en núna.“ Daniel sneri sér að Charlotte og hún skýldi andliti sínu fyrir honum. Öll gleðin hvarf sem dögg fyrir sólu og eftir stóð að- eins blákaldur raunveruleikinn. Hún hafði verið að því komin að gefa sig á vald manni sem hafði ekkert álit á henni og leit á hana þessa stundina sem til- kippilega konu. Hún varð að horfast í augu við raunveruleik- ann. Hin konan, konan í lífi hans, var í símanum, í síman- um sem hann hefði geta látið sem hann heyrði ekki í. Vinalín; an ^ K l'i ^ h ■ ÞegarJJ i vantarx ■9 /in VIII O Grænt númer 800 6464 62 Vikaii

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.